„Mér líður bara mjög vel enda unnum við góðan sigur á frábæru liði. Það er ekki hægt annað en að líða vel eftir þennan leik.“
Ásbjörn segir þetta vera viðurkenningu um góða frammistöðu síðustu ár en einnig áminning um að hann sé farinn að eldast.
„Þetta er áfangi og viðurkenning að maður hafi verið að gera gott síðustu ár. Svo er þetta líka áminning að maður er búinn að vera lengi í þessu og farinn að eldast aðeins. “
Aðspurður hvort að hann hafi vitað af þessu fyrir leik sagði Ásbjörn:
„Nei ég vissi ekki hvað það væru mörg mörk en það var einhver sem minnti mig á að það væri farið að styttast svakalega í þetta. Vinnufélagar mínir eru duglegir að fylgjast með þessu.“

Áttu þér eitthvað uppáhalds mark?
„Nei það held ég nú ekki, það er leiðinlegt svar en ég man ekki eftir neinu uppáhalds.“
Aðspurður hvort að rauðrófuskot og skólamatur hafi hjálpað til í að halda sér við sagði Ásbjörn þetta:
„Ég er bara búinn að vera heppinn að vera tiltölulega heill síðust ár og að taka vítinn í liðinu. Þetta er samvinna af því að vera duglegur, í góðu liði, heppinn og maður reynir að halda sér heilum. Svo á maður góða að heima, konu og fjölskyldu sem gefa manni tíma til þess að sprikla í þessu seinni partinn. “

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.