Vatnið – Lífæð þjóðar Jón Trausti Kárason skrifar 22. mars 2022 09:00 22. mars er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þema dagsins í ár er grunnvatn. Vatn er ein grundvallarforsenda þess að líf geti þrifist hér á jörðu, sem og annarsstaðar ef út í það er farið. Aðgengi og gæðum vatns er mjög misskipt eftir því hvar niður er borið á jarðkringlunni en hér á landi búum við ansi hreint vel þar sem meginþorri þjóðar býr við góðan vatnsforða og heilnæmi neysluvatns er almennt með allra besta móti. Það má því segja að við sem hér byggjum land, séum í þeirri forréttindastöðu að við búum, og höfum búið, við allsnægtir þegar kemur að aðgengi að hreinu vatni. Afar mikilvægt er að við sem samfélag áttum okkur á því að umrædd forréttindi eru ekki sjálfgefin. Við höfum komist á þann stað sem við erum á með mikilli framsýni og fyrirhöfn. Það er hlutverk okkar sem kyndilberar nútíðarinnar að horfa fram á veginn og skila af okkur þeirri dýrmætu auðlind sem kalda vatnið er til komandi kynslóða í sama, eða betra, ástandi en við tókum við henni. Breytingar á loftslagi jarðar hafa og munu breyta leiknum þegar kemur að því að tryggja þau lífsgæði sem vatninu fylgja. Samfélagið fékk áminningu síðasta sumar þegar gróðureldar kviknuðu í Heiðmörk eftir langvarandi þurrka. Þrátt fyrir að betur hafi farið en á horfðist mátti ekki mikið út af bera til þess að raunin hefði orðið önnur. Í samhengi þessara atburða, þá er mikilvægt að átta sig á því að Heiðmörk er vatnsverndarsvæði og því karfan sem geymir fjöregg höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að vatnsöflun. Það var fumlausu og samstilltu átaki þeirra sem hafa almannavarnir á sínu forræði að þakka að ekki fór verr. Fari eitthvað úrskeiðis sem ógnað gæti þeim vatnsbólunum sem þar er að finna, er aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að neysluvatni sett í uppnám. Við hjá Veitum tökum alvarlega það hlutverk okkar að hlúa að og nýta auðlindina með sjálfbærni og almannahagsmuni að leiðarljósi og erum sífellt á varðbergi þegar kemur að því að leita leiða til þess að vernda og tryggja þessa lífnauðsynlegu innviði. Þrátt fyrir að ábyrgðin á vatnsverndinni hvíli formlega á herðum skilgreindra aðila er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að hún liggur í raun hjá hverju og einu okkar þegar stóra samhengi hlutanna er skoðað. Boðskapur minn á Degi vatnsins til okkar sem þjóðar er eftirfarandi. Á meðan við njótum á ábyrgan hátt þeirra gjafa sem náttúra okkar hefur upp á að bjóða skulum við sífellt hafa það í huga að forréttindi okkar eru ekki sjálfgefin og að samheldni og samstillt átak þjóðar þarf til þess að þeirra verði áfram notið um ókomin ár. Höfundur er forstöðumaður vatnsveitu Veitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
22. mars er alþjóðlegur dagur vatnsins. Þema dagsins í ár er grunnvatn. Vatn er ein grundvallarforsenda þess að líf geti þrifist hér á jörðu, sem og annarsstaðar ef út í það er farið. Aðgengi og gæðum vatns er mjög misskipt eftir því hvar niður er borið á jarðkringlunni en hér á landi búum við ansi hreint vel þar sem meginþorri þjóðar býr við góðan vatnsforða og heilnæmi neysluvatns er almennt með allra besta móti. Það má því segja að við sem hér byggjum land, séum í þeirri forréttindastöðu að við búum, og höfum búið, við allsnægtir þegar kemur að aðgengi að hreinu vatni. Afar mikilvægt er að við sem samfélag áttum okkur á því að umrædd forréttindi eru ekki sjálfgefin. Við höfum komist á þann stað sem við erum á með mikilli framsýni og fyrirhöfn. Það er hlutverk okkar sem kyndilberar nútíðarinnar að horfa fram á veginn og skila af okkur þeirri dýrmætu auðlind sem kalda vatnið er til komandi kynslóða í sama, eða betra, ástandi en við tókum við henni. Breytingar á loftslagi jarðar hafa og munu breyta leiknum þegar kemur að því að tryggja þau lífsgæði sem vatninu fylgja. Samfélagið fékk áminningu síðasta sumar þegar gróðureldar kviknuðu í Heiðmörk eftir langvarandi þurrka. Þrátt fyrir að betur hafi farið en á horfðist mátti ekki mikið út af bera til þess að raunin hefði orðið önnur. Í samhengi þessara atburða, þá er mikilvægt að átta sig á því að Heiðmörk er vatnsverndarsvæði og því karfan sem geymir fjöregg höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að vatnsöflun. Það var fumlausu og samstilltu átaki þeirra sem hafa almannavarnir á sínu forræði að þakka að ekki fór verr. Fari eitthvað úrskeiðis sem ógnað gæti þeim vatnsbólunum sem þar er að finna, er aðgengi stórs hluta þjóðarinnar að neysluvatni sett í uppnám. Við hjá Veitum tökum alvarlega það hlutverk okkar að hlúa að og nýta auðlindina með sjálfbærni og almannahagsmuni að leiðarljósi og erum sífellt á varðbergi þegar kemur að því að leita leiða til þess að vernda og tryggja þessa lífnauðsynlegu innviði. Þrátt fyrir að ábyrgðin á vatnsverndinni hvíli formlega á herðum skilgreindra aðila er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að hún liggur í raun hjá hverju og einu okkar þegar stóra samhengi hlutanna er skoðað. Boðskapur minn á Degi vatnsins til okkar sem þjóðar er eftirfarandi. Á meðan við njótum á ábyrgan hátt þeirra gjafa sem náttúra okkar hefur upp á að bjóða skulum við sífellt hafa það í huga að forréttindi okkar eru ekki sjálfgefin og að samheldni og samstillt átak þjóðar þarf til þess að þeirra verði áfram notið um ókomin ár. Höfundur er forstöðumaður vatnsveitu Veitna.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun