Sport

Á bakvið tjöldin í niðurskurði Gunnars

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gunnar Nelson er klár í slaginn í kvöld.
Gunnar Nelson er klár í slaginn í kvöld. Chris Unger/Zuffa LLC

Gunnar Nelson mætir Takashi Sato í búrinu í kvöld, en bardagakappinn þurfti að skera sig vel niður áður en hann steig á vigtina í gær.

Pétur Marinó Jónsson hjá mmafrettir.is hefur fylgst vel með ferlinu hjá Gunnari í aðdraganda bardagans og í nýjasta þættinum af The Grind fáum við að skyggnast á bakvið tjöldin í niðurskurðinum.

Gunnar var 79,7 kg á fimmtudagskvöldið, en hann þurfti að vera kominn niður í 77 kg áður en hann steig á vigtina í gær. Gunnar tæklaði það verkefni auðveldlega og var kominn niður í rétta þyngd um klukkan níu í gærmorgun.

Nýjasta þáttin af The Grind má sjá hér fyrir neðan.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.