Körfubolti

Jón Axel stigalaus í tapi Harko Merlins

Atli Arason skrifar
Jón Axel Guðmundsson í landsleik gegn Ítalíu í Undankeppni HM 2023 á dögunum. 
Jón Axel Guðmundsson í landsleik gegn Ítalíu í Undankeppni HM 2023 á dögunum.  Bára Dröfn Kristinsdóttir

Jón Axel Guðmundsson og félagar í Harko Merlins Crailsheim eru úr leik í Evrópudeild FIBA í körfubolta eftir 85-77 tap gegn ZZ Leiden.

Harko vann fyrri leikinn með þremur stigum og tapaði viðureigninni því samanlagt með fimm stigum. Leiden fer áfram í undanúrslit þar sem þeir munu mæta Bahcesehir.

Jóni Axel Guðmundssyni tókst ekki að skora stig á þeim sjö mínútum sem hann spilaði. Jón Axel tók eitt þriggja stiga skot sem fór ekki ofan í en Jón gaf 2 stoðsendingar og stal einum bolta í leiknum ásamt því að tapa einum bolta sem skilaði honum einungis einu framlagsstigi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.