Umburðarlynda bleyðan Þórarinn Hjartarson skrifar 15. mars 2022 14:31 Umburðarlynda bleyðan talar gegn eigin sannfæringu í von um að verða tekin í sátt meðal leiðtoganna. Umburðarlynda bleyðan heldur því fram að hlutirnir séu annað hvort svartir eða hvítir, jafnvel þegar hún veit að þeir eru gráir eða mislitir. Þetta gerir hún til þess að komast hjá því að horfast í augu við raunveruleikann, jafnvel sjálfa sig. Umburðarlynda bleyðan á í þversagnakenndu sambandi við sannleikann. Þetta veit hún. Þegar afstaða umburðarlyndu bleyðunnar er gagnrýnd telur hún að þrátt fyrir sannleiksgildi gagnrýninnar sé aldrei rétti tíminn til þess að benda á þversagnir. Slíkt er vatn á myllu óvinarins og tefur gönguna til fyrirheitna landsins. Umburðarlynda bleyðan er ekki umburðarlynd gagnvart öllum. Skoðanir sem hinir útvöldu hafa dæmt óásættanlegar eða víkja frá hinum réttláta, óvéfengjanlega málstað, skulu undantekningalaust kveðnar í kútinn. Þegar röng sjónarmið dúkka upp sýnir umburðarlynda bleyðan fram á eigið ágæti með því að benda á hvað aðrir eru ómögulegir. Umburðarlynda bleyðan básúnar lofsöngva um hina útvöldu og biðst forláts ef hægt er að túlka orð hennar sem frávik frá hinum eina sannleik. Umburðarlynda bleyðan telur hagsmunum sínum best borgið með því að halda kyrru fyrir og vona að hinir útvöldu gangi framhjá hennar dyrum. Umburðarlynda bleyðan veit að allir hafa gert mistök á sinni lífsleið, jafnvel hinir útvöldu. Hins vegar, til að forðast það að beina hinu vökula auga rétttrúnaðarins að sér, syngur hún lofssöngva um fyrirheitnalandið og hina óvéfengjanlegu fullkomnu leiðtoga. Með réttu slagorðunum frestar hún hinu óumflýjanlega. Því innst inni veit umburðarlynda bleyðan að einn daginn munu leiðtogarnir snúa sér að henni. Þegar sá dagur rennur upp munu allir staðlar réttvísinnar vera jafnaðir við jörðu. Þann dag verður enginn til þess að standa við bakið á umburðarlyndu bleyðunni, að undanskyldum öðrum umburðarlyndum bleyðum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Sjá meira
Umburðarlynda bleyðan talar gegn eigin sannfæringu í von um að verða tekin í sátt meðal leiðtoganna. Umburðarlynda bleyðan heldur því fram að hlutirnir séu annað hvort svartir eða hvítir, jafnvel þegar hún veit að þeir eru gráir eða mislitir. Þetta gerir hún til þess að komast hjá því að horfast í augu við raunveruleikann, jafnvel sjálfa sig. Umburðarlynda bleyðan á í þversagnakenndu sambandi við sannleikann. Þetta veit hún. Þegar afstaða umburðarlyndu bleyðunnar er gagnrýnd telur hún að þrátt fyrir sannleiksgildi gagnrýninnar sé aldrei rétti tíminn til þess að benda á þversagnir. Slíkt er vatn á myllu óvinarins og tefur gönguna til fyrirheitna landsins. Umburðarlynda bleyðan er ekki umburðarlynd gagnvart öllum. Skoðanir sem hinir útvöldu hafa dæmt óásættanlegar eða víkja frá hinum réttláta, óvéfengjanlega málstað, skulu undantekningalaust kveðnar í kútinn. Þegar röng sjónarmið dúkka upp sýnir umburðarlynda bleyðan fram á eigið ágæti með því að benda á hvað aðrir eru ómögulegir. Umburðarlynda bleyðan básúnar lofsöngva um hina útvöldu og biðst forláts ef hægt er að túlka orð hennar sem frávik frá hinum eina sannleik. Umburðarlynda bleyðan telur hagsmunum sínum best borgið með því að halda kyrru fyrir og vona að hinir útvöldu gangi framhjá hennar dyrum. Umburðarlynda bleyðan veit að allir hafa gert mistök á sinni lífsleið, jafnvel hinir útvöldu. Hins vegar, til að forðast það að beina hinu vökula auga rétttrúnaðarins að sér, syngur hún lofssöngva um fyrirheitnalandið og hina óvéfengjanlegu fullkomnu leiðtoga. Með réttu slagorðunum frestar hún hinu óumflýjanlega. Því innst inni veit umburðarlynda bleyðan að einn daginn munu leiðtogarnir snúa sér að henni. Þegar sá dagur rennur upp munu allir staðlar réttvísinnar vera jafnaðir við jörðu. Þann dag verður enginn til þess að standa við bakið á umburðarlyndu bleyðunni, að undanskyldum öðrum umburðarlyndum bleyðum. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar