Skóli fyrir alla? Jóhanna Pálsdóttir skrifar 11. mars 2022 19:00 Nú þegar íslenskt samfélag tekur á móti fjōlda barna á flótta þurfum við að huga betur að menntun og aðlōgun þessara barna inn í grunnskóla landsins. Undirrituð er íslenskukennari við grunnskóla í Kópavogi og hefur upplifað hversu mikið við þurfum að bæta okkur við móttōku barna sem hingað koma. Ekki þarf að fjölyrða um viðkvæma stöðu flóttamanna og nýbúa sem leita hingað. Í ljósi þess ætti að vera brýnt að auðvelda eins og unnt er það stóra verkefni sem felst í íslenskunámi og aðlögun í nýju landi. Hlutverk kennara í því verki er gríðarstórt en það endurspeglast trauðla í verkfærasettinu sem þeim er afhent. Hér er engin móttōkudeild sem tekur utan um bōrn sem koma inn í íslenska grunnskóla. Börnunum er hent inn í hverfisskóla með þeim stuðningi að þeim farnist best með því að njóta stuðnings annarra nemenda, sem svo tala oftast við þau á ensku sem verður ekki til þess fallið að styðja við takmarkaða íslenskukennslu. Börnum sem hafa búið skemur en tvö ár á landinu er nefnilega aðeins úthlutað að jafnaði þremur 40 mín sérkennslustundum í íslensku í viku hverri. Að öðru leyti er það á höndum umsjónar- eða greinakennara að laga námsefnið að hverjum einstaklingi fyrir sig í samráði við sérkennara skólans. Og það er alveg ljóst að þarna getur margt farið úrskeiðis. Kennarar eru með mismunandi fjōlda nemenda í hverjum bekk, mismarga nemendur sem þurfa á sérstōkum stuðningi að halda, auk þeirra sem teljast nýbúar og tala enga íslensku og jafnvel litla sem enga ensku. Með öðrum orðum þá býður núverandi fyrirkomulagi þeirri hættu heim að börn nýbúa og flóttamanna endi sem hálfgerð afgangsstærð. Í þessu öllu saman felst áskorun fyrir kennara landsins, áskorun sem þeir vilja standa sig vel í og leggja sig alla fram til að svo megi verða. Staðreyndin er hins vegar sú, með þetta líkt og annað, að hugurinn ber mann aðeins hálfa leið. Þegar sveitarfélōgin tóku yfir rekstur grunnskólanna fylgdi ekki nærri því það fjármagn sem þurfti til til að mæta skólastefnunni „skóli fyrir alla“. Framkvæmdin á yfirfærslunni bar vott um „það er ekkert víst að þetta klikki” hugarfar. Slíkt hugarfar hefur síðan þá verið einkennandi fyrir skilning á stöðu kennara og skólastjórnenda. Samhliða hefur starf kennarans þróast, frá hefðbundnu kennslustarfi yfir í að vera allt í senn kennari, sálfræðingur, félagsráðgjafi og hálfgerður uppalandi utan heimilis. Nú bætist við að finna út úr því á eigin spýtur hvernig best sé að sinna því öllu saman á mörgum tungumálum samtímis í hverri skólastofu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla grunnskólum landsins að spinna af fingrum fram, samhliða þeim verkefnum sem hvílt hafa á þeirra herðum hingað til, hvernig kennslu barna nýbúa og flóttamanna sé best háttað. Ráðamenn og stofnanir þjóðarinnar verða að koma að borðinu með fjármagn, áætlanagerð og aukna sérþekkingu til kennara í þessum efnum. Verkefnið blasir við. Séu verkefni látin óafskipt í of langan tíma geta þau orðið að vandamálum. Við þekkjum öll dæmi um birtingarmyndir og áhrif þess þegar börn upplifa sig utangarðs í skólum og samfélagi okkar. Grípum til aðgerða strax til að forða því að svo verði í þessum efnum. Höfundur er íslenskukennari og formaður Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Innflytjendamál Grunnskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar íslenskt samfélag tekur á móti fjōlda barna á flótta þurfum við að huga betur að menntun og aðlōgun þessara barna inn í grunnskóla landsins. Undirrituð er íslenskukennari við grunnskóla í Kópavogi og hefur upplifað hversu mikið við þurfum að bæta okkur við móttōku barna sem hingað koma. Ekki þarf að fjölyrða um viðkvæma stöðu flóttamanna og nýbúa sem leita hingað. Í ljósi þess ætti að vera brýnt að auðvelda eins og unnt er það stóra verkefni sem felst í íslenskunámi og aðlögun í nýju landi. Hlutverk kennara í því verki er gríðarstórt en það endurspeglast trauðla í verkfærasettinu sem þeim er afhent. Hér er engin móttōkudeild sem tekur utan um bōrn sem koma inn í íslenska grunnskóla. Börnunum er hent inn í hverfisskóla með þeim stuðningi að þeim farnist best með því að njóta stuðnings annarra nemenda, sem svo tala oftast við þau á ensku sem verður ekki til þess fallið að styðja við takmarkaða íslenskukennslu. Börnum sem hafa búið skemur en tvö ár á landinu er nefnilega aðeins úthlutað að jafnaði þremur 40 mín sérkennslustundum í íslensku í viku hverri. Að öðru leyti er það á höndum umsjónar- eða greinakennara að laga námsefnið að hverjum einstaklingi fyrir sig í samráði við sérkennara skólans. Og það er alveg ljóst að þarna getur margt farið úrskeiðis. Kennarar eru með mismunandi fjōlda nemenda í hverjum bekk, mismarga nemendur sem þurfa á sérstōkum stuðningi að halda, auk þeirra sem teljast nýbúar og tala enga íslensku og jafnvel litla sem enga ensku. Með öðrum orðum þá býður núverandi fyrirkomulagi þeirri hættu heim að börn nýbúa og flóttamanna endi sem hálfgerð afgangsstærð. Í þessu öllu saman felst áskorun fyrir kennara landsins, áskorun sem þeir vilja standa sig vel í og leggja sig alla fram til að svo megi verða. Staðreyndin er hins vegar sú, með þetta líkt og annað, að hugurinn ber mann aðeins hálfa leið. Þegar sveitarfélōgin tóku yfir rekstur grunnskólanna fylgdi ekki nærri því það fjármagn sem þurfti til til að mæta skólastefnunni „skóli fyrir alla“. Framkvæmdin á yfirfærslunni bar vott um „það er ekkert víst að þetta klikki” hugarfar. Slíkt hugarfar hefur síðan þá verið einkennandi fyrir skilning á stöðu kennara og skólastjórnenda. Samhliða hefur starf kennarans þróast, frá hefðbundnu kennslustarfi yfir í að vera allt í senn kennari, sálfræðingur, félagsráðgjafi og hálfgerður uppalandi utan heimilis. Nú bætist við að finna út úr því á eigin spýtur hvernig best sé að sinna því öllu saman á mörgum tungumálum samtímis í hverri skólastofu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla grunnskólum landsins að spinna af fingrum fram, samhliða þeim verkefnum sem hvílt hafa á þeirra herðum hingað til, hvernig kennslu barna nýbúa og flóttamanna sé best háttað. Ráðamenn og stofnanir þjóðarinnar verða að koma að borðinu með fjármagn, áætlanagerð og aukna sérþekkingu til kennara í þessum efnum. Verkefnið blasir við. Séu verkefni látin óafskipt í of langan tíma geta þau orðið að vandamálum. Við þekkjum öll dæmi um birtingarmyndir og áhrif þess þegar börn upplifa sig utangarðs í skólum og samfélagi okkar. Grípum til aðgerða strax til að forða því að svo verði í þessum efnum. Höfundur er íslenskukennari og formaður Viðreisnar í Kópavogi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun