Skóli fyrir alla? Jóhanna Pálsdóttir skrifar 11. mars 2022 19:00 Nú þegar íslenskt samfélag tekur á móti fjōlda barna á flótta þurfum við að huga betur að menntun og aðlōgun þessara barna inn í grunnskóla landsins. Undirrituð er íslenskukennari við grunnskóla í Kópavogi og hefur upplifað hversu mikið við þurfum að bæta okkur við móttōku barna sem hingað koma. Ekki þarf að fjölyrða um viðkvæma stöðu flóttamanna og nýbúa sem leita hingað. Í ljósi þess ætti að vera brýnt að auðvelda eins og unnt er það stóra verkefni sem felst í íslenskunámi og aðlögun í nýju landi. Hlutverk kennara í því verki er gríðarstórt en það endurspeglast trauðla í verkfærasettinu sem þeim er afhent. Hér er engin móttōkudeild sem tekur utan um bōrn sem koma inn í íslenska grunnskóla. Börnunum er hent inn í hverfisskóla með þeim stuðningi að þeim farnist best með því að njóta stuðnings annarra nemenda, sem svo tala oftast við þau á ensku sem verður ekki til þess fallið að styðja við takmarkaða íslenskukennslu. Börnum sem hafa búið skemur en tvö ár á landinu er nefnilega aðeins úthlutað að jafnaði þremur 40 mín sérkennslustundum í íslensku í viku hverri. Að öðru leyti er það á höndum umsjónar- eða greinakennara að laga námsefnið að hverjum einstaklingi fyrir sig í samráði við sérkennara skólans. Og það er alveg ljóst að þarna getur margt farið úrskeiðis. Kennarar eru með mismunandi fjōlda nemenda í hverjum bekk, mismarga nemendur sem þurfa á sérstōkum stuðningi að halda, auk þeirra sem teljast nýbúar og tala enga íslensku og jafnvel litla sem enga ensku. Með öðrum orðum þá býður núverandi fyrirkomulagi þeirri hættu heim að börn nýbúa og flóttamanna endi sem hálfgerð afgangsstærð. Í þessu öllu saman felst áskorun fyrir kennara landsins, áskorun sem þeir vilja standa sig vel í og leggja sig alla fram til að svo megi verða. Staðreyndin er hins vegar sú, með þetta líkt og annað, að hugurinn ber mann aðeins hálfa leið. Þegar sveitarfélōgin tóku yfir rekstur grunnskólanna fylgdi ekki nærri því það fjármagn sem þurfti til til að mæta skólastefnunni „skóli fyrir alla“. Framkvæmdin á yfirfærslunni bar vott um „það er ekkert víst að þetta klikki” hugarfar. Slíkt hugarfar hefur síðan þá verið einkennandi fyrir skilning á stöðu kennara og skólastjórnenda. Samhliða hefur starf kennarans þróast, frá hefðbundnu kennslustarfi yfir í að vera allt í senn kennari, sálfræðingur, félagsráðgjafi og hálfgerður uppalandi utan heimilis. Nú bætist við að finna út úr því á eigin spýtur hvernig best sé að sinna því öllu saman á mörgum tungumálum samtímis í hverri skólastofu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla grunnskólum landsins að spinna af fingrum fram, samhliða þeim verkefnum sem hvílt hafa á þeirra herðum hingað til, hvernig kennslu barna nýbúa og flóttamanna sé best háttað. Ráðamenn og stofnanir þjóðarinnar verða að koma að borðinu með fjármagn, áætlanagerð og aukna sérþekkingu til kennara í þessum efnum. Verkefnið blasir við. Séu verkefni látin óafskipt í of langan tíma geta þau orðið að vandamálum. Við þekkjum öll dæmi um birtingarmyndir og áhrif þess þegar börn upplifa sig utangarðs í skólum og samfélagi okkar. Grípum til aðgerða strax til að forða því að svo verði í þessum efnum. Höfundur er íslenskukennari og formaður Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Innflytjendamál Grunnskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nú þegar íslenskt samfélag tekur á móti fjōlda barna á flótta þurfum við að huga betur að menntun og aðlōgun þessara barna inn í grunnskóla landsins. Undirrituð er íslenskukennari við grunnskóla í Kópavogi og hefur upplifað hversu mikið við þurfum að bæta okkur við móttōku barna sem hingað koma. Ekki þarf að fjölyrða um viðkvæma stöðu flóttamanna og nýbúa sem leita hingað. Í ljósi þess ætti að vera brýnt að auðvelda eins og unnt er það stóra verkefni sem felst í íslenskunámi og aðlögun í nýju landi. Hlutverk kennara í því verki er gríðarstórt en það endurspeglast trauðla í verkfærasettinu sem þeim er afhent. Hér er engin móttōkudeild sem tekur utan um bōrn sem koma inn í íslenska grunnskóla. Börnunum er hent inn í hverfisskóla með þeim stuðningi að þeim farnist best með því að njóta stuðnings annarra nemenda, sem svo tala oftast við þau á ensku sem verður ekki til þess fallið að styðja við takmarkaða íslenskukennslu. Börnum sem hafa búið skemur en tvö ár á landinu er nefnilega aðeins úthlutað að jafnaði þremur 40 mín sérkennslustundum í íslensku í viku hverri. Að öðru leyti er það á höndum umsjónar- eða greinakennara að laga námsefnið að hverjum einstaklingi fyrir sig í samráði við sérkennara skólans. Og það er alveg ljóst að þarna getur margt farið úrskeiðis. Kennarar eru með mismunandi fjōlda nemenda í hverjum bekk, mismarga nemendur sem þurfa á sérstōkum stuðningi að halda, auk þeirra sem teljast nýbúar og tala enga íslensku og jafnvel litla sem enga ensku. Með öðrum orðum þá býður núverandi fyrirkomulagi þeirri hættu heim að börn nýbúa og flóttamanna endi sem hálfgerð afgangsstærð. Í þessu öllu saman felst áskorun fyrir kennara landsins, áskorun sem þeir vilja standa sig vel í og leggja sig alla fram til að svo megi verða. Staðreyndin er hins vegar sú, með þetta líkt og annað, að hugurinn ber mann aðeins hálfa leið. Þegar sveitarfélōgin tóku yfir rekstur grunnskólanna fylgdi ekki nærri því það fjármagn sem þurfti til til að mæta skólastefnunni „skóli fyrir alla“. Framkvæmdin á yfirfærslunni bar vott um „það er ekkert víst að þetta klikki” hugarfar. Slíkt hugarfar hefur síðan þá verið einkennandi fyrir skilning á stöðu kennara og skólastjórnenda. Samhliða hefur starf kennarans þróast, frá hefðbundnu kennslustarfi yfir í að vera allt í senn kennari, sálfræðingur, félagsráðgjafi og hálfgerður uppalandi utan heimilis. Nú bætist við að finna út úr því á eigin spýtur hvernig best sé að sinna því öllu saman á mörgum tungumálum samtímis í hverri skólastofu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að ætla grunnskólum landsins að spinna af fingrum fram, samhliða þeim verkefnum sem hvílt hafa á þeirra herðum hingað til, hvernig kennslu barna nýbúa og flóttamanna sé best háttað. Ráðamenn og stofnanir þjóðarinnar verða að koma að borðinu með fjármagn, áætlanagerð og aukna sérþekkingu til kennara í þessum efnum. Verkefnið blasir við. Séu verkefni látin óafskipt í of langan tíma geta þau orðið að vandamálum. Við þekkjum öll dæmi um birtingarmyndir og áhrif þess þegar börn upplifa sig utangarðs í skólum og samfélagi okkar. Grípum til aðgerða strax til að forða því að svo verði í þessum efnum. Höfundur er íslenskukennari og formaður Viðreisnar í Kópavogi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun