Myndir þú berjast fyrir Ísland? Sveinn Kristjánsson skrifar 9. mars 2022 17:00 Sem ungur maður eftir átta mánaða endurhæfingu, vegna heilaæxlis í annað sinn, þá hefur það vakið áhuga minn að sjá samstöðuna í Úkraínu og hve miklu fólk er tilbúið að fórna fyrir hvert annað. Án þess að fara of langt aftur í tíma er upphaf Covid það næsta sem mér dettur í hug sem nærtækt dæm um samstöðuna hérlendis. Þið munið eftir óvissunni, fjölda dauðsfalla og hugsanlegra langtímaáhrifa. Ég er ekki að tala um Omicron. Ég hef haft sæti í fremstu röð til að sjá það hugrekki og fórnir sem íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, þið vitið, fólkið sem fékk 7.000kr inneign í skechers í jólagjöf, hefur fært gegnum faraldurinn og í gegnum mína sjúkragöngu. Stríðið í Úkraínu hefur vafalaust ekki farið fram hjá nokkrum manni. Það sem vakið hefur áhuga minn síðustu daga er fjöldi brottfluttra sem er að snúa aftur til að berjast með löndum sínum ásamt þeim tugum ef ekki hundruðum þúsunda sem hafa og eru í þann mund að taka upp vopn fyrir land og þjóð. Samstaðan sem þarna birtist er meiri en ég hef áður séð. Myndum við gera slíkt hið sama? Hvað myndar þá samstöðu sem við finnum hér á Íslandi? Eru það landsliðin okkar í hinum ýmsu íþróttum? Er það sameiginlegt tungumál? Er það sjúkraliðinn sem er tilbúinn að mæta í vinnuna á laugardegi fyrir laun sem eru fín fyrir framfærslu barnlauss námsmanns sem býr í foreldrahúsum, til að hjálpa þeim okkar sem ekki geta hjálpað sér sjálf? Ég kynntist þessu ansi vel er ég greindist með heilaæxli síðasta sumar og á líf mitt að þakka íslensku heilbrigðiskerfi. Ég er nú í endurhæfingu sem snýr að því að koma mér aftur út í atvinnulífið svo ég geti lagt lóð mín á vogarskálarnar og greitt mína skatta eins og aðrir Íslendingar, með brosi (kannski ekki allir), því leikurinn má ekki fara að snúast um það að fá eins mikið út úr kerfinu og láta í það minna en okkur ber. Samtrygging okkar sem hér búum er eitt það sterkasta sem sameinar okkur, skólar fyrir börnin okkar, sjúkrahús fyrir þau veikustu okkar, lögregla fyrir allan andskotann os.frv. Getum við gert betur? Svo sannarlega, það sem auðvelt væri að bæta eru ákvarðanir nokkurra af helstu fyrirmönnum þjóðarinnar sem reglulega slíta þessa samstöðu. Hún er tærð með aðgerðum sem oft virðast drifnar af eigin hagsmunum eða hégóma á kostnað heildarinnar. Hvort sem við erum að tala um tugmilljóna styrki vegna aksturskostnaðar, skammarlaust. Ráðherrar sem hringja í vini sína á þannig augnablikum að manni fallast hendur eða ráðherrar sem eru staðnir að lögbroti við að skipa dómara, lögum sem m.a eru til að minnka vafa á pólitískum vina ráðningum. Sýndi ráðherra auðmýkt eða hroka er mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi honum í óhag? Aðilar sem lifa og búa á Íslandi og nýta hér ýmsa þjónustu en geyma fjármuni sína í skattaskjólum erlendis. Listinn er það langur að við erum hætt að kippa okkur upp við siðlausa hegðun okkar fremsta fólks. Ég nefni engin nöfn því þetta er mál sem er stærra en einn maður, hópur eða atburður. Þegar við tökum ákvörðun fyrir hagsmuni fárra fram yfir heildarinnar þá rjúfum við okkar samstöðu. Hvað gerir þig stoltann af að vera íslendingur? Myndir þú berjast fyrir Ísland? Svari hver fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Heilbrigðismál Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Sem ungur maður eftir átta mánaða endurhæfingu, vegna heilaæxlis í annað sinn, þá hefur það vakið áhuga minn að sjá samstöðuna í Úkraínu og hve miklu fólk er tilbúið að fórna fyrir hvert annað. Án þess að fara of langt aftur í tíma er upphaf Covid það næsta sem mér dettur í hug sem nærtækt dæm um samstöðuna hérlendis. Þið munið eftir óvissunni, fjölda dauðsfalla og hugsanlegra langtímaáhrifa. Ég er ekki að tala um Omicron. Ég hef haft sæti í fremstu röð til að sjá það hugrekki og fórnir sem íslenskt heilbrigðisstarfsfólk, þið vitið, fólkið sem fékk 7.000kr inneign í skechers í jólagjöf, hefur fært gegnum faraldurinn og í gegnum mína sjúkragöngu. Stríðið í Úkraínu hefur vafalaust ekki farið fram hjá nokkrum manni. Það sem vakið hefur áhuga minn síðustu daga er fjöldi brottfluttra sem er að snúa aftur til að berjast með löndum sínum ásamt þeim tugum ef ekki hundruðum þúsunda sem hafa og eru í þann mund að taka upp vopn fyrir land og þjóð. Samstaðan sem þarna birtist er meiri en ég hef áður séð. Myndum við gera slíkt hið sama? Hvað myndar þá samstöðu sem við finnum hér á Íslandi? Eru það landsliðin okkar í hinum ýmsu íþróttum? Er það sameiginlegt tungumál? Er það sjúkraliðinn sem er tilbúinn að mæta í vinnuna á laugardegi fyrir laun sem eru fín fyrir framfærslu barnlauss námsmanns sem býr í foreldrahúsum, til að hjálpa þeim okkar sem ekki geta hjálpað sér sjálf? Ég kynntist þessu ansi vel er ég greindist með heilaæxli síðasta sumar og á líf mitt að þakka íslensku heilbrigðiskerfi. Ég er nú í endurhæfingu sem snýr að því að koma mér aftur út í atvinnulífið svo ég geti lagt lóð mín á vogarskálarnar og greitt mína skatta eins og aðrir Íslendingar, með brosi (kannski ekki allir), því leikurinn má ekki fara að snúast um það að fá eins mikið út úr kerfinu og láta í það minna en okkur ber. Samtrygging okkar sem hér búum er eitt það sterkasta sem sameinar okkur, skólar fyrir börnin okkar, sjúkrahús fyrir þau veikustu okkar, lögregla fyrir allan andskotann os.frv. Getum við gert betur? Svo sannarlega, það sem auðvelt væri að bæta eru ákvarðanir nokkurra af helstu fyrirmönnum þjóðarinnar sem reglulega slíta þessa samstöðu. Hún er tærð með aðgerðum sem oft virðast drifnar af eigin hagsmunum eða hégóma á kostnað heildarinnar. Hvort sem við erum að tala um tugmilljóna styrki vegna aksturskostnaðar, skammarlaust. Ráðherrar sem hringja í vini sína á þannig augnablikum að manni fallast hendur eða ráðherrar sem eru staðnir að lögbroti við að skipa dómara, lögum sem m.a eru til að minnka vafa á pólitískum vina ráðningum. Sýndi ráðherra auðmýkt eða hroka er mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi honum í óhag? Aðilar sem lifa og búa á Íslandi og nýta hér ýmsa þjónustu en geyma fjármuni sína í skattaskjólum erlendis. Listinn er það langur að við erum hætt að kippa okkur upp við siðlausa hegðun okkar fremsta fólks. Ég nefni engin nöfn því þetta er mál sem er stærra en einn maður, hópur eða atburður. Þegar við tökum ákvörðun fyrir hagsmuni fárra fram yfir heildarinnar þá rjúfum við okkar samstöðu. Hvað gerir þig stoltann af að vera íslendingur? Myndir þú berjast fyrir Ísland? Svari hver fyrir sig.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun