Sólveig Anna, Mogginn og SALEK Birgir Dýrfjörð skrifar 5. mars 2022 07:00 Í Morgunblaðinu 21.2. sl. var grein um nýkjörinn formann Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, og stöðu hennar í félaginu eftir hatröm átök og yfirburða sigur hennar í kosningum. Greinin var í Staksteinum, sem eru einkadálkur háttsettra í ritstjórn blaðsins, og ætlaðir til að hafa áhrif á viðhorf lesenda til viðkomandi mála. Mér fannst greinin vera rætin og ómerkileg. Erindi Moggans var augljóslega að gera lítið úr sigri Sólveigar Önnu í stjórnarkjöri Eflingar, og draga þannig úr afli hennar sem formanns, og þar með styrk Eflingar í komandi samningum. Í formannskjörinu hlaut Sólveig Anna 54% greiddra arkvæða. Þó sóttu að henni tvö lið. Annað liðið hafði þá forgjöf, að hafa stuðning stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Við eðlilegar aðstæður hefði sú forgjöf gefið öruggan sigur,- það var þó öðru nær. Hitt liðið var eins og ráðvillt sál milli tveggja heima. Virtist ekkert vita hvar hún var eða til hvers. Bæði liðin buðu enga kosti utan þann eina, að þau væru ekki Sólveig Anna! Til að sanna þá kosti að vera ekki Sólveig Anna, þá dreifði þetta fólk andstyggilegu persónuníði, sem það fór með eins og munkar að síþylja möntru: Hún er galin; Hún æpir á fólk; Hún er haldin ofsóknarbrjálæði; Hún er illgjörn; Hún er heimsk; Hún er grimmlynd og hefnigjörn; Hún er kolklikkuð og geðveik; Hún er á móti SALEK og því hættuleg fyrir þjóðarhag; SALEK samkomulagið er m.a. sú kenning, að til að geta bætt hag þeirra, sem lökustu kjörin hafa, þá þurfi fyrst að stækka þjóðarkökuna. Og þá spyr láglaunafólkið: Við, sem höfum enga peninga og lifum á núðlum og vatni síðustu daga hvers mánaðar, og hímum fyrir allra augum í auðmýkjandi biðröðum, að sníkja börnum okkar mat þann daginn. Við, sem lifum alla daga í öryggisleysi, og kvíða um óvænt útgjöld, sem við ráðum ekki við. Við, sem náum ekki svefni né hvíld um nætur af ótta og kvíða um afkomu okkar og barna okkar. Hvað varðar okkur um SALEK og stækkun þjóðarkökunnar? Og svarið er. Við höfum ekkert úthald að bíða þess að þjóðarkakan verði stækkuð í hægagangi. Það sem okkur varðar mest um nú er, að þjóðarkakan, sem við eigum í dag, og við höfum skapað. Okkur varðar að henni verði réttlátar skift. Okkur varðar mestu að leiðrétta þá misskiftingu lífsgæða, sem nú viðgengst, og það svívirðilega ranglæti og þá niðurlægingu sem henni fylgir. Við vitum vel, að réttlát leiðrétting næst ekki nægjanlega fljótt með samningum við vinnuveitendur. Því verður að tala ríkisvaldið til skilnings á þeirri skyldu, að því beri að leiðrétta rangláta skiftingu þjóðarkökunnar. T.d. með vaxtabótum, húsaleigubótum, fjölskyldubótum o.fl. Þá fyrst getum við vænst þess að ná þeim friði , sem þarf til að stækka þjóðarkökuna. Láglaunafólk verður síðan sjálft að brjóta þá hlekki, sem það ber. Það gera ekki aðrir. Við vitum, að aflið til brjóta þá hlekki býr í skipulögðum samtakamætti láglaunafólks. Við vitum líka vel, að samtakamátturinn í Eflingu skilaði okkur „Lífskjarasamningunum“, sem voru umtalsverð kjarabót. Þeim samtakamætti var þá stjórnað af konu, sem kölluð hefur verið „kolklikkuð kelling“ í Eflingu. Kannski þarf verkalýðshreyfingin fleiri „kolklikkaðar kellingar“. Að lokum Að greiða gjaldkera, sem telur peninga himinhá laun, og greiða svo þeim sem gæta barna okkar, skít og skömm í bollabroti. Er það ekki kolklikkað verðmætamat? Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 21.2. sl. var grein um nýkjörinn formann Eflingar, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, og stöðu hennar í félaginu eftir hatröm átök og yfirburða sigur hennar í kosningum. Greinin var í Staksteinum, sem eru einkadálkur háttsettra í ritstjórn blaðsins, og ætlaðir til að hafa áhrif á viðhorf lesenda til viðkomandi mála. Mér fannst greinin vera rætin og ómerkileg. Erindi Moggans var augljóslega að gera lítið úr sigri Sólveigar Önnu í stjórnarkjöri Eflingar, og draga þannig úr afli hennar sem formanns, og þar með styrk Eflingar í komandi samningum. Í formannskjörinu hlaut Sólveig Anna 54% greiddra arkvæða. Þó sóttu að henni tvö lið. Annað liðið hafði þá forgjöf, að hafa stuðning stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Við eðlilegar aðstæður hefði sú forgjöf gefið öruggan sigur,- það var þó öðru nær. Hitt liðið var eins og ráðvillt sál milli tveggja heima. Virtist ekkert vita hvar hún var eða til hvers. Bæði liðin buðu enga kosti utan þann eina, að þau væru ekki Sólveig Anna! Til að sanna þá kosti að vera ekki Sólveig Anna, þá dreifði þetta fólk andstyggilegu persónuníði, sem það fór með eins og munkar að síþylja möntru: Hún er galin; Hún æpir á fólk; Hún er haldin ofsóknarbrjálæði; Hún er illgjörn; Hún er heimsk; Hún er grimmlynd og hefnigjörn; Hún er kolklikkuð og geðveik; Hún er á móti SALEK og því hættuleg fyrir þjóðarhag; SALEK samkomulagið er m.a. sú kenning, að til að geta bætt hag þeirra, sem lökustu kjörin hafa, þá þurfi fyrst að stækka þjóðarkökuna. Og þá spyr láglaunafólkið: Við, sem höfum enga peninga og lifum á núðlum og vatni síðustu daga hvers mánaðar, og hímum fyrir allra augum í auðmýkjandi biðröðum, að sníkja börnum okkar mat þann daginn. Við, sem lifum alla daga í öryggisleysi, og kvíða um óvænt útgjöld, sem við ráðum ekki við. Við, sem náum ekki svefni né hvíld um nætur af ótta og kvíða um afkomu okkar og barna okkar. Hvað varðar okkur um SALEK og stækkun þjóðarkökunnar? Og svarið er. Við höfum ekkert úthald að bíða þess að þjóðarkakan verði stækkuð í hægagangi. Það sem okkur varðar mest um nú er, að þjóðarkakan, sem við eigum í dag, og við höfum skapað. Okkur varðar að henni verði réttlátar skift. Okkur varðar mestu að leiðrétta þá misskiftingu lífsgæða, sem nú viðgengst, og það svívirðilega ranglæti og þá niðurlægingu sem henni fylgir. Við vitum vel, að réttlát leiðrétting næst ekki nægjanlega fljótt með samningum við vinnuveitendur. Því verður að tala ríkisvaldið til skilnings á þeirri skyldu, að því beri að leiðrétta rangláta skiftingu þjóðarkökunnar. T.d. með vaxtabótum, húsaleigubótum, fjölskyldubótum o.fl. Þá fyrst getum við vænst þess að ná þeim friði , sem þarf til að stækka þjóðarkökuna. Láglaunafólk verður síðan sjálft að brjóta þá hlekki, sem það ber. Það gera ekki aðrir. Við vitum, að aflið til brjóta þá hlekki býr í skipulögðum samtakamætti láglaunafólks. Við vitum líka vel, að samtakamátturinn í Eflingu skilaði okkur „Lífskjarasamningunum“, sem voru umtalsverð kjarabót. Þeim samtakamætti var þá stjórnað af konu, sem kölluð hefur verið „kolklikkuð kelling“ í Eflingu. Kannski þarf verkalýðshreyfingin fleiri „kolklikkaðar kellingar“. Að lokum Að greiða gjaldkera, sem telur peninga himinhá laun, og greiða svo þeim sem gæta barna okkar, skít og skömm í bollabroti. Er það ekki kolklikkað verðmætamat? Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar