Stöðnun er ekki í boði Þórdís Sigurðardóttir skrifar 1. mars 2022 15:01 Áskoranir heimsins verða ekki leystar nema framsæknar borgir taki frumkvæðið og setji grænar lausnir og vellíðan íbúa í forgrunn. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og þor til að breyta venjum okkar. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju, geta reynt á í byrjun. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Á næstu árum getum við byggt upp borg sem er leiðandi í grænum störfum, skipulagt skólastarfið upp á nýtt með þarfir barna í fyrirrúmi, byggt upp sveiganlegra samfélag með fjölbreyttari valmöguleikum. Þetta er ekki útópísk framtíðarsýn heldur aðgerðir sem við verðum að fara í ef við ætlum að tryggja yngra fólki framtíð því stöðnun og afstöðuleysi þegar kemur að loftslagsmálum og áskorunum framtíðarinnar mun aðeins leiða til hnignunar. Undanfarin tvö ár hafa einkennst af covid. Ég mun svo sannarlega ekki sakna margs sem einkenndi þetta tímabil en kann líka að meta allan þann lærdóm sem þetta skeið færði okkur. Síðustu tvö ár kenndu okkur nefnilega talsvert um sveigjanleika og útsjónarsemi. Við þurftum að gera hlutina með nýjum hætti til að tryggja almannahagsmuni og skyndilega varð svo margt sem við töldum erfitt sjálfsagt. Við lærðum öll á fjarfundarkerfi á þessum tíma og vitum að það þarf ekki alltaf að mæta við fundarborð með kleinum til að taka stórar ákvarðanir. Við fólum skólastjórnendum, kennurum og starfsfólki skólanna meiri ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum en hefur tíðkast og treystum á að lausnir samfélagsins kæmu til vegna útsjónarsemi þeirra og frumkvæðis en ekki frá miðstýrðri stofnun. Við áttuðum okkur líka á því hversu einhæft lífið getur verið þegar aðgangur okkar að fjölbreyttu og spennandi menningar- og skemmtanalífi er takmarkaður. Og við áttuðum okkur á því hvað mannleg samskipti og nánd eru okkur mikilvæg. Heimsfaraldur varpaði þannig ljósi á mikilvægi fjölbreyttra lausna, sveigjanleika og nýrra nálganna. Nú þegar við erum að stíga aftur okkar fyrstu skref í heimi án samkomutakmarkanna er mikilvægt að við nýtum þennan lærdóm til að huga að verkefnum sem hafa mætt afgangi á þessum tíma og fólki sem ástandið hefur bitnað harðast á. Við þurfum að sjá til þess að það geti eignast eða leigt öruggt húsnæði, við þurfum að styðja við atvinnulífið, skapa mannvænni borg sem gerir eldra fólki auðveldara að vera virkir þátttakendur í og skapa ný tækifæri fyrir það í takt við þarfir samfélagsins. Við þurfum nýjar tæknilausnir og fjölbreyttari nálganir. Við þurfum að ráðast í breytingar og hafa þor til að takast á við áskoranir samtímans. Stöðnun er ekki í boði. Ég hef reynslu af því að leiða framsækin umbreytingarverkefni með góðum árangri og vil leggja mitt af mörkum í þágu borgarbúa. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Áskoranir heimsins verða ekki leystar nema framsæknar borgir taki frumkvæðið og setji grænar lausnir og vellíðan íbúa í forgrunn. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og þor til að breyta venjum okkar. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju, geta reynt á í byrjun. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Á næstu árum getum við byggt upp borg sem er leiðandi í grænum störfum, skipulagt skólastarfið upp á nýtt með þarfir barna í fyrirrúmi, byggt upp sveiganlegra samfélag með fjölbreyttari valmöguleikum. Þetta er ekki útópísk framtíðarsýn heldur aðgerðir sem við verðum að fara í ef við ætlum að tryggja yngra fólki framtíð því stöðnun og afstöðuleysi þegar kemur að loftslagsmálum og áskorunum framtíðarinnar mun aðeins leiða til hnignunar. Undanfarin tvö ár hafa einkennst af covid. Ég mun svo sannarlega ekki sakna margs sem einkenndi þetta tímabil en kann líka að meta allan þann lærdóm sem þetta skeið færði okkur. Síðustu tvö ár kenndu okkur nefnilega talsvert um sveigjanleika og útsjónarsemi. Við þurftum að gera hlutina með nýjum hætti til að tryggja almannahagsmuni og skyndilega varð svo margt sem við töldum erfitt sjálfsagt. Við lærðum öll á fjarfundarkerfi á þessum tíma og vitum að það þarf ekki alltaf að mæta við fundarborð með kleinum til að taka stórar ákvarðanir. Við fólum skólastjórnendum, kennurum og starfsfólki skólanna meiri ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum en hefur tíðkast og treystum á að lausnir samfélagsins kæmu til vegna útsjónarsemi þeirra og frumkvæðis en ekki frá miðstýrðri stofnun. Við áttuðum okkur líka á því hversu einhæft lífið getur verið þegar aðgangur okkar að fjölbreyttu og spennandi menningar- og skemmtanalífi er takmarkaður. Og við áttuðum okkur á því hvað mannleg samskipti og nánd eru okkur mikilvæg. Heimsfaraldur varpaði þannig ljósi á mikilvægi fjölbreyttra lausna, sveigjanleika og nýrra nálganna. Nú þegar við erum að stíga aftur okkar fyrstu skref í heimi án samkomutakmarkanna er mikilvægt að við nýtum þennan lærdóm til að huga að verkefnum sem hafa mætt afgangi á þessum tíma og fólki sem ástandið hefur bitnað harðast á. Við þurfum að sjá til þess að það geti eignast eða leigt öruggt húsnæði, við þurfum að styðja við atvinnulífið, skapa mannvænni borg sem gerir eldra fólki auðveldara að vera virkir þátttakendur í og skapa ný tækifæri fyrir það í takt við þarfir samfélagsins. Við þurfum nýjar tæknilausnir og fjölbreyttari nálganir. Við þurfum að ráðast í breytingar og hafa þor til að takast á við áskoranir samtímans. Stöðnun er ekki í boði. Ég hef reynslu af því að leiða framsækin umbreytingarverkefni með góðum árangri og vil leggja mitt af mörkum í þágu borgarbúa. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars .
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun