Aðgát skal höfð Arnar Þór Jónsson skrifar 27. febrúar 2022 08:01 Eftirfarandi línur eru settar á blað til að hvetja lesendur til aðgátar. Það sem átti að vera nokkurra vikna átak til „að fletja kúrfuna“ varð að tveggja ára haftatíma. Þegar við nú loks drögum andann léttar blasir við nýr veruleiki. Heildarmat á því sem hér hefur gerst bendir til að vatnaskil hafi orðið í samskiptum ríkisvalds við borgarana. Borgaralegt frelsi stendur veikari fótum en áður. Mannréttindi sem við töldum tryggð hafa orðið fyrir alvarlegum skerðingum. Samband okkar við stjórnvöld hefur breyst: Grafið hefur verið undan trúnaði þar á milli. Stjórnvöld hafa í athöfnum sínum sýnt að þau vantreysta borgurunum til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Frammi fyrir öllu þessu er ekki óeðlilegt þótt margir spyrji hvort borgararnir eigi í því ljósi að treysta stjórnvöldum. Hvernig væri að einhver talnaglöggur maður tæki að sér að reikna hvað hefði sparast ef helmingi ríkisstyrkja sl. tveggja ára hefði verið varið beint til LSH í þeim tilgangi að gera sjúkrahúsunum kleift að takast á við kórónaveiruna, án mismununarstefnu, án samfélagslegra lokana, grímuskyldu o.fl.? Hvernig væri að einhver háskólamaður gerði úttekt á því hvernig þrengt var að tjáningarfrelsinu, þ.m.t. svigrúmi til að lýsa málefnalegum efasemdum, sl. 2 ár? Fram hefur komið að stjórnvöld á Vesturlöndum, þar á meðal í Bretlandi, hafa stundað sálfræðihernað gegn almenningi í því skyni að ala á ótta. Í Kanada voru sett neyðarlög til að kveða niður mótmæli. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur ráðist gegn mótmælendum með því að skrumskæla þá og ala á andúð í stað þess að sameina þjóð sína. Trudeau, sem bauð sig fram undir merkjum frjálslyndis, hefur í framkvæmd sýnt einræðistilburði og sigað lögreglu á almenna borgara. Blaðamenn hafa þar ekki verið undanskildir. Íslensk stjórnvöld hafa ekki gagnrýnt þessar aðfarir. Hættulegt fordæmi hefur verið skapað. Gengið hefur verið svo langt í Kanada að frysta bankareikninga þeirra sem mótmælt hafa aðgerðum stjórnvalda. Hið sama hefur gilt um þá sem styrktu mótmælendur með fjárframlögum. Vesturlandabúar standa við vatnaskil: Stjórnvaldsaðgerðir sem aðeins áttu að beinast að afmörkuðum verndarhagsmunum hafa í reynd miklu lengra og mögulega verið forsmekkur að því sem koma skal. Frelsið sem við höfðum áður tekið sem gefnu hefur á þessum tveimur árum verið saxað niður, sneið fyrir sneið. „Frjálslyndið“ sem Vesturlönd hafa státað sig af hefur í framkvæmd umsnúist í átt til þröngsýni og hleypidóma þar sem skoðanafrávik eru stimpluð sem merki um mannvonsku. Ef almenningur vaknar ekki til aðgæslu gætu afléttingarnar nú orðið skammvinnar. Undir yfirborðinu vinna alþjóðastofnanir og embættismenn að auknum möguleikum á því að svipta lýðræðislega kjörna fulltrúa völdum í nafni aðsteðjandi hættu, sbr. m.a. nýtt frumvarp til sóttvarnalaga. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) undirbýr sáttmála sem virðist vera ætlað að yfirtrompa stjórnarskrár á farsóttartímum. Á mannamáli þýðir þetta að almenningur er í sífellt meira mæli sviptur völdum. Valdið færist sífellt fjær og verður stöðugt ólýðræðislegra. Samkvæmt Democracy Index búa aðeins 6,4% jarðarbúa við raunverulegt lýðræði og hefur það hlutfall farið lækkandi sl. ár. Ef ofan á þetta bætist að verði aðgangur manna að peningum skilyrtur, t.d. eftir því hversu hlýðnir menn eru, þá verður til óheilbrigt „velvildarkerfi“ (e. social credit system) að kínverskri fyrirmynd. Vísir að slíku kerfi er þegar sjáanlegur: Embættismenn hafa gerst gagnrýnislausir málsvarar valdbeitingar ríkisins. Á bak við tjöldin vegast á hugmyndafræðileg viðhorf innan lykilstofnana vestrænna ríkja, þ.m.t. Íslands. Í framkvæmd birtist þetta í kröfu um að menn bergmáli „réttar“ skoðanir og fái að launum framgang innan stjórnkerfisins. Mögulega er þetta eina leiðin til að skilja óhugnanlegar fréttamyndir þar sem þungvopnað lögreglulið ræðst gegn almenningi; þar sem embættisvaldið víkur þingræðinu til hliðar; þar sem fjölmiðlar víkjast undan sannleiksleit og gerast áróðurvélar; þar sem læknar bregðast læknaeiðnum; og þar sem ríkisstofnanir bregðast eftirlits- og aðhaldshlutverki sínu. Lágpunkti er náð þegar heiðvirt fólk samþykkir að spila eftir þessum óskráðu leikreglum, sýnir undirgefni og segir ekki annað en það sem ætlast er til að sagt verði. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Arnar Þór Jónsson Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Eftirfarandi línur eru settar á blað til að hvetja lesendur til aðgátar. Það sem átti að vera nokkurra vikna átak til „að fletja kúrfuna“ varð að tveggja ára haftatíma. Þegar við nú loks drögum andann léttar blasir við nýr veruleiki. Heildarmat á því sem hér hefur gerst bendir til að vatnaskil hafi orðið í samskiptum ríkisvalds við borgarana. Borgaralegt frelsi stendur veikari fótum en áður. Mannréttindi sem við töldum tryggð hafa orðið fyrir alvarlegum skerðingum. Samband okkar við stjórnvöld hefur breyst: Grafið hefur verið undan trúnaði þar á milli. Stjórnvöld hafa í athöfnum sínum sýnt að þau vantreysta borgurunum til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Frammi fyrir öllu þessu er ekki óeðlilegt þótt margir spyrji hvort borgararnir eigi í því ljósi að treysta stjórnvöldum. Hvernig væri að einhver talnaglöggur maður tæki að sér að reikna hvað hefði sparast ef helmingi ríkisstyrkja sl. tveggja ára hefði verið varið beint til LSH í þeim tilgangi að gera sjúkrahúsunum kleift að takast á við kórónaveiruna, án mismununarstefnu, án samfélagslegra lokana, grímuskyldu o.fl.? Hvernig væri að einhver háskólamaður gerði úttekt á því hvernig þrengt var að tjáningarfrelsinu, þ.m.t. svigrúmi til að lýsa málefnalegum efasemdum, sl. 2 ár? Fram hefur komið að stjórnvöld á Vesturlöndum, þar á meðal í Bretlandi, hafa stundað sálfræðihernað gegn almenningi í því skyni að ala á ótta. Í Kanada voru sett neyðarlög til að kveða niður mótmæli. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur ráðist gegn mótmælendum með því að skrumskæla þá og ala á andúð í stað þess að sameina þjóð sína. Trudeau, sem bauð sig fram undir merkjum frjálslyndis, hefur í framkvæmd sýnt einræðistilburði og sigað lögreglu á almenna borgara. Blaðamenn hafa þar ekki verið undanskildir. Íslensk stjórnvöld hafa ekki gagnrýnt þessar aðfarir. Hættulegt fordæmi hefur verið skapað. Gengið hefur verið svo langt í Kanada að frysta bankareikninga þeirra sem mótmælt hafa aðgerðum stjórnvalda. Hið sama hefur gilt um þá sem styrktu mótmælendur með fjárframlögum. Vesturlandabúar standa við vatnaskil: Stjórnvaldsaðgerðir sem aðeins áttu að beinast að afmörkuðum verndarhagsmunum hafa í reynd miklu lengra og mögulega verið forsmekkur að því sem koma skal. Frelsið sem við höfðum áður tekið sem gefnu hefur á þessum tveimur árum verið saxað niður, sneið fyrir sneið. „Frjálslyndið“ sem Vesturlönd hafa státað sig af hefur í framkvæmd umsnúist í átt til þröngsýni og hleypidóma þar sem skoðanafrávik eru stimpluð sem merki um mannvonsku. Ef almenningur vaknar ekki til aðgæslu gætu afléttingarnar nú orðið skammvinnar. Undir yfirborðinu vinna alþjóðastofnanir og embættismenn að auknum möguleikum á því að svipta lýðræðislega kjörna fulltrúa völdum í nafni aðsteðjandi hættu, sbr. m.a. nýtt frumvarp til sóttvarnalaga. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) undirbýr sáttmála sem virðist vera ætlað að yfirtrompa stjórnarskrár á farsóttartímum. Á mannamáli þýðir þetta að almenningur er í sífellt meira mæli sviptur völdum. Valdið færist sífellt fjær og verður stöðugt ólýðræðislegra. Samkvæmt Democracy Index búa aðeins 6,4% jarðarbúa við raunverulegt lýðræði og hefur það hlutfall farið lækkandi sl. ár. Ef ofan á þetta bætist að verði aðgangur manna að peningum skilyrtur, t.d. eftir því hversu hlýðnir menn eru, þá verður til óheilbrigt „velvildarkerfi“ (e. social credit system) að kínverskri fyrirmynd. Vísir að slíku kerfi er þegar sjáanlegur: Embættismenn hafa gerst gagnrýnislausir málsvarar valdbeitingar ríkisins. Á bak við tjöldin vegast á hugmyndafræðileg viðhorf innan lykilstofnana vestrænna ríkja, þ.m.t. Íslands. Í framkvæmd birtist þetta í kröfu um að menn bergmáli „réttar“ skoðanir og fái að launum framgang innan stjórnkerfisins. Mögulega er þetta eina leiðin til að skilja óhugnanlegar fréttamyndir þar sem þungvopnað lögreglulið ræðst gegn almenningi; þar sem embættisvaldið víkur þingræðinu til hliðar; þar sem fjölmiðlar víkjast undan sannleiksleit og gerast áróðurvélar; þar sem læknar bregðast læknaeiðnum; og þar sem ríkisstofnanir bregðast eftirlits- og aðhaldshlutverki sínu. Lágpunkti er náð þegar heiðvirt fólk samþykkir að spila eftir þessum óskráðu leikreglum, sýnir undirgefni og segir ekki annað en það sem ætlast er til að sagt verði. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar