Körfubolti

Valskonur blanda sér í toppbaráttuna

Atli Arason skrifar
Ameryst Alston var með 34 framlagspunkta í kvöld.
Ameryst Alston var með 34 framlagspunkta í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Valur vann afar sannfærandi 14 stiga sigur á Fjölni á Hlíðarenda í kvöld, 87-73.

Sigur Vals var aldrei í hættu þar sem heimakonur leiddu leikinn frá fyrstu körfu til þeirrar síðustu. Sigur Vals opnar baráttuna um deildarmeistara titilinn en nú eru bæði Fjölnir og Valur með 24 stig í öðru og þriðja sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Njarðvík.

Ameryst Alston var stiga- og stoðsendingahæst í leiknum með 27 stig og 10 stoðsendingar. Ásta Júlía tók flest fráköst allra, alls 14 fráköst.

Hjá Fjölni var Aliyah Mazcyk stiga- og frákastahæst með 23 stig og 12 fráköst. Sanja Orozovic gaf flestar stoðsendingar eða 7 stoðsendingar.

Bæði lið leika næst á sunnudaginn, Valur tekur á móti Grindvíkingum á Hlíðarenda á meðan Fjölnir fer heimsókn í Smárann til Breiðabliks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×