Haukur Helgi: Við erum með hörkulið núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 11:00 Haukur Helgi Pálsson er kominn af stað á ný og verður með íslenska landsliðinu í þessu verkefni. Stöð2 Sport Haukur Helgi Pálsson leikur vonandi sinn fyrsta landsleik í 1099 daga þegar Ísland spilar við Ítali á Ásvöllum. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta endurheimtir lykilmann þegar Ítalir koma í heimasókn á Ásvelli annað kvöld. Haukur Helgi Pálsson er búinn að ná sér af meiðslunum sem héldu honum frá keppni í meira en hálft ár. Haukur Helgi er nú kominn á fullt með Njarðvíkingum og mun spila sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2019 eða í meira en þrjú ár. Guðjón Guðmundsson hitti Hauk Helga á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. Klippa: Gaupi ræddi við Hauk Helga „Það er alltaf gaman að vera í landsliðinu, geta gefið kost á sér og fá að hitta strákana og svona. Ég er því mjög hress,“ sagði Haukur Helgi Pálsson við Gaupa. Íslenska liðið er nálægt því að stilla upp sínu sterkasta liði í fyrsta skiptið í langan tíma. „Já algjörlega. Ég er bara hjartanlega sammála þér þar. Við erum allir vel stemmdir hérna líka og lítum ágætlega út á æfingum. Við förum inn í þetta og ætlum að taka það sem gefst. Ég myndi segja að við erum með hörkulið núna,“ sagði Haukur Helgi. Mótherjarnir eru Ítalir og verkefnið er því af stærri gerðinni. „Þótt að þessar aðalsleggjur þeirra séu ekki með þá eru þeir með það mikið af úrvali og flottum leikmönnum sem geta spilað. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Haukur en hvað þurfa íslensku strákarnir að varast á móti liði eins og Ítalíu? „Við verðum kannski í smá basli með stærðina eins og við höfum alltaf verið. Við vinnum það upp á krafti og samheldni. Ég held að það verði bara baráttan,“ sagði Haukur en hver er staðan á Hauki sjálfum. Er hann kominn í það stand sem hann vill vera? „Nei ég get ekki sagt það en ég er allur að koma til. Ég verð betri og betri með hverri viku og ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa,“ sagði Haukur. „Ég held að hausinn sé kominn en skrokkurinn vill ekki alltaf fylgja hausnum akkúrat núna en mér líður ágætlega,“ sagði Haukur. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta endurheimtir lykilmann þegar Ítalir koma í heimasókn á Ásvelli annað kvöld. Haukur Helgi Pálsson er búinn að ná sér af meiðslunum sem héldu honum frá keppni í meira en hálft ár. Haukur Helgi er nú kominn á fullt með Njarðvíkingum og mun spila sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2019 eða í meira en þrjú ár. Guðjón Guðmundsson hitti Hauk Helga á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. Klippa: Gaupi ræddi við Hauk Helga „Það er alltaf gaman að vera í landsliðinu, geta gefið kost á sér og fá að hitta strákana og svona. Ég er því mjög hress,“ sagði Haukur Helgi Pálsson við Gaupa. Íslenska liðið er nálægt því að stilla upp sínu sterkasta liði í fyrsta skiptið í langan tíma. „Já algjörlega. Ég er bara hjartanlega sammála þér þar. Við erum allir vel stemmdir hérna líka og lítum ágætlega út á æfingum. Við förum inn í þetta og ætlum að taka það sem gefst. Ég myndi segja að við erum með hörkulið núna,“ sagði Haukur Helgi. Mótherjarnir eru Ítalir og verkefnið er því af stærri gerðinni. „Þótt að þessar aðalsleggjur þeirra séu ekki með þá eru þeir með það mikið af úrvali og flottum leikmönnum sem geta spilað. Þetta verður mjög erfitt,“ sagði Haukur en hvað þurfa íslensku strákarnir að varast á móti liði eins og Ítalíu? „Við verðum kannski í smá basli með stærðina eins og við höfum alltaf verið. Við vinnum það upp á krafti og samheldni. Ég held að það verði bara baráttan,“ sagði Haukur en hver er staðan á Hauki sjálfum. Er hann kominn í það stand sem hann vill vera? „Nei ég get ekki sagt það en ég er allur að koma til. Ég verð betri og betri með hverri viku og ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa,“ sagði Haukur. „Ég held að hausinn sé kominn en skrokkurinn vill ekki alltaf fylgja hausnum akkúrat núna en mér líður ágætlega,“ sagði Haukur.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira