Áróðurinn dynur á opinberum starfsmönnum Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:00 Það er svo sem ekki óvenjulegt að talsmenn fyrirtækja á frjálsum markaði barmi sér yfir því að þurfa að standa í samkeppni, enda eflaust þægilegra að sleppa við þesskonar vesen. Nú ber hins vegar svo við að einn forsvarsmanna samtaka atvinnurekenda kvartar yfir því að fyrirtækin geti ekki keppt við hið opinbera um hæft starfsfólk. Það hefði vissulega verið áhugavert að sjá einhver dæmi um þau fyrirtæki sem eiga í þessum hræðilegu erfiðleikum. Þar sem þau dæmi vantar verðum við hin að giska á hvort þar er um að ræða eitthvað af þeim fyrirtækjum sem hafa efni á að borga forstjórum sínum árslaun verkafólks á í laun á mánuði, nú eða fyrirtæki sem vilja taka upp bónusa fyrir svokallað lykilstarfsfólk. Það kemur kannski einhverjum á óvart að lykilstarfsfólkið er ekki fólkið á gólfinu sem býr til verðmætin, en það er önnur saga. Í þessum nýjustu umkvörtunum er vitnað í bráðabirgðatölur Hagstofunnar um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna á síðasta ári. Á árinu 2021, sem við vitum öll að einkenndist öðru fremur af heimsfaraldri kórónuveirunnar, fækkaði starfsfólki á almenna markaðnum á sama tíma og starfsfólki í opinbera geiranum fjölgaði. Það er eiginlega varla fréttnæmt að tína það til, enda augljóst að faraldurinn hefur farið illa með ákveðnar atvinnugreinar á meðan aukin þörf hefur verið fyrir starfsfólk hjá ýmsum stofnunum ríkis og sveitarfélaga til að bregðast við faraldrinum, sem bætist við aukna þjónustuþörf vegna fjölgunar landsmanna og hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra. Þá sköpuðu ríki og sveitarfélög tímabundin störf til að bregðast við mesta atvinnuleysinu. Nú ber hins vegar svo við að talsmaður atvinnurekenda segir erfitt að ná starfsfólki til baka. Svona í ljósi góðra launa og annarra kjara hjá hinu opinbera. Þrátt fyrir að sæmilega skynsamt fólk sem rýnir í tölurnar átti sig á því að þær sýni allt aðra mynd. Það er sama hvar borið er niður. Við getum skoðað meðaltal grunnlauna eða reglulegra heildarlauna hjá hópum innan BSRB, ASÍ eða BHM. Staðan er alltaf sú sama. Launin eru hæst á almenna markaðinum. Það er eiginlega hlægilegt að þurfa að deila um það. Blöskrar stanslaus áróður Okkur sem störfum fyrir starfsfólkið sem hefur staðið í framlínunni í heimsfaraldrinum er satt að segja farið að blöskra þessi stanslausi áróður sem talsmenn samtaka atvinnurekenda láta dynja á opinberum starfsmönnum. Áróður sem dynur daginn út og daginn inn á starfsfólki sem helgar störf sín þjónustu við fólkið í landinu. Þetta starfsfólk veitir okkur hinum grunnþjónustu, ber uppi velferðarkerfið og gætir almannaöryggis. Það er með öllu óskiljanlegt að þeir sem tjá sig opinberlega fyrir hönd atvinnurekenda í þessu landi ekki bara líti framhjá framlagi opinberra starfsmanna í heimsfaraldrinum heldur finni sér ítrekað tækifæri til að níða skóinn af þessu fólki með því að gefa í skyn að það sé ofhaldið í launum og jafnvel að fækka mætti hressilega í þeirra hópi. Staðreyndin er sú að starfsfólk ríkis og sveitarfélaga vinnur oft á tíðum erfið störf fyrir lægri laun en starfsfólk á almenna markaðinum. Atvinnurekendur og talsmenn þeirra ættu að gera sér far um að þakka þessu fólki fyrir að halda atvinnulífinu gangandi með sínum störfum í stað þess að standa í áróðursherferð gegn þeim. Höfundur er 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er svo sem ekki óvenjulegt að talsmenn fyrirtækja á frjálsum markaði barmi sér yfir því að þurfa að standa í samkeppni, enda eflaust þægilegra að sleppa við þesskonar vesen. Nú ber hins vegar svo við að einn forsvarsmanna samtaka atvinnurekenda kvartar yfir því að fyrirtækin geti ekki keppt við hið opinbera um hæft starfsfólk. Það hefði vissulega verið áhugavert að sjá einhver dæmi um þau fyrirtæki sem eiga í þessum hræðilegu erfiðleikum. Þar sem þau dæmi vantar verðum við hin að giska á hvort þar er um að ræða eitthvað af þeim fyrirtækjum sem hafa efni á að borga forstjórum sínum árslaun verkafólks á í laun á mánuði, nú eða fyrirtæki sem vilja taka upp bónusa fyrir svokallað lykilstarfsfólk. Það kemur kannski einhverjum á óvart að lykilstarfsfólkið er ekki fólkið á gólfinu sem býr til verðmætin, en það er önnur saga. Í þessum nýjustu umkvörtunum er vitnað í bráðabirgðatölur Hagstofunnar um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna á síðasta ári. Á árinu 2021, sem við vitum öll að einkenndist öðru fremur af heimsfaraldri kórónuveirunnar, fækkaði starfsfólki á almenna markaðnum á sama tíma og starfsfólki í opinbera geiranum fjölgaði. Það er eiginlega varla fréttnæmt að tína það til, enda augljóst að faraldurinn hefur farið illa með ákveðnar atvinnugreinar á meðan aukin þörf hefur verið fyrir starfsfólk hjá ýmsum stofnunum ríkis og sveitarfélaga til að bregðast við faraldrinum, sem bætist við aukna þjónustuþörf vegna fjölgunar landsmanna og hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra. Þá sköpuðu ríki og sveitarfélög tímabundin störf til að bregðast við mesta atvinnuleysinu. Nú ber hins vegar svo við að talsmaður atvinnurekenda segir erfitt að ná starfsfólki til baka. Svona í ljósi góðra launa og annarra kjara hjá hinu opinbera. Þrátt fyrir að sæmilega skynsamt fólk sem rýnir í tölurnar átti sig á því að þær sýni allt aðra mynd. Það er sama hvar borið er niður. Við getum skoðað meðaltal grunnlauna eða reglulegra heildarlauna hjá hópum innan BSRB, ASÍ eða BHM. Staðan er alltaf sú sama. Launin eru hæst á almenna markaðinum. Það er eiginlega hlægilegt að þurfa að deila um það. Blöskrar stanslaus áróður Okkur sem störfum fyrir starfsfólkið sem hefur staðið í framlínunni í heimsfaraldrinum er satt að segja farið að blöskra þessi stanslausi áróður sem talsmenn samtaka atvinnurekenda láta dynja á opinberum starfsmönnum. Áróður sem dynur daginn út og daginn inn á starfsfólki sem helgar störf sín þjónustu við fólkið í landinu. Þetta starfsfólk veitir okkur hinum grunnþjónustu, ber uppi velferðarkerfið og gætir almannaöryggis. Það er með öllu óskiljanlegt að þeir sem tjá sig opinberlega fyrir hönd atvinnurekenda í þessu landi ekki bara líti framhjá framlagi opinberra starfsmanna í heimsfaraldrinum heldur finni sér ítrekað tækifæri til að níða skóinn af þessu fólki með því að gefa í skyn að það sé ofhaldið í launum og jafnvel að fækka mætti hressilega í þeirra hópi. Staðreyndin er sú að starfsfólk ríkis og sveitarfélaga vinnur oft á tíðum erfið störf fyrir lægri laun en starfsfólk á almenna markaðinum. Atvinnurekendur og talsmenn þeirra ættu að gera sér far um að þakka þessu fólki fyrir að halda atvinnulífinu gangandi með sínum störfum í stað þess að standa í áróðursherferð gegn þeim. Höfundur er 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar