Berglind: Hún skellti því í smettið á okkur og sagði bara takk kærlega Smári Jökull Jónsson skrifar 16. febrúar 2022 22:25 Það var hart barist á Ásvöllum í kvöld Vísir/Hulda Margrét Berglind Gunnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, stóð vaktina á hliðarlínunni í kvöld í fjarveru Ólafs Sigurðssonar þjálfara. Hún hafði lítið jákvætt að segja um frammistöðu Valsliðsins gegn Haukum. „Ég er nú jákvæð að eðlisfari og það er alltaf hægt að tína eitthvað til en það er kannski ekki mikið sem mér dettur í hug núna. Við skorum 71 stig sem er ekki alslsæmt,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hvað Valsliðið gæti tekið með sér jákvætt úr leiknum í kvöld. „Við fáum á okkur 97 stig sem er auðvitað alltof mikið. Þær voru með tæplega 50% þriggja stiga nýtingu í dag og hittu vel. Stigaskorið var frekar einhæft hjá okkur sem við viljum ekki að það sé. Við eigum eftir að skoða leikinn og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að taka út.“ Það vantaði leikmenn í Valsliðið í dag. Dagbjörg Dögg Karlsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir voru ekki með liðinu og ekki heldur Hildur Kjartansdóttir sem er að snúa til baka eftir erfið höfuðmeiðsli. „Auðvitað söknum við þeirra. Hildur er búin að vera að koma sterk inn, það er gott að hafa hana í hóp og á vellinum með reynsluna og allt sem hún kemur með. Það eru bara fimm inni á vellinum og við erum með mannskap til þess þannig að þetta er ekki nein afsökun.“ „Við eigum að geta gert mikið betur og mér fannst mikið andleysi yfir liðinu. Við lendum undir og svo einhvern veginn er erfitt að elta allan tímann. Við náum forskotinu niður í öðrum leikhluta en komum svo bara slappar inn í þriðja leikhluta. Það var einhver deyfð yfir okkur allan leikinn“ Í þriðja leikhlutanum gengu Haukar svo gott sem frá leiknum. Þær juku muninn upp í 23 stig og það var of mikið bil fyrir Valskonur að brúa. Keira Robinson skoraði 31 stig fyrir Hauka í fyrri hálfleik og lék sér að Valsvörninni. „Við vorum með ákveðið plan og ætluðum að fara undir á hindrunum á hana. Hún skellti því í smettið á okkur og sagði bara takk kærlega og setti niður fimm þrista í fyrri hálfleik. Við breyttum í hálfleik og spiluðum betri vörn á hana í seinni hálfleik.“ „Þær eru með frábæra skotmenn alls staðar og voru að setja niður stór skot í dag sem einhvern veginn drap okkur alltaf niður aftur. Þegar við spiluðum betri vörn á Keiru stigu aðrar upp. Heilt yfir var varnarleikurinn slakur og mikið andleysi. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og gera betur,“ sagði Berglind að lokum. Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 97-71 | Risasigur Hauka gegn Íslandsmeisturunum Haukar völtuðu yfir Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að 97-71 sigri Hauka sem nálgast Val í töflunni. 16. febrúar 2022 21:54 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
„Ég er nú jákvæð að eðlisfari og það er alltaf hægt að tína eitthvað til en það er kannski ekki mikið sem mér dettur í hug núna. Við skorum 71 stig sem er ekki alslsæmt,“ sagði Berglind þegar hún var spurð hvað Valsliðið gæti tekið með sér jákvætt úr leiknum í kvöld. „Við fáum á okkur 97 stig sem er auðvitað alltof mikið. Þær voru með tæplega 50% þriggja stiga nýtingu í dag og hittu vel. Stigaskorið var frekar einhæft hjá okkur sem við viljum ekki að það sé. Við eigum eftir að skoða leikinn og það er alltaf eitthvað jákvætt hægt að taka út.“ Það vantaði leikmenn í Valsliðið í dag. Dagbjörg Dögg Karlsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir voru ekki með liðinu og ekki heldur Hildur Kjartansdóttir sem er að snúa til baka eftir erfið höfuðmeiðsli. „Auðvitað söknum við þeirra. Hildur er búin að vera að koma sterk inn, það er gott að hafa hana í hóp og á vellinum með reynsluna og allt sem hún kemur með. Það eru bara fimm inni á vellinum og við erum með mannskap til þess þannig að þetta er ekki nein afsökun.“ „Við eigum að geta gert mikið betur og mér fannst mikið andleysi yfir liðinu. Við lendum undir og svo einhvern veginn er erfitt að elta allan tímann. Við náum forskotinu niður í öðrum leikhluta en komum svo bara slappar inn í þriðja leikhluta. Það var einhver deyfð yfir okkur allan leikinn“ Í þriðja leikhlutanum gengu Haukar svo gott sem frá leiknum. Þær juku muninn upp í 23 stig og það var of mikið bil fyrir Valskonur að brúa. Keira Robinson skoraði 31 stig fyrir Hauka í fyrri hálfleik og lék sér að Valsvörninni. „Við vorum með ákveðið plan og ætluðum að fara undir á hindrunum á hana. Hún skellti því í smettið á okkur og sagði bara takk kærlega og setti niður fimm þrista í fyrri hálfleik. Við breyttum í hálfleik og spiluðum betri vörn á hana í seinni hálfleik.“ „Þær eru með frábæra skotmenn alls staðar og voru að setja niður stór skot í dag sem einhvern veginn drap okkur alltaf niður aftur. Þegar við spiluðum betri vörn á Keiru stigu aðrar upp. Heilt yfir var varnarleikurinn slakur og mikið andleysi. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og gera betur,“ sagði Berglind að lokum.
Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Valur 97-71 | Risasigur Hauka gegn Íslandsmeisturunum Haukar völtuðu yfir Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að 97-71 sigri Hauka sem nálgast Val í töflunni. 16. febrúar 2022 21:54 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Valur 97-71 | Risasigur Hauka gegn Íslandsmeisturunum Haukar völtuðu yfir Val í Subway-deild kvenna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að 97-71 sigri Hauka sem nálgast Val í töflunni. 16. febrúar 2022 21:54