Ekkert Naut stangað svona síðan Jordan hætti Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2022 07:30 DeMar DeRozan var lykillinn að sigri Chicago Bulls á San Antonio Spurs. Getty/Melissa Tamez Chicago Bulls heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, með DeMar DeRozan fremstan í flokki. Liðið vann fjórða leik sinn í röð í nótt með 120-109 sigri gegn San Antonio Spurs. DeRozan skoraði 19 af 40 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhluta en Chicago var sex stigum undir áður en hann hófst, 89-83. Enginn hefur skorað fleiri stig í lokaleikhluta leikja í vetur en DeRozan sem gert hefur 431 slíkt. DeRozan hefur nú skorað að minnsta kosti 30 stig í síðustu sjö leikjum í röð fyrir Chicago og er sá eini sem hefur náð því fyrir Chicago frá því tímabilið 1996-97 þegar Michael Jordan náði því. 40 POINTS for @DeMar_DeRozan.4 straight wins for @chicagobulls. pic.twitter.com/zj9U5zwzYG— NBA (@NBA) February 15, 2022 Chicago var án Zach LaVine vegna verkja í vinstra hné, sem hann fór í aðgerð á, og hann missir einnig af leiknum við Sacramento Kings á morgun. Nikola Vucevic skoraði hins vegar 25 stig fyrir Chicago og tók 16 fráköst, og Coby White hitti úr fimm þriggja stiga skotum og endaði með 24 stig. Lonnie Walker IV skoraði 21 stig fyrir Spurs. Chicago er með jafnmarga sigra og Miami Heat, eða 37, á toppi austurdeildarinnar en hefur tapað 21 leik, einum leik meira en Miami. San Antonio er í 12. sæti vesturdeildarinnar en ekki langt frá umspilssæti fyrir úrslitakeppnina. Úrslitin í nótt: Washington 103-94 Detroit Brooklyn 109-85 Sacramento New York 123-127 (e. framl.) Oklahoma Chicago 120-109 San Antonio Milwaukee 107-122 Portland New Orleans 120-90 Toronto Denver 121-111 Orlando Utah 135-101 Houston LA Clippers 119-104 Golden State NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
DeRozan skoraði 19 af 40 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhluta en Chicago var sex stigum undir áður en hann hófst, 89-83. Enginn hefur skorað fleiri stig í lokaleikhluta leikja í vetur en DeRozan sem gert hefur 431 slíkt. DeRozan hefur nú skorað að minnsta kosti 30 stig í síðustu sjö leikjum í röð fyrir Chicago og er sá eini sem hefur náð því fyrir Chicago frá því tímabilið 1996-97 þegar Michael Jordan náði því. 40 POINTS for @DeMar_DeRozan.4 straight wins for @chicagobulls. pic.twitter.com/zj9U5zwzYG— NBA (@NBA) February 15, 2022 Chicago var án Zach LaVine vegna verkja í vinstra hné, sem hann fór í aðgerð á, og hann missir einnig af leiknum við Sacramento Kings á morgun. Nikola Vucevic skoraði hins vegar 25 stig fyrir Chicago og tók 16 fráköst, og Coby White hitti úr fimm þriggja stiga skotum og endaði með 24 stig. Lonnie Walker IV skoraði 21 stig fyrir Spurs. Chicago er með jafnmarga sigra og Miami Heat, eða 37, á toppi austurdeildarinnar en hefur tapað 21 leik, einum leik meira en Miami. San Antonio er í 12. sæti vesturdeildarinnar en ekki langt frá umspilssæti fyrir úrslitakeppnina. Úrslitin í nótt: Washington 103-94 Detroit Brooklyn 109-85 Sacramento New York 123-127 (e. framl.) Oklahoma Chicago 120-109 San Antonio Milwaukee 107-122 Portland New Orleans 120-90 Toronto Denver 121-111 Orlando Utah 135-101 Houston LA Clippers 119-104 Golden State NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Washington 103-94 Detroit Brooklyn 109-85 Sacramento New York 123-127 (e. framl.) Oklahoma Chicago 120-109 San Antonio Milwaukee 107-122 Portland New Orleans 120-90 Toronto Denver 121-111 Orlando Utah 135-101 Houston LA Clippers 119-104 Golden State
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira