Lýðræði ungmenna í borginni – breytt einkunnagjöf í íþróttum Ellen Calmon skrifar 9. febrúar 2022 11:31 Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar hefur nýlega litið dagsins ljós og tók ég þátt í þeirri vinnu. Innleiðing á stefnunni er rétt að hefjast en í henni er lögð áhersla á að meira samráð sé haft við borgarbúa um skipulag og uppbyggingu borgarinnar bæði hvað varðar þjónustu og umhverfi. Þar er einnig lögð áhersla á virkt lýðræði barna og ungmenna sem hafa verið mínar ær og kýr í borgarfulltrúastarfinu. Einn liður í því er að bjóða Reykjavíkurráði ungmenna á borgarstjórnarfund þar sem ungmennin bera upp tillögur sem fá hefðbundna afgreiðslu borgarstjórnar. Í gær var einmitt slíkur fundur og á þeim fundi bar Númi Hrafn Baldursson fulltrúi ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða upp tillögu sem fjallaði um breytt einkunnarkerfi í íþróttakennslu, þar sem einkunnagjöf yrði vinnueinkun í stað núverandi einkunnakerfis. Rökin sem lögð voru fram með tillögunni voru: „Með því að breyta einkunnagjöf í íþróttum yfir í vinnueinkunn er stuðlað að auknu jafnrétti í íþróttum fyrir mismunandi einstaklinga með ólíka getu. Þessar breytingar munu gagnast mörgum, til dæmis krökkum með astma, önnur veikindi eða fatlanir. Ávinningur af tillögunni væri að hjálpa krökkum að líða betur andlega og jafnvel líkamlega í íþróttum.“ Komst aldrei upp blessaðan kaðalinn Ég fagna þessari tillögu því hún veitir einnig þeim börnum og ungmennum rödd sem kannski eru eins og ég var sem barn. Ég upplifði mig aldrei góða í leikfimi, eins og það hét í gamla daga. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn, né gat ég hoppað nægilega hátt í hástökki. Ég var aldrei góð í íþróttum, sama hvað ég reyndi og einkunnirnar eftir því. En ég var auðvitað bara betri í einhverju öðru, svona eins og við erum flest. Búum yfir ólíkum styrkleikum. Mér þótti minna vænt um leikfimikennarana mína heldur en aðra kennara, svo ég taki pent til orða, því mér fannst þeir ósanngjarnir. Þeir hvöttu mig með misjákvæðum athugasemdum. Ég reyndi, ég mætti, en allt kom fyrir ekki. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn sem gerði líka það að verkum að mér fannst alls ekkert gaman í leikfimi. Svo var það ekki fyrr en Eyrún leikfimiskennari tók við. Kona sem virtist hafa skilning á því að sum okkar voru ekki jafn góð í þessu brölti og önnur – svo hún bauð mér að gera annars konar æfingar. Mætti mér með skilningi og mildi. Börnum sé sýnd mildi og skilningur En það er einmitt þannig sem við viljum að nemendum sé mætt í skólakerfinu með mildi og skilning en að því sögðu þá viljum auðvitað að börn verði áfram hvött til að gera betur og bæta sig í öllu námi. Í dag veita kennarar einnig gjarnan umsögn og endurgjöf sem hægt er að gefa reglulega í gegnum Mentor eða í samtölum við börn á skólatíma eða í foreldraviðtölum. Það er vissulega ein leið til að mæta þessari tillögu að einhverju leyti. Glöð hefði ég viljað geta samþykkt þessa tillögu og innleitt í Reykjavíkurborg en þar sem námsmat er ákvarðað í lögum þá er það ekki á valdi borgarstjórnar að innleiða nýtt námsmat. En þar sem tillagan lýsir svo sannarlega sjónarmiði barna og ungmenna á einkunnargjöf í þessari stöku grein sem eru íþróttir þá þykir mér sjálfsagt að við komum því á framfæri við skólasamfélagið. Ég lagði því til að henni yrði vísað til skóla- og frístundaráðs og þannig verði tryggt að skólasamfélagið verði upplýst um sjónarmið barnanna. Það er mikilvægt að hlusta á börnin. Höfundur er borgarfulltrúi og sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram núna um helgina 12.-13. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Íþróttir barna Mest lesið „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Lýðræðisstefna Reykjavíkurborgar hefur nýlega litið dagsins ljós og tók ég þátt í þeirri vinnu. Innleiðing á stefnunni er rétt að hefjast en í henni er lögð áhersla á að meira samráð sé haft við borgarbúa um skipulag og uppbyggingu borgarinnar bæði hvað varðar þjónustu og umhverfi. Þar er einnig lögð áhersla á virkt lýðræði barna og ungmenna sem hafa verið mínar ær og kýr í borgarfulltrúastarfinu. Einn liður í því er að bjóða Reykjavíkurráði ungmenna á borgarstjórnarfund þar sem ungmennin bera upp tillögur sem fá hefðbundna afgreiðslu borgarstjórnar. Í gær var einmitt slíkur fundur og á þeim fundi bar Númi Hrafn Baldursson fulltrúi ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða upp tillögu sem fjallaði um breytt einkunnarkerfi í íþróttakennslu, þar sem einkunnagjöf yrði vinnueinkun í stað núverandi einkunnakerfis. Rökin sem lögð voru fram með tillögunni voru: „Með því að breyta einkunnagjöf í íþróttum yfir í vinnueinkunn er stuðlað að auknu jafnrétti í íþróttum fyrir mismunandi einstaklinga með ólíka getu. Þessar breytingar munu gagnast mörgum, til dæmis krökkum með astma, önnur veikindi eða fatlanir. Ávinningur af tillögunni væri að hjálpa krökkum að líða betur andlega og jafnvel líkamlega í íþróttum.“ Komst aldrei upp blessaðan kaðalinn Ég fagna þessari tillögu því hún veitir einnig þeim börnum og ungmennum rödd sem kannski eru eins og ég var sem barn. Ég upplifði mig aldrei góða í leikfimi, eins og það hét í gamla daga. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn, né gat ég hoppað nægilega hátt í hástökki. Ég var aldrei góð í íþróttum, sama hvað ég reyndi og einkunnirnar eftir því. En ég var auðvitað bara betri í einhverju öðru, svona eins og við erum flest. Búum yfir ólíkum styrkleikum. Mér þótti minna vænt um leikfimikennarana mína heldur en aðra kennara, svo ég taki pent til orða, því mér fannst þeir ósanngjarnir. Þeir hvöttu mig með misjákvæðum athugasemdum. Ég reyndi, ég mætti, en allt kom fyrir ekki. Ég komst aldrei upp blessaðan kaðalinn sem gerði líka það að verkum að mér fannst alls ekkert gaman í leikfimi. Svo var það ekki fyrr en Eyrún leikfimiskennari tók við. Kona sem virtist hafa skilning á því að sum okkar voru ekki jafn góð í þessu brölti og önnur – svo hún bauð mér að gera annars konar æfingar. Mætti mér með skilningi og mildi. Börnum sé sýnd mildi og skilningur En það er einmitt þannig sem við viljum að nemendum sé mætt í skólakerfinu með mildi og skilning en að því sögðu þá viljum auðvitað að börn verði áfram hvött til að gera betur og bæta sig í öllu námi. Í dag veita kennarar einnig gjarnan umsögn og endurgjöf sem hægt er að gefa reglulega í gegnum Mentor eða í samtölum við börn á skólatíma eða í foreldraviðtölum. Það er vissulega ein leið til að mæta þessari tillögu að einhverju leyti. Glöð hefði ég viljað geta samþykkt þessa tillögu og innleitt í Reykjavíkurborg en þar sem námsmat er ákvarðað í lögum þá er það ekki á valdi borgarstjórnar að innleiða nýtt námsmat. En þar sem tillagan lýsir svo sannarlega sjónarmiði barna og ungmenna á einkunnargjöf í þessari stöku grein sem eru íþróttir þá þykir mér sjálfsagt að við komum því á framfæri við skólasamfélagið. Ég lagði því til að henni yrði vísað til skóla- og frístundaráðs og þannig verði tryggt að skólasamfélagið verði upplýst um sjónarmið barnanna. Það er mikilvægt að hlusta á börnin. Höfundur er borgarfulltrúi og sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram núna um helgina 12.-13. febrúar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun