Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 8. febrúar 2022 13:31 Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur opinber umræða um andlega líðan og geðheilsu stóraukist og við sjáum ákveðin stigma og fordóma fara minnkandi fyrir vikið. Við búum samt sem áður í samfélagi þar sem geðheilbrigðisvandinn er stór og umfangsmikill. Og ef litið er til niðurstaðna á borð við Áfallasögu kvenna þá er mikill skortur á fyrirbyggjandi aðgerðum og áherslu lagða á snemmtækum inngripum. Talið er að um og yfir 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Dæmi um áföll, sorg eða viðvarandi andlegt álag sem börn upplifa: Vanræksla og öryggisleysi á heimili Skilnaður foreldra og erfið samskipti í kjölfarið Kynferðisofbeldi Einelti í skóla og/eða tómstundarstarfi Heimilisofbeldi - andlegt og líkamlegt Geð- og fíknivandi á heimili Andlát í fjölskyldu Því miður sjáum við tölur um tilkynnt ofbeldi á börnum, kynferðislegt ofbeldi og heimilisofbeldi aukast um tugi prósentu stiga á tímum heimsfaraldurs. Og almennt hafa flöggum um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt orðið fleiri og rauðari á sama tíma. Hver er þinnar gæfu smiður? Við sem erum við stjórnvölinn í málefnum barna, til dæmis skólamálum, verðum að átta okkur á því að það eru skýr tengsl á milli vanlíðan barna og geta ekki einbeitt sér að námi og það bitnar eðlilega á námsárangri. Það þarf að ráðast að rót vandans en ekki leggja áherslu á birtingamynd hans sem birtist í einkunnum eða hegðun í skólaumhverfinu. Börn geta nefnilega ekki alltaf verið sinnar gæfu smiðir og þá þurfum við að treysta á að kerfið taki utan um þau sem þurfa á því að halda og grípi inn í. Líkt og fyrr segir benda rannsóknir æ oftar á að sterk tengsl séu á milli fjölda áfalla og andlegs álags í æsku og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og seiglu á fullorðinsárum. Gott núverandi dæmi um það eru þúsundir skjólstæðinga hjá Virk í starfsendurhæfingu eftir heilsubrest. Sífellt fleiri eru að fá greiningu um kulnun í starfi og eru í veikindaleyfi og þar eru konur í meirihluta. Hér er nefnilega ekki alltaf um of mikið álag á vinnustað að ræða. Álag og erfið samskipti geta jú vissulega verið svokallaður trigger. Ég tel mun líklegra að hér sem um áföll að ræða sem ekki hafa verið ávörpuð né unnið úr. Fjárfestum í börnum til framtíðar Það verður samfélaginu dýrkeypt ef ekki er aðhafst strax í dag þegar það kemur að því að styðja við börn sem verða fyrir áföllum og koma í veg fyrir áföll þar sem því er við komið. Það er mér ekkert mikilvægara en að hlúa að þessum börnum sem þurfa á okkur, sem skútunni stýrum, að halda. Hér þurfa ríki og borg að vinna mun betur saman. Við þurfum að fjárfesta í dýrmætum mannlegum innviðum. Það er hinn eina sanna arðbæra langtímafjárfesting sem getur bætt afkomu hins opinbera til framtíðar litið. Höfundur situr fyrir hönd Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fer fram 4. og 5. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Geðheilbrigði Borgarstjórn Börn og uppeldi Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Á undanförnum árum hefur opinber umræða um andlega líðan og geðheilsu stóraukist og við sjáum ákveðin stigma og fordóma fara minnkandi fyrir vikið. Við búum samt sem áður í samfélagi þar sem geðheilbrigðisvandinn er stór og umfangsmikill. Og ef litið er til niðurstaðna á borð við Áfallasögu kvenna þá er mikill skortur á fyrirbyggjandi aðgerðum og áherslu lagða á snemmtækum inngripum. Talið er að um og yfir 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Dæmi um áföll, sorg eða viðvarandi andlegt álag sem börn upplifa: Vanræksla og öryggisleysi á heimili Skilnaður foreldra og erfið samskipti í kjölfarið Kynferðisofbeldi Einelti í skóla og/eða tómstundarstarfi Heimilisofbeldi - andlegt og líkamlegt Geð- og fíknivandi á heimili Andlát í fjölskyldu Því miður sjáum við tölur um tilkynnt ofbeldi á börnum, kynferðislegt ofbeldi og heimilisofbeldi aukast um tugi prósentu stiga á tímum heimsfaraldurs. Og almennt hafa flöggum um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt orðið fleiri og rauðari á sama tíma. Hver er þinnar gæfu smiður? Við sem erum við stjórnvölinn í málefnum barna, til dæmis skólamálum, verðum að átta okkur á því að það eru skýr tengsl á milli vanlíðan barna og geta ekki einbeitt sér að námi og það bitnar eðlilega á námsárangri. Það þarf að ráðast að rót vandans en ekki leggja áherslu á birtingamynd hans sem birtist í einkunnum eða hegðun í skólaumhverfinu. Börn geta nefnilega ekki alltaf verið sinnar gæfu smiðir og þá þurfum við að treysta á að kerfið taki utan um þau sem þurfa á því að halda og grípi inn í. Líkt og fyrr segir benda rannsóknir æ oftar á að sterk tengsl séu á milli fjölda áfalla og andlegs álags í æsku og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og seiglu á fullorðinsárum. Gott núverandi dæmi um það eru þúsundir skjólstæðinga hjá Virk í starfsendurhæfingu eftir heilsubrest. Sífellt fleiri eru að fá greiningu um kulnun í starfi og eru í veikindaleyfi og þar eru konur í meirihluta. Hér er nefnilega ekki alltaf um of mikið álag á vinnustað að ræða. Álag og erfið samskipti geta jú vissulega verið svokallaður trigger. Ég tel mun líklegra að hér sem um áföll að ræða sem ekki hafa verið ávörpuð né unnið úr. Fjárfestum í börnum til framtíðar Það verður samfélaginu dýrkeypt ef ekki er aðhafst strax í dag þegar það kemur að því að styðja við börn sem verða fyrir áföllum og koma í veg fyrir áföll þar sem því er við komið. Það er mér ekkert mikilvægara en að hlúa að þessum börnum sem þurfa á okkur, sem skútunni stýrum, að halda. Hér þurfa ríki og borg að vinna mun betur saman. Við þurfum að fjárfesta í dýrmætum mannlegum innviðum. Það er hinn eina sanna arðbæra langtímafjárfesting sem getur bætt afkomu hins opinbera til framtíðar litið. Höfundur situr fyrir hönd Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Viðreisnar sem fer fram 4. og 5. mars nk.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun