Hilmar Smári: Við vitum hverjir við erum og hvar við viljum vera Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2022 20:15 Hilmar Smári Henningsson átti frábæran leik í kvöld. Vísir/Bára Hilmar Smári Henningsson var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins þegar Stjarnan lagði Þór frá Akureyri, næsta auðveldlega, 112-84 í 15. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Stjörnumenn voru í raun og veru búnir að tryggja sigur sinn í hálfleik en góð vörn skóp sigurinn að mati Hilmars. „Við komum dálítið flatir varnarlega inn í leikinn en þegar við tókum okkur saman í vörninni í öðrum leikhluta þá small þetta. Við vorum auðvitað að hitta vel líka en fyrst og fremst þá náum við að halda þeim í lágri skotprósentu með því að þvinga þá í erfið skot þannig að það var það sem bjó til muninn og svo héldum við út leikinn.“ „Skiljanlega þá slakar maður aðeins á þegar munurinn er 30 stig og einn fjórðungur eftir. Við vitum það en á sama tíma er það mjög hættulegt. Ef maður er mjög flatur þá getur það gefið þeim von þannig að maður verður að stjórna öllum aðstæðum sem maður er í. Sem betur fer lentum við ekki í neinum vandræðum í seinni hálfleik og náðum að vinna leikinn.“ Hilmar fann sig vel en fyrstu sex þriggja stiga skotin hans rötuðu rétta leið í kvöld og lauk kappinn leik með 26 stig og átta stoðsendingar. Það reiknast sem 32 framlagspunktar. „Ég hef alltaf góða tilfinningu fyrir skotinu mínu en stundum dettur það og stundum ekki. Í dag duttu skotin niður.“ Að lokum var Hilmar spurður út í það hvað þessi leikur segði Stjörnumönnum um þá sjálfa og stöðu liðsins í deildinni. „Sigur er sigur. Það var mjög mikilvægt að vinna þennan leik en hann segir okkur svo sem ekki mikið um okkur sjálfa, við vitum hverjir við erum og hvar við viljum vera. Við erum bara einu skrefi nær því þar sem við viljum vera. Þannig sjáum við þetta fyrir okkur.“ Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór Ak. 112-84 | Stjörnumenn ekki í vandræðum með botnliðið Stjarnan vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-84. 3. febrúar 2022 19:50 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
„Við komum dálítið flatir varnarlega inn í leikinn en þegar við tókum okkur saman í vörninni í öðrum leikhluta þá small þetta. Við vorum auðvitað að hitta vel líka en fyrst og fremst þá náum við að halda þeim í lágri skotprósentu með því að þvinga þá í erfið skot þannig að það var það sem bjó til muninn og svo héldum við út leikinn.“ „Skiljanlega þá slakar maður aðeins á þegar munurinn er 30 stig og einn fjórðungur eftir. Við vitum það en á sama tíma er það mjög hættulegt. Ef maður er mjög flatur þá getur það gefið þeim von þannig að maður verður að stjórna öllum aðstæðum sem maður er í. Sem betur fer lentum við ekki í neinum vandræðum í seinni hálfleik og náðum að vinna leikinn.“ Hilmar fann sig vel en fyrstu sex þriggja stiga skotin hans rötuðu rétta leið í kvöld og lauk kappinn leik með 26 stig og átta stoðsendingar. Það reiknast sem 32 framlagspunktar. „Ég hef alltaf góða tilfinningu fyrir skotinu mínu en stundum dettur það og stundum ekki. Í dag duttu skotin niður.“ Að lokum var Hilmar spurður út í það hvað þessi leikur segði Stjörnumönnum um þá sjálfa og stöðu liðsins í deildinni. „Sigur er sigur. Það var mjög mikilvægt að vinna þennan leik en hann segir okkur svo sem ekki mikið um okkur sjálfa, við vitum hverjir við erum og hvar við viljum vera. Við erum bara einu skrefi nær því þar sem við viljum vera. Þannig sjáum við þetta fyrir okkur.“
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Þór Ak. 112-84 | Stjörnumenn ekki í vandræðum með botnliðið Stjarnan vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-84. 3. febrúar 2022 19:50 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Þór Ak. 112-84 | Stjörnumenn ekki í vandræðum með botnliðið Stjarnan vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-84. 3. febrúar 2022 19:50