Fækkum bílum Pétur Marteinn Urbancic Tómasson skrifar 3. febrúar 2022 13:31 Mig langar að biðja lesendur á höfuðborgarsvæðinu að líta út um gluggann. Það eru yfirgnæfandi líkur á að meirihluti þess svæðis sem þú horfir á fari undir einn samgöngumáta - bílinn. Það heyrist af og til í umræðunni að Íslendingar hafi valið bílinn. Að einhverju leyti er það rétt, stjórnmálamenn völdu hann með því að úthluta landi á þann hátt að einstaklingar höfðu voðalega lítið val. Ef þú ferð á hlaðborð þar sem það eina sem er í boði eru rófur muntu líklega enda á að borða rófur. Til að raunverulegt val sé til staðar í samgöngum þarf að skipta plássi og fjármunum jafnar á milli bíla, reiðhjóla, gangandi og almenningssamgangna. Eina leiðin til að gera það er að fækka bílum í umferð. Þrátt fyrir ýmis metnaðarfull verkefni innan borgarinnar fer einkabílum á götum Reykjavíkur enn fjölgandi. Það leiðir eðlilega til þyngri umferðar. Margir vilja bregðast við þessu með því að fjölga akgreinum, en það er skammgóður vermir. Meira pláss fyrir bíla leiðir til fleiri bíla, enda er tilgangurinn með því að fjölga akgreinum sá að akgreinarnar verði nýttar. Í öllum þeim greiningum sem fjalla um breikkun vega er tekið fram að um umferðaraukandi aðgerð sé að ræða til lengri tíma. Með því að breikka vegi og fjölga akgreinum er þannig verið að tryggja að það þurfi að gera slíkt hið sama aftur eftir nokkur ár. Hin leiðin sem stendur til boða er að fækka bílum í umferðinni. Það er sú leið sem við verðum að fara. Færri bílar í umferðinni gagnast öllum, ekki síst þeim sem vilja eða þurfa að nota bíla í sínu daglega lífi, er nauðsynleg aðgerð til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og ýtir undir meira og skemmtilegra mannlíf í borginni okkar. Borgarlínan spilar risastóran þátt í þessari vegferð en meira þarf til. Við sjáum borgir um allan heim hverfa frá bílamódelinu. Amsterdam og Kaupmannahöfn voru bílaborgir fyrir 60 árum. Það var pólitísk ákvörðun að verða bílaborg og pólitísk ákvörðun að hætta því. London og París hafa verið í öflugum aðgerðum við að leggja áherslu á aðra samgöngumáta en bílinn. Það er yfirgnæfandi ánægja meðal íbúa um þessar aðgerðir. Ekkert bendir til þess að annað muni eiga við í Reykjavík. Þrátt fyrir jákvæð skref er Reykjavíkurborg enn bílaborg og bílum fer fjölgandi. Við þurfum að þora að taka afgerandi skref til að fækka bílum. Við þurfum að byggja fleiri íbúðir án bílastæða eða bílakjallara, auka nærþjónustu í öllum hverfum, búa til mannvæn græn svæði og torg, gera fleiri og stærri svæði bíllaus, passa að öll hönnun í borgarrými taki mið af fleiri ferðamátum en bara bílnum, fækka bílastæðum í borgarlandi og leggja gjaldskyldu á þau sem þó eru til staðar. Mín framtíðarsýn er að hver einasti Reykvíkingur hafi raunverulegt val um hvernig hann ferðist, geti sótt sér nærþjónustu í sínu hverfi og njóti þess að ferðast um borgina, sama með hvaða hætti það er gert. En til þess þarf að byrja á að fækka bílum. Höfundur er lögfræðingur, forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík þar sem hann sækist eftir 5.-6. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skipulag Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Bílar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að biðja lesendur á höfuðborgarsvæðinu að líta út um gluggann. Það eru yfirgnæfandi líkur á að meirihluti þess svæðis sem þú horfir á fari undir einn samgöngumáta - bílinn. Það heyrist af og til í umræðunni að Íslendingar hafi valið bílinn. Að einhverju leyti er það rétt, stjórnmálamenn völdu hann með því að úthluta landi á þann hátt að einstaklingar höfðu voðalega lítið val. Ef þú ferð á hlaðborð þar sem það eina sem er í boði eru rófur muntu líklega enda á að borða rófur. Til að raunverulegt val sé til staðar í samgöngum þarf að skipta plássi og fjármunum jafnar á milli bíla, reiðhjóla, gangandi og almenningssamgangna. Eina leiðin til að gera það er að fækka bílum í umferð. Þrátt fyrir ýmis metnaðarfull verkefni innan borgarinnar fer einkabílum á götum Reykjavíkur enn fjölgandi. Það leiðir eðlilega til þyngri umferðar. Margir vilja bregðast við þessu með því að fjölga akgreinum, en það er skammgóður vermir. Meira pláss fyrir bíla leiðir til fleiri bíla, enda er tilgangurinn með því að fjölga akgreinum sá að akgreinarnar verði nýttar. Í öllum þeim greiningum sem fjalla um breikkun vega er tekið fram að um umferðaraukandi aðgerð sé að ræða til lengri tíma. Með því að breikka vegi og fjölga akgreinum er þannig verið að tryggja að það þurfi að gera slíkt hið sama aftur eftir nokkur ár. Hin leiðin sem stendur til boða er að fækka bílum í umferðinni. Það er sú leið sem við verðum að fara. Færri bílar í umferðinni gagnast öllum, ekki síst þeim sem vilja eða þurfa að nota bíla í sínu daglega lífi, er nauðsynleg aðgerð til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og ýtir undir meira og skemmtilegra mannlíf í borginni okkar. Borgarlínan spilar risastóran þátt í þessari vegferð en meira þarf til. Við sjáum borgir um allan heim hverfa frá bílamódelinu. Amsterdam og Kaupmannahöfn voru bílaborgir fyrir 60 árum. Það var pólitísk ákvörðun að verða bílaborg og pólitísk ákvörðun að hætta því. London og París hafa verið í öflugum aðgerðum við að leggja áherslu á aðra samgöngumáta en bílinn. Það er yfirgnæfandi ánægja meðal íbúa um þessar aðgerðir. Ekkert bendir til þess að annað muni eiga við í Reykjavík. Þrátt fyrir jákvæð skref er Reykjavíkurborg enn bílaborg og bílum fer fjölgandi. Við þurfum að þora að taka afgerandi skref til að fækka bílum. Við þurfum að byggja fleiri íbúðir án bílastæða eða bílakjallara, auka nærþjónustu í öllum hverfum, búa til mannvæn græn svæði og torg, gera fleiri og stærri svæði bíllaus, passa að öll hönnun í borgarrými taki mið af fleiri ferðamátum en bara bílnum, fækka bílastæðum í borgarlandi og leggja gjaldskyldu á þau sem þó eru til staðar. Mín framtíðarsýn er að hver einasti Reykvíkingur hafi raunverulegt val um hvernig hann ferðist, geti sótt sér nærþjónustu í sínu hverfi og njóti þess að ferðast um borgina, sama með hvaða hætti það er gert. En til þess þarf að byrja á að fækka bílum. Höfundur er lögfræðingur, forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík þar sem hann sækist eftir 5.-6. sæti.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun