Guðmundur hefur verið hjá Mosfellingum frá upphafi tímabilsins en hann hefur skorað 77 mörk í 13 leikjum fyrir Aftureldingu, sem gerir hann að fjórða markahæsta leikmanni deildarinnar.
Samkvæmt tilkynningu frá Haukum varð Guðmundur gjaldgengur með liðinu um áramótin og getur því leikið næsta leik liðsins, sem er útileikur gegn Stjörnunni í Garðabæ þann 7. Febrúar næstkomandi.