Kærastan óvænt hetja handboltalandsliðs Svía á Evrópumótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 08:31 Sænski Evrópumeistarinn Lucas Pellas og kærasta hans Hanna Edwinson. Samsett/Instagram og EPA Svíar urðu Evrópumeistarar um helgina en það þurfti hjálp úr óvæntri átt til að koma liðinu í úrslitaleikinn. Sænski landsliðsmaðurinn Lucas Pellas átti mikinn þátt í því að Svíar komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í handbolta. Á fimmtudagskvöldinu, sólarhring fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frökkum, þá var hann ekki hluti af sænska hópnum og í raun staddur í öðru landi. Lucas Pellas om flickvännen Hanna Edwinson: Hon är hjälten i dag . https://t.co/JRH1QoTiG8— (@Ghostdog_us) January 29, 2022 Svíar þurftu vinstri hornamann en Pellas var staddur í Frakklandi þar sem hann var að spila æfingarleik með liði sínu Montpellier. Það tókst hins vegar að hafa upp á honum og koma honum til Búdapest. Lucas kom eins og kallaður til móts við sænska liðið í tíma fyrir undanúrslitaleikinn en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum þær 24 mínútur sem hann spilaði á móti Frökkum. Svíar unnu leikinn með minnsta mun, 34-33. Instagram Sænska pressan var ekki bara tilbúinn að kalla Lucas Pellas eina af hetjum sænska landsliðsins því kærasta hans, Hanna Edwinson, fær einnig mikið hrós. Ástæðan er að Lucas Pellas var ekki staddur í Montpellier þegar símtalið kom frá sænska landsliðsþjálfaranum heldur í borginni Saint Etienne þar sem æfingarleikurinn fór fram. Sem betur fer var kærasta hans stödd heima í Montpellier og gat komið vegabréfinu til hans. Til þess þurfti hún aftur á móti að fórna miklu. Lucas fékk það staðfest að hann væri kallaður út á EM eftir miðnætti en kærasta hans, Hanna Edwinson, var tilbúin að fórna einni nótt til að sjá til þess að hann kæmist til Ungverjalands. Hún tók vegabréfið hans og tók næturrútu frá Montpellier til Lyon. Lucas tók sjálfur leigubíl á flugvöllinn. Ferðin hans tók frekar stuttan tíma en hún var aftur á móti þrjá og hálfa klukkutíma í rútunni. „Ég vildi ekki keyra bílinn um miðja nótt í Frakklandi því það eru bara fimm vikur síðan ég fékk ökuskírteinið,“ sagði Hanna Edwinson í viðtali við Aftonbladet en hún hefur skapað sér nafn sem fyrirsæta. View this post on Instagram A post shared by Hanna Edwinson (@hannaedwinson) Hanna kom vegabréfinu til kærastans og hann gat því flogið frá Lyon til Búdapest. Flugið fór af stað 6.20 og lenti í Búdapest klukkan 12.45. Hanna fékk auðvitað að fara með. „Hún er hetjan í dag,“ sagði Pellas um kærustu sína í viðtali við Aftonbladet. „Ég vissi hvað hann langaði mikið að komast þangað og hversu gaman honum finnst að spila með þessum strákum,“ sagði Hanna. Stepping up in his first #ehfeuro2022 match - Lucas Pellas! @hlandslaget #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/sAq2A2RuHZ— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Sænski landsliðsmaðurinn Lucas Pellas átti mikinn þátt í því að Svíar komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í handbolta. Á fimmtudagskvöldinu, sólarhring fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frökkum, þá var hann ekki hluti af sænska hópnum og í raun staddur í öðru landi. Lucas Pellas om flickvännen Hanna Edwinson: Hon är hjälten i dag . https://t.co/JRH1QoTiG8— (@Ghostdog_us) January 29, 2022 Svíar þurftu vinstri hornamann en Pellas var staddur í Frakklandi þar sem hann var að spila æfingarleik með liði sínu Montpellier. Það tókst hins vegar að hafa upp á honum og koma honum til Búdapest. Lucas kom eins og kallaður til móts við sænska liðið í tíma fyrir undanúrslitaleikinn en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum þær 24 mínútur sem hann spilaði á móti Frökkum. Svíar unnu leikinn með minnsta mun, 34-33. Instagram Sænska pressan var ekki bara tilbúinn að kalla Lucas Pellas eina af hetjum sænska landsliðsins því kærasta hans, Hanna Edwinson, fær einnig mikið hrós. Ástæðan er að Lucas Pellas var ekki staddur í Montpellier þegar símtalið kom frá sænska landsliðsþjálfaranum heldur í borginni Saint Etienne þar sem æfingarleikurinn fór fram. Sem betur fer var kærasta hans stödd heima í Montpellier og gat komið vegabréfinu til hans. Til þess þurfti hún aftur á móti að fórna miklu. Lucas fékk það staðfest að hann væri kallaður út á EM eftir miðnætti en kærasta hans, Hanna Edwinson, var tilbúin að fórna einni nótt til að sjá til þess að hann kæmist til Ungverjalands. Hún tók vegabréfið hans og tók næturrútu frá Montpellier til Lyon. Lucas tók sjálfur leigubíl á flugvöllinn. Ferðin hans tók frekar stuttan tíma en hún var aftur á móti þrjá og hálfa klukkutíma í rútunni. „Ég vildi ekki keyra bílinn um miðja nótt í Frakklandi því það eru bara fimm vikur síðan ég fékk ökuskírteinið,“ sagði Hanna Edwinson í viðtali við Aftonbladet en hún hefur skapað sér nafn sem fyrirsæta. View this post on Instagram A post shared by Hanna Edwinson (@hannaedwinson) Hanna kom vegabréfinu til kærastans og hann gat því flogið frá Lyon til Búdapest. Flugið fór af stað 6.20 og lenti í Búdapest klukkan 12.45. Hanna fékk auðvitað að fara með. „Hún er hetjan í dag,“ sagði Pellas um kærustu sína í viðtali við Aftonbladet. „Ég vissi hvað hann langaði mikið að komast þangað og hversu gaman honum finnst að spila með þessum strákum,“ sagði Hanna. Stepping up in his first #ehfeuro2022 match - Lucas Pellas! @hlandslaget #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/sAq2A2RuHZ— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn