Handbolti

Ásgeir Örn valdi leiðinlegustu mótherjana á ferlinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þessir ágætu menn voru ekki á jólakortalista Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar.
Þessir ágætu menn voru ekki á jólakortalista Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar. getty/alex grimm/stuart franklin

Tveir fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands fóru mjög í taugarnar á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni á ferlinum.

Í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar bað Stefán Árni Pálsson Ásgeir Örn og Róbert Gunnarsson um að velja mest leiðinlegustu mótherjana á ferlinum. Fátt var um svör hjá Róberti en ekki stóð á svarinu hjá Ásgeiri Erni.

„Mesta fíflið: Oliver Roggisch. Hann er bara hreinræktaður hálfviti,“ sagði Ásgeir Örn.

„Hvernig heldurðu að það hafi verið að æfa með honum?“ sagði Róbert en þeir Roggisch léku saman hjá Rhein-Neckar Löwen. „Fínn gæi en vá hvað hann var grófur.“

Ásgeir Örn mundi svo skyndilega eftir öðrum leikmanni sem hann þoldi ekki.

„Dominik Klein. Handklæði. Hann er hræðilegur. Hrokalegur og á einhvern ótrúlegan hátt náði hann að vera í góðu liði þrátt fyrir að vera ekkert sérstakur,“ sagði Ásgeir Örn um Klein sem lék með Kiel stærstan hluta ferilsins. Hann varð heimsmeistari með Þýskalandi 2007 líkt og Roggisch.

Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.