Ósanngjörn hækkun lífeyristökualdurs Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 28. janúar 2022 07:31 Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið mjög góð undanfarin þrjú ár, langt umfram 3,5% viðmiðið þeirra, ef marka má fréttir frá Landssamtökum lífeyrissjóðanna. Þetta eru jákvæðar fréttir og þó ekkert sé tryggt um framtíðina hlýtur þessi ávöxtun að gefa góða von um að 3,5% meðalávöxtun standist til lengri tíma. Þrátt fyrir það er nú er komin upp sú staða að lífeyrissjóðirnir vilja hækka lífeyristökualdurinn um þrjú ár. Ástæðan er hækkun lífaldurs. Fólk lifir lengur segja þeir. Betri lífsskilyrði og ör þróun tækni og læknavísinda hafa vissulega lengt líf margra en það á ekki við um alla. Á meðan lífaldur há- og millitekjufólks hækkar er staðreyndin sú að fólk í láglaunastéttinni er að örkumlast fyrr og deyja yngri. Verkafólk er í erfiðari störfum og vinnur hraðar og meira til þess að eiga í sig og á. Við höfum rekið okkur hressilega á það síðastliðin tvö ár að verkafólk er ómissandi framlínustarfsfólk. Á meðan sumir fengu að vera heima hjá sér í öryggi fyrir Covid, þurfti verkafólk að mæta til vinnu. Við getum ekki lokað KFC og Bónus, við getum ekki lokað leikskólum og flugvöllum og svo sannarlega ekki búsetuúrræðum. Almennt verkafólk þarf að sinna sinni vinnu. Oft á tíðum líkamlega og andlega erfiðari störfum en aðrir gegna. Félagsfólk Eflingar þekkir það vel að í faraldrinum hafa þau þurft að vinna meira og hraðar. Meira og hraðar vegna þess að stöðugt færra fólk mætir til starfa. Þrátt fyrir það er lítið sem ekkert gert til að koma til móts við þau. Sömu kröfur eru gerðar um framleiðni fyrirtækja og því skulu afköst hvers starfsmanns bara aukin. Dæmi eru um að vinnustaðir, jafnvel í matvælaframleiðslu, krefji starfsfólk sitt um vinnuframlag í faraldrinum, þrátt fyrir jákvætt Covid próf. Ég hef einnig heyrt af starfsfólki í heimilisþrifum sem er nauðbeygt til þess að fara inn á heimili þar sem íbúar eru með staðfest covidsmit. Við erum að tala um fólk sem vinnur myrkrana á milli til þess að fæða og klæða fjölskyldur sínar, fólk sem leggur óheyrilega mikið á sig við óviðunandi aðstæður og á sér fáa málsvara. Auðstéttin og stór hluti millistéttar sem nýtur þess að eiga fyrir mat og öðrum nauðsynjum, geta keypt þá læknisþjónustu sem þau þurfa á halda og búa almennt við góð lífsskilyrði gæti eflaust unnið fram yfir sjötugt, en verkafólk sem alla tíð hefur unnið líkamlega og andlega erfiðisvinnu á ekki að þurfa að vinna lengur en til 67 ára hið mesta. Ef lífslíkur eru gerðar að viðmiði fyrir lífeyristökualdur, ætti verkafólk í raun að hafa möguleika á að hætta að vinna fyrr. Þau viðmið sem lífeyrissjóðirnir nota til þess að rökstyðja hækkun lífeyristökualdurs eru ósanngjarnar. Um er að ræða heildartölur sem teknar eru saman fyrir allt þjóðfélagið. Við þurfum að horfa á minni hópa því að lífsgæði mismunandi stétta eru ekki þau sömu. Þó að auðstéttin geti unnið og lifað lengur þá er láglaunastéttin svo sannarlega ekki í sömu stöðu. Verkafólk getur ekki leyft lífeyrissjóði sínum að hækka lífeyristökualdurinn. Á meðan verkakonur örkumlast fyrr og verkamenn deyja fyrr er óforsvaranlegt að hækka lífeyristökualdurinn heilt yfir. Höfundur er varaformaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Ólöf Helga Adolfsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið mjög góð undanfarin þrjú ár, langt umfram 3,5% viðmiðið þeirra, ef marka má fréttir frá Landssamtökum lífeyrissjóðanna. Þetta eru jákvæðar fréttir og þó ekkert sé tryggt um framtíðina hlýtur þessi ávöxtun að gefa góða von um að 3,5% meðalávöxtun standist til lengri tíma. Þrátt fyrir það er nú er komin upp sú staða að lífeyrissjóðirnir vilja hækka lífeyristökualdurinn um þrjú ár. Ástæðan er hækkun lífaldurs. Fólk lifir lengur segja þeir. Betri lífsskilyrði og ör þróun tækni og læknavísinda hafa vissulega lengt líf margra en það á ekki við um alla. Á meðan lífaldur há- og millitekjufólks hækkar er staðreyndin sú að fólk í láglaunastéttinni er að örkumlast fyrr og deyja yngri. Verkafólk er í erfiðari störfum og vinnur hraðar og meira til þess að eiga í sig og á. Við höfum rekið okkur hressilega á það síðastliðin tvö ár að verkafólk er ómissandi framlínustarfsfólk. Á meðan sumir fengu að vera heima hjá sér í öryggi fyrir Covid, þurfti verkafólk að mæta til vinnu. Við getum ekki lokað KFC og Bónus, við getum ekki lokað leikskólum og flugvöllum og svo sannarlega ekki búsetuúrræðum. Almennt verkafólk þarf að sinna sinni vinnu. Oft á tíðum líkamlega og andlega erfiðari störfum en aðrir gegna. Félagsfólk Eflingar þekkir það vel að í faraldrinum hafa þau þurft að vinna meira og hraðar. Meira og hraðar vegna þess að stöðugt færra fólk mætir til starfa. Þrátt fyrir það er lítið sem ekkert gert til að koma til móts við þau. Sömu kröfur eru gerðar um framleiðni fyrirtækja og því skulu afköst hvers starfsmanns bara aukin. Dæmi eru um að vinnustaðir, jafnvel í matvælaframleiðslu, krefji starfsfólk sitt um vinnuframlag í faraldrinum, þrátt fyrir jákvætt Covid próf. Ég hef einnig heyrt af starfsfólki í heimilisþrifum sem er nauðbeygt til þess að fara inn á heimili þar sem íbúar eru með staðfest covidsmit. Við erum að tala um fólk sem vinnur myrkrana á milli til þess að fæða og klæða fjölskyldur sínar, fólk sem leggur óheyrilega mikið á sig við óviðunandi aðstæður og á sér fáa málsvara. Auðstéttin og stór hluti millistéttar sem nýtur þess að eiga fyrir mat og öðrum nauðsynjum, geta keypt þá læknisþjónustu sem þau þurfa á halda og búa almennt við góð lífsskilyrði gæti eflaust unnið fram yfir sjötugt, en verkafólk sem alla tíð hefur unnið líkamlega og andlega erfiðisvinnu á ekki að þurfa að vinna lengur en til 67 ára hið mesta. Ef lífslíkur eru gerðar að viðmiði fyrir lífeyristökualdur, ætti verkafólk í raun að hafa möguleika á að hætta að vinna fyrr. Þau viðmið sem lífeyrissjóðirnir nota til þess að rökstyðja hækkun lífeyristökualdurs eru ósanngjarnar. Um er að ræða heildartölur sem teknar eru saman fyrir allt þjóðfélagið. Við þurfum að horfa á minni hópa því að lífsgæði mismunandi stétta eru ekki þau sömu. Þó að auðstéttin geti unnið og lifað lengur þá er láglaunastéttin svo sannarlega ekki í sömu stöðu. Verkafólk getur ekki leyft lífeyrissjóði sínum að hækka lífeyristökualdurinn. Á meðan verkakonur örkumlast fyrr og verkamenn deyja fyrr er óforsvaranlegt að hækka lífeyristökualdurinn heilt yfir. Höfundur er varaformaður Eflingar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun