Borðaði kjúkling og sagði liðið sitt sökka Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2022 07:30 Giannis Antetokounmpo reynir að ná boltanum af Evan Mobley í tapinu gegn Cleveland í nótt. AP/Tony Dejak Giannis Antetokounmpo, sem tvívegis hefur verið valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, mætti með nesti á blaðamannafund eftir tap Milwaukee Bucks gegn Cleveland Cavaliers. Antetokounmpo skoraði 26 stig og tók 9 fráköst í leiknum en það dugði skammt því Cleveland vann öruggan sigur, 115-99, og kom sér þar með upp fyrir Milwaukee í 3. sæti austurdeildarinnar, þar sem staða sex sefstu liðanna er afar jöfn. Á síðustu leiktíð vann Cleveland bara 22 leiki en nú þegar hefur liðið unnið 30 leiki en tapað 19. „Þetta er ekki það Cleveland-lið sem við höfum þekkt síðustu ár. Þeir eru með gott lið og við þurfum að sýna þeim meiri virðingu. Þetta er lið sem fer í úrslitakeppni og þeir eru sjálfir að berjast um titilinn,“ sagði Antetokounmpo á blaðamannafundi eftir leik. Giannis was eating wings during his postgame presser (via @Bucks)pic.twitter.com/dlniNvhXvh— Bleacher Report (@BleacherReport) January 27, 2022 Grikkinn gæddi sér á kjúklingavængjum á milli þess sem hann svaraði spurningum af hreinskilni: „Við sökkum. Spiluðum illa. Þeir hittu skotum, spiluðu vel. Þeir spiluðu betur en við,“ sagði Antetokounmpo. Þetta var áttundi sigur Cleveland í níu leikjum og liðið setti niður 19 þriggja stiga skot í leikjum, þar af sjö í öðrum leikhluta. Setti niður tíu þrista í 158 stiga leik Í Indianapolis skoruðu Charlotte Hornets heil 158 stig, í 158-126 sigri gegn Indiana Pacers. LaMelo Ball var með þrennu fyrir Charlotte en hann skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Fleiri stig hafa ekki verið skoruð í leik í NBA-deildinni á þessari leiktíð og Charlotte hefur aldrei í sögunni skorað fleiri stig í einum leik. Kelly Oubre Jr. skoraði 39 þeirra og setti niður 10 af þeim 24 þristum sem liðið skoraði. 10 3PM @KELLYOUBREJR drains a career-high 10 triples and puts up 39 PTS to power the @hornets to victory! pic.twitter.com/gYLzXJFNYk— NBA (@NBA) January 27, 2022 Á meðal annarra úrslita má nefna að Phoenix Suns unnu sinn áttunda leik í röð, 105-97 gegn Utah Jazz. Devin Booker skoraði 43 stig og Chris Paul setti niður 15 af 21 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. The @Suns stay hot and so does @DevinBook D-Book drops 43 PTS to extend the win-streak to 8 in a row! pic.twitter.com/MF041N0XPB— NBA (@NBA) January 27, 2022 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-99 Milwaukee Indiana 126-158 Charlotte Orlando 102-111 LA Clippers Atlanta 121-104 Sacramento Miami 110-96 New York Brooklyn 118-124 Denver Chicago 111-105 Toronto San Antonio 110-118 Memphis Utah 97-105 Phoenix Portland 112-132 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Antetokounmpo skoraði 26 stig og tók 9 fráköst í leiknum en það dugði skammt því Cleveland vann öruggan sigur, 115-99, og kom sér þar með upp fyrir Milwaukee í 3. sæti austurdeildarinnar, þar sem staða sex sefstu liðanna er afar jöfn. Á síðustu leiktíð vann Cleveland bara 22 leiki en nú þegar hefur liðið unnið 30 leiki en tapað 19. „Þetta er ekki það Cleveland-lið sem við höfum þekkt síðustu ár. Þeir eru með gott lið og við þurfum að sýna þeim meiri virðingu. Þetta er lið sem fer í úrslitakeppni og þeir eru sjálfir að berjast um titilinn,“ sagði Antetokounmpo á blaðamannafundi eftir leik. Giannis was eating wings during his postgame presser (via @Bucks)pic.twitter.com/dlniNvhXvh— Bleacher Report (@BleacherReport) January 27, 2022 Grikkinn gæddi sér á kjúklingavængjum á milli þess sem hann svaraði spurningum af hreinskilni: „Við sökkum. Spiluðum illa. Þeir hittu skotum, spiluðu vel. Þeir spiluðu betur en við,“ sagði Antetokounmpo. Þetta var áttundi sigur Cleveland í níu leikjum og liðið setti niður 19 þriggja stiga skot í leikjum, þar af sjö í öðrum leikhluta. Setti niður tíu þrista í 158 stiga leik Í Indianapolis skoruðu Charlotte Hornets heil 158 stig, í 158-126 sigri gegn Indiana Pacers. LaMelo Ball var með þrennu fyrir Charlotte en hann skoraði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Fleiri stig hafa ekki verið skoruð í leik í NBA-deildinni á þessari leiktíð og Charlotte hefur aldrei í sögunni skorað fleiri stig í einum leik. Kelly Oubre Jr. skoraði 39 þeirra og setti niður 10 af þeim 24 þristum sem liðið skoraði. 10 3PM @KELLYOUBREJR drains a career-high 10 triples and puts up 39 PTS to power the @hornets to victory! pic.twitter.com/gYLzXJFNYk— NBA (@NBA) January 27, 2022 Á meðal annarra úrslita má nefna að Phoenix Suns unnu sinn áttunda leik í röð, 105-97 gegn Utah Jazz. Devin Booker skoraði 43 stig og Chris Paul setti niður 15 af 21 stigi sínu í fjórða leikhlutanum. The @Suns stay hot and so does @DevinBook D-Book drops 43 PTS to extend the win-streak to 8 in a row! pic.twitter.com/MF041N0XPB— NBA (@NBA) January 27, 2022 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-99 Milwaukee Indiana 126-158 Charlotte Orlando 102-111 LA Clippers Atlanta 121-104 Sacramento Miami 110-96 New York Brooklyn 118-124 Denver Chicago 111-105 Toronto San Antonio 110-118 Memphis Utah 97-105 Phoenix Portland 112-132 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Cleveland 115-99 Milwaukee Indiana 126-158 Charlotte Orlando 102-111 LA Clippers Atlanta 121-104 Sacramento Miami 110-96 New York Brooklyn 118-124 Denver Chicago 111-105 Toronto San Antonio 110-118 Memphis Utah 97-105 Phoenix Portland 112-132 Dallas
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira