Þrír lausir úr einangrun og Ísland stóreflist Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 12:46 Fyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur misst af síðustu þremur leikjum Íslands vegna einangrunar en er klár í slaginn. Getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur endurheimt öfluga leikmenn úr einangrun eftir kórónuveirusmit, á síðustu stundu fyrir leikinn mikilvæga við Svartfjallaland á eftir. Þrír leikmenn eru nú lausir úr einangrun; fyrirliðinn Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson. Allir þrír verða því í leikmannahópnum gegn Svartfjallalandi en leikurinn hefst klukkan 14.30. Sigur gæfi Íslandi von um sæti í undanúrslitum á EM. Björgvin Páll Gústavsson, sem spilaði gegn Króatíu á mánudaginn en var svo skikkaður öðru sinni í einangrun í gær, verður hins vegar ekki með. Elvar var einn af þremur sem greindust fyrstir Íslendinga með smit á EM, á miðvikudaginn í síðustu viku, ásamt Björgvini og Ólafi Guðmundssyni. Ólafur þarf hins vegar enn að bíða. Átta leikmenn enn í einangrun Á fimmtudaginn í síðustu viku var greint frá því að Aron, Bjarki og Gísli Þorgeir Kristjánsson hefðu smitast af veirunni, og alls hafa ellefu leikmenn Íslands greinst með kórónuveiruna síðustu vikuna. Þeir sem eru utan hóps í einangrun í dag eru Björgvin, Ólafur, Gísli Þorgeir, Elliði Snær Viðarsson, Arnar Freyr Arnarsson, Janus Daði Smárason, Daníel Þór Ingason og Vignir Stefánsson. Þá greindist sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson einnig með veiruna. Sex leikmenn kallaðir út frá því að hópsmitið kom upp Tveir leikmenn eru mættir til Búdapest og hafa bæst í hópinn eftir leikinn við Króatíu, þeir Dagur Gautason úr Stjörnunni og Bjarni Ófeigur Valdimarsson úr Skövde í Svíþjóð. Alls hafa því sex leikmenn verið kallaðir út til Búdapest eftir að EM hófst, því áður höfðu Valsararnir Vignir, sem smitaðist svo, og Magnús Óli Magnússon, og Haukamennirnir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, verið kallaðir út. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Nikolaj Jacobsen: Ég skulda Íslandi ekki neitt Nikolaj Jacobsen er skítsama um íslenska landsliðið í handbolta og var ekkert að fela það í viðtölum fyrir leiki dagsins á Evrópumótinu í handbolta. 26. janúar 2022 10:32 „Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01 Björgvin Páll greindist aftur og Elliði kominn með veiruna Björgvin Páll Gústavsson og Elliði Snær Viðarsson fengu jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í morgun. Þeir bíða eftir niðurstöðu PCR-prófs. 25. janúar 2022 12:47 Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira
Þrír leikmenn eru nú lausir úr einangrun; fyrirliðinn Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson. Allir þrír verða því í leikmannahópnum gegn Svartfjallalandi en leikurinn hefst klukkan 14.30. Sigur gæfi Íslandi von um sæti í undanúrslitum á EM. Björgvin Páll Gústavsson, sem spilaði gegn Króatíu á mánudaginn en var svo skikkaður öðru sinni í einangrun í gær, verður hins vegar ekki með. Elvar var einn af þremur sem greindust fyrstir Íslendinga með smit á EM, á miðvikudaginn í síðustu viku, ásamt Björgvini og Ólafi Guðmundssyni. Ólafur þarf hins vegar enn að bíða. Átta leikmenn enn í einangrun Á fimmtudaginn í síðustu viku var greint frá því að Aron, Bjarki og Gísli Þorgeir Kristjánsson hefðu smitast af veirunni, og alls hafa ellefu leikmenn Íslands greinst með kórónuveiruna síðustu vikuna. Þeir sem eru utan hóps í einangrun í dag eru Björgvin, Ólafur, Gísli Þorgeir, Elliði Snær Viðarsson, Arnar Freyr Arnarsson, Janus Daði Smárason, Daníel Þór Ingason og Vignir Stefánsson. Þá greindist sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson einnig með veiruna. Sex leikmenn kallaðir út frá því að hópsmitið kom upp Tveir leikmenn eru mættir til Búdapest og hafa bæst í hópinn eftir leikinn við Króatíu, þeir Dagur Gautason úr Stjörnunni og Bjarni Ófeigur Valdimarsson úr Skövde í Svíþjóð. Alls hafa því sex leikmenn verið kallaðir út til Búdapest eftir að EM hófst, því áður höfðu Valsararnir Vignir, sem smitaðist svo, og Magnús Óli Magnússon, og Haukamennirnir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, verið kallaðir út.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Nikolaj Jacobsen: Ég skulda Íslandi ekki neitt Nikolaj Jacobsen er skítsama um íslenska landsliðið í handbolta og var ekkert að fela það í viðtölum fyrir leiki dagsins á Evrópumótinu í handbolta. 26. janúar 2022 10:32 „Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01 Björgvin Páll greindist aftur og Elliði kominn með veiruna Björgvin Páll Gústavsson og Elliði Snær Viðarsson fengu jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í morgun. Þeir bíða eftir niðurstöðu PCR-prófs. 25. janúar 2022 12:47 Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira
Nikolaj Jacobsen: Ég skulda Íslandi ekki neitt Nikolaj Jacobsen er skítsama um íslenska landsliðið í handbolta og var ekkert að fela það í viðtölum fyrir leiki dagsins á Evrópumótinu í handbolta. 26. janúar 2022 10:32
„Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01
Björgvin Páll greindist aftur og Elliði kominn með veiruna Björgvin Páll Gústavsson og Elliði Snær Viðarsson fengu jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í morgun. Þeir bíða eftir niðurstöðu PCR-prófs. 25. janúar 2022 12:47
Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41