Þrír lausir úr einangrun og Ísland stóreflist Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 12:46 Fyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur misst af síðustu þremur leikjum Íslands vegna einangrunar en er klár í slaginn. Getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur endurheimt öfluga leikmenn úr einangrun eftir kórónuveirusmit, á síðustu stundu fyrir leikinn mikilvæga við Svartfjallaland á eftir. Þrír leikmenn eru nú lausir úr einangrun; fyrirliðinn Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson. Allir þrír verða því í leikmannahópnum gegn Svartfjallalandi en leikurinn hefst klukkan 14.30. Sigur gæfi Íslandi von um sæti í undanúrslitum á EM. Björgvin Páll Gústavsson, sem spilaði gegn Króatíu á mánudaginn en var svo skikkaður öðru sinni í einangrun í gær, verður hins vegar ekki með. Elvar var einn af þremur sem greindust fyrstir Íslendinga með smit á EM, á miðvikudaginn í síðustu viku, ásamt Björgvini og Ólafi Guðmundssyni. Ólafur þarf hins vegar enn að bíða. Átta leikmenn enn í einangrun Á fimmtudaginn í síðustu viku var greint frá því að Aron, Bjarki og Gísli Þorgeir Kristjánsson hefðu smitast af veirunni, og alls hafa ellefu leikmenn Íslands greinst með kórónuveiruna síðustu vikuna. Þeir sem eru utan hóps í einangrun í dag eru Björgvin, Ólafur, Gísli Þorgeir, Elliði Snær Viðarsson, Arnar Freyr Arnarsson, Janus Daði Smárason, Daníel Þór Ingason og Vignir Stefánsson. Þá greindist sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson einnig með veiruna. Sex leikmenn kallaðir út frá því að hópsmitið kom upp Tveir leikmenn eru mættir til Búdapest og hafa bæst í hópinn eftir leikinn við Króatíu, þeir Dagur Gautason úr Stjörnunni og Bjarni Ófeigur Valdimarsson úr Skövde í Svíþjóð. Alls hafa því sex leikmenn verið kallaðir út til Búdapest eftir að EM hófst, því áður höfðu Valsararnir Vignir, sem smitaðist svo, og Magnús Óli Magnússon, og Haukamennirnir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, verið kallaðir út. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Nikolaj Jacobsen: Ég skulda Íslandi ekki neitt Nikolaj Jacobsen er skítsama um íslenska landsliðið í handbolta og var ekkert að fela það í viðtölum fyrir leiki dagsins á Evrópumótinu í handbolta. 26. janúar 2022 10:32 „Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01 Björgvin Páll greindist aftur og Elliði kominn með veiruna Björgvin Páll Gústavsson og Elliði Snær Viðarsson fengu jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í morgun. Þeir bíða eftir niðurstöðu PCR-prófs. 25. janúar 2022 12:47 Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Þrír leikmenn eru nú lausir úr einangrun; fyrirliðinn Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson. Allir þrír verða því í leikmannahópnum gegn Svartfjallalandi en leikurinn hefst klukkan 14.30. Sigur gæfi Íslandi von um sæti í undanúrslitum á EM. Björgvin Páll Gústavsson, sem spilaði gegn Króatíu á mánudaginn en var svo skikkaður öðru sinni í einangrun í gær, verður hins vegar ekki með. Elvar var einn af þremur sem greindust fyrstir Íslendinga með smit á EM, á miðvikudaginn í síðustu viku, ásamt Björgvini og Ólafi Guðmundssyni. Ólafur þarf hins vegar enn að bíða. Átta leikmenn enn í einangrun Á fimmtudaginn í síðustu viku var greint frá því að Aron, Bjarki og Gísli Þorgeir Kristjánsson hefðu smitast af veirunni, og alls hafa ellefu leikmenn Íslands greinst með kórónuveiruna síðustu vikuna. Þeir sem eru utan hóps í einangrun í dag eru Björgvin, Ólafur, Gísli Þorgeir, Elliði Snær Viðarsson, Arnar Freyr Arnarsson, Janus Daði Smárason, Daníel Þór Ingason og Vignir Stefánsson. Þá greindist sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson einnig með veiruna. Sex leikmenn kallaðir út frá því að hópsmitið kom upp Tveir leikmenn eru mættir til Búdapest og hafa bæst í hópinn eftir leikinn við Króatíu, þeir Dagur Gautason úr Stjörnunni og Bjarni Ófeigur Valdimarsson úr Skövde í Svíþjóð. Alls hafa því sex leikmenn verið kallaðir út til Búdapest eftir að EM hófst, því áður höfðu Valsararnir Vignir, sem smitaðist svo, og Magnús Óli Magnússon, og Haukamennirnir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson, verið kallaðir út.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Nikolaj Jacobsen: Ég skulda Íslandi ekki neitt Nikolaj Jacobsen er skítsama um íslenska landsliðið í handbolta og var ekkert að fela það í viðtölum fyrir leiki dagsins á Evrópumótinu í handbolta. 26. janúar 2022 10:32 „Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01 Björgvin Páll greindist aftur og Elliði kominn með veiruna Björgvin Páll Gústavsson og Elliði Snær Viðarsson fengu jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í morgun. Þeir bíða eftir niðurstöðu PCR-prófs. 25. janúar 2022 12:47 Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Nikolaj Jacobsen: Ég skulda Íslandi ekki neitt Nikolaj Jacobsen er skítsama um íslenska landsliðið í handbolta og var ekkert að fela það í viðtölum fyrir leiki dagsins á Evrópumótinu í handbolta. 26. janúar 2022 10:32
„Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01
Björgvin Páll greindist aftur og Elliði kominn með veiruna Björgvin Páll Gústavsson og Elliði Snær Viðarsson fengu jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í morgun. Þeir bíða eftir niðurstöðu PCR-prófs. 25. janúar 2022 12:47
Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41