Hvað er samúðarþreyta? Ingibjörg Isaksen skrifar 25. janúar 2022 15:30 Mannauður er ein mikilvægasta auðlind hverra fyrirtækja. Þessa auðlind ber að nýta af virðingu og líkt og aðrar auðlindir þá geta þær tæmst ef við skiljum ekkert eftir. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að heilbrigðis- og menntakerfinu stafi ógn af samúðarþreytu. En hvað er það? Segja má í mjög einfölduðu máli að samúðarþreyta sé þegar fagfólk gefi meira af eigin orku til vinnu sinnar en það fær til baka. Samúðarþreytu má greina í tvennt, annars stigs áfall og kulnun. Annars stigs áfall á við þegar starfsmaðurinn, finnur að vinnan hefur veruleg áhrif á líðan hans. Þetta getur meðal annars komið fram í endurupplifunum tengt atviki sem hann vann með í starfi, óöryggi, vonleysi, forðun, kvíða, depurð og /eða tilfinningalegum doða. Það getur komið í kjölfar staks atburðar eða vegna endurtekinna atburða. Samkvæmt skilgreiningu áfalls þá eru það ekki eingöngu þeir sem hafa sjálfir upplifað áfallaatburð sem geta þróað með sér áfallastreituröskun heldur einnig þeir sem heyra um eða verða vitni að atburði. Kulnun er talin þróast smám saman yfir langvarandi tímabil sé ekki brugðist við afleiðingum streitu eða áfalla í vinnu. Áður en heimsfaraldurinn skall á okkur bentu rannsóknir til þess að samúðarþreyta væri að aukast meðal heilbrigðisstarfsfólks, ætla má að samúðarþreyta sé enn meiri eftir Covid-19 þar sem öryggi fagfólks hefur verið ógnað og starfsaðstæður verið óvenjulega krefjandi. Við þurfum að stuðla að samúðarsátt Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að greina ástandið, því hefur undirrituð lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipaður verði starfshópur sem hafi það að markmiði að greina og gera tillögur að fyrirkomulagi til þess að efla andlega heilsu fagfólks sem vinnur við að hjálpa öðrum s.s. starfsfólk heilbrigðiskerfisins, lögreglu, slökkviliðs og í leik-grunn og framhaldsskólum o.fl. Við þurfum að stuðla að samúðarsátt ef svo mætti kalla. Samúðarsátt væri þá verndandi þáttur gegn samúðarþreytu. Hægt er að láta starfsmann upplifa samúðarsátt með nokkrum leiðum. Meðal annars þegar honum líður vel í vinnu, upplifir öryggi á vinnustað, að það ríki traust á meðal samstarfsfélaga, að það sem hann gerir skipti máli fyrir einstaklinginn sem hann þjónar, aðstandendur og samfélagið. Þá fær starfsmaðurinn orku til baka frá umhverfinu sem vegur á móti orkunni sem hann gaf af sér við það að hjálpa öðrum. Hægt er að stuðla að samúðarsátt með íhlutun, t.d. með fræðslu og námskeiðum, fá handleiðslu frá fagaðila, hafa skýr mörk á milli einkalífs og vinnu, gefa svigrúm fyrir slökun, hugleiðslu og núvitundaræfingar og loks með því að taka eftir því sem vel er gert og veita styrkleikum athygli. Hanna þarf gagnalíkan út frá rannsóknum um hverjir séu í meiri áhættu til að þróa með sér samúðarþreytu. Ef til vill má þannig grípa fyrr inn í með því að samlesa gögn og þekkja formerkin um veikindadaga og draga ályktanir um hverjir séu í mestri þörf fyrir handleiðslu og úrvinnslu annars stigs áfalla. Forvarnir eru mikilvægar Mikilvægt er að huga að forvörnum og tryggja heilbrigða vinnustaði. Við þurfum að skoða hvernig kerfið hlúir að þeim sem vinna við að hjálpa öðrum og bregðast við. Kostnaður vegna veikinda, ofþreytu og neikvæðra afleiðinga álagseinkenna er hár, hvort sem er fyrir einstaklinginn eða kerfið. Við erum með margra ára reynslu sem sýnir okkur að forvarnir skipta máli, en við erum alltaf að tileinka okkur forvarnir á nýjum sviðum, nú þurfum við að einbeita okkur að þessum starfsstéttum. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Vinnustaðurinn Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mannauður er ein mikilvægasta auðlind hverra fyrirtækja. Þessa auðlind ber að nýta af virðingu og líkt og aðrar auðlindir þá geta þær tæmst ef við skiljum ekkert eftir. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að heilbrigðis- og menntakerfinu stafi ógn af samúðarþreytu. En hvað er það? Segja má í mjög einfölduðu máli að samúðarþreyta sé þegar fagfólk gefi meira af eigin orku til vinnu sinnar en það fær til baka. Samúðarþreytu má greina í tvennt, annars stigs áfall og kulnun. Annars stigs áfall á við þegar starfsmaðurinn, finnur að vinnan hefur veruleg áhrif á líðan hans. Þetta getur meðal annars komið fram í endurupplifunum tengt atviki sem hann vann með í starfi, óöryggi, vonleysi, forðun, kvíða, depurð og /eða tilfinningalegum doða. Það getur komið í kjölfar staks atburðar eða vegna endurtekinna atburða. Samkvæmt skilgreiningu áfalls þá eru það ekki eingöngu þeir sem hafa sjálfir upplifað áfallaatburð sem geta þróað með sér áfallastreituröskun heldur einnig þeir sem heyra um eða verða vitni að atburði. Kulnun er talin þróast smám saman yfir langvarandi tímabil sé ekki brugðist við afleiðingum streitu eða áfalla í vinnu. Áður en heimsfaraldurinn skall á okkur bentu rannsóknir til þess að samúðarþreyta væri að aukast meðal heilbrigðisstarfsfólks, ætla má að samúðarþreyta sé enn meiri eftir Covid-19 þar sem öryggi fagfólks hefur verið ógnað og starfsaðstæður verið óvenjulega krefjandi. Við þurfum að stuðla að samúðarsátt Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að greina ástandið, því hefur undirrituð lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að skipaður verði starfshópur sem hafi það að markmiði að greina og gera tillögur að fyrirkomulagi til þess að efla andlega heilsu fagfólks sem vinnur við að hjálpa öðrum s.s. starfsfólk heilbrigðiskerfisins, lögreglu, slökkviliðs og í leik-grunn og framhaldsskólum o.fl. Við þurfum að stuðla að samúðarsátt ef svo mætti kalla. Samúðarsátt væri þá verndandi þáttur gegn samúðarþreytu. Hægt er að láta starfsmann upplifa samúðarsátt með nokkrum leiðum. Meðal annars þegar honum líður vel í vinnu, upplifir öryggi á vinnustað, að það ríki traust á meðal samstarfsfélaga, að það sem hann gerir skipti máli fyrir einstaklinginn sem hann þjónar, aðstandendur og samfélagið. Þá fær starfsmaðurinn orku til baka frá umhverfinu sem vegur á móti orkunni sem hann gaf af sér við það að hjálpa öðrum. Hægt er að stuðla að samúðarsátt með íhlutun, t.d. með fræðslu og námskeiðum, fá handleiðslu frá fagaðila, hafa skýr mörk á milli einkalífs og vinnu, gefa svigrúm fyrir slökun, hugleiðslu og núvitundaræfingar og loks með því að taka eftir því sem vel er gert og veita styrkleikum athygli. Hanna þarf gagnalíkan út frá rannsóknum um hverjir séu í meiri áhættu til að þróa með sér samúðarþreytu. Ef til vill má þannig grípa fyrr inn í með því að samlesa gögn og þekkja formerkin um veikindadaga og draga ályktanir um hverjir séu í mestri þörf fyrir handleiðslu og úrvinnslu annars stigs áfalla. Forvarnir eru mikilvægar Mikilvægt er að huga að forvörnum og tryggja heilbrigða vinnustaði. Við þurfum að skoða hvernig kerfið hlúir að þeim sem vinna við að hjálpa öðrum og bregðast við. Kostnaður vegna veikinda, ofþreytu og neikvæðra afleiðinga álagseinkenna er hár, hvort sem er fyrir einstaklinginn eða kerfið. Við erum með margra ára reynslu sem sýnir okkur að forvarnir skipta máli, en við erum alltaf að tileinka okkur forvarnir á nýjum sviðum, nú þurfum við að einbeita okkur að þessum starfsstéttum. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun