Laxeldisfyrirtæki á netaveiðum Elvar Örn Friðriksson skrifar 25. janúar 2022 14:02 Í gær birtust fréttir af því að enginn lax hefði veiðst í net í Reyðarfirði eftir að gat kom á sjókví þar. Í hvert skipti sem slysaslepping á sér stað er kastað út neti í stóran fjörð, látið liggja í dag eða tvo og þar með er viðbragðsáætlun lokið. Fréttir af þessu eru síðan notaðar til að sefa fólk og telja því trú um að fiskur hafi ekki sloppið. Því miður er það svo að engin leið er fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin eða eftirlitsaðila að sannreyna það fyrr en slátrað er upp úr sjókvínni. Lax sleppur alltaf úr sjókvíum Lax sleppur alltaf úr sjókvíum. Það á sér ekki bara stað þegar stór göt uppgötvast á kvíum, heldur lekur jafnt og þétt úr kvíunum þann tíma sem þær eru í sjó. Í áhættumati erfðablöndunar sem Hafrannsóknarstofnun gerði er gert ráð fyrir því að 0,8 laxar sleppi fyrir hvert framleitt tonn. Þar er þó ekki tekið tillit til slysasleppinga og stórslysa sem því miður eru afar algengir atburðir í sjókvíaeldi. Nú eru áberandi fréttir um þá gríðarlegu aukningu sem er í sjókvíaeldi á Íslandi. Flestar fréttirnar fjalla um útflutningsverðmæti en aldrei er talað um þau neikvæðu umhverfisáhrif sem fylgja þessari aukningu. Framleiðsla í sjókvíum árið 2021 var um 44.500 tonn og í þessum ósköpum drápust um það bil þrjár milljónir laxa vegna aðstæðna í kvíunum. Skoðum þessar tölur aðeins. Ef að 0,8 laxar sleppa fyrir hvert tonn, þá má gera ráð fyrir því að ríflega 37.000 frjóir, erfðabættir, norskir eldislaxar hafa sloppið út í íslenska náttúru árið 2021. Þessir laxar hafa sama eðli og þeir villtu, þ.e. þegar tíminn kemur leita þeir að á til að ganga upp í og hrygna með þeim villtu. Þetta er það sem mun þynna út erfðaefni villtra stofna og á endanum valda því að þeir deyja út. Villti laxinn í Noregi á válista yfir tegund í útrýmingarhættu, út af sjókvíaeldi Í Noregi er tæplega 67 % þeirra áa sem eru vaktaðar orðnar erfðablandaðar vegna strokulaxa úr sjókvíum. Villti laxinn í Noregi er nú kominn á válista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu. Nýjar rannsóknir sýna að það sama er upp á teningnum í Svíþjóð þrátt fyrir að árnar þar séu í órafjarlægð frá norskum sjókvíum. Jú það er nefnilega þannig að lax er með sporð, sama hvort hann er villtur eða alinn í sjókví. Núverandi stefna íslenskra stjórnvalda í sjókvíaeldi er ekkert annað en aðför að íslenskri náttúru og villtum stofnum. Látum ekki sefa okkur með fréttum af útflutningstekjum og dýrðardögum sjókvíaeldis. Stöndum vörð um náttúruna og villta laxinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Í gær birtust fréttir af því að enginn lax hefði veiðst í net í Reyðarfirði eftir að gat kom á sjókví þar. Í hvert skipti sem slysaslepping á sér stað er kastað út neti í stóran fjörð, látið liggja í dag eða tvo og þar með er viðbragðsáætlun lokið. Fréttir af þessu eru síðan notaðar til að sefa fólk og telja því trú um að fiskur hafi ekki sloppið. Því miður er það svo að engin leið er fyrir sjókvíaeldisfyrirtækin eða eftirlitsaðila að sannreyna það fyrr en slátrað er upp úr sjókvínni. Lax sleppur alltaf úr sjókvíum Lax sleppur alltaf úr sjókvíum. Það á sér ekki bara stað þegar stór göt uppgötvast á kvíum, heldur lekur jafnt og þétt úr kvíunum þann tíma sem þær eru í sjó. Í áhættumati erfðablöndunar sem Hafrannsóknarstofnun gerði er gert ráð fyrir því að 0,8 laxar sleppi fyrir hvert framleitt tonn. Þar er þó ekki tekið tillit til slysasleppinga og stórslysa sem því miður eru afar algengir atburðir í sjókvíaeldi. Nú eru áberandi fréttir um þá gríðarlegu aukningu sem er í sjókvíaeldi á Íslandi. Flestar fréttirnar fjalla um útflutningsverðmæti en aldrei er talað um þau neikvæðu umhverfisáhrif sem fylgja þessari aukningu. Framleiðsla í sjókvíum árið 2021 var um 44.500 tonn og í þessum ósköpum drápust um það bil þrjár milljónir laxa vegna aðstæðna í kvíunum. Skoðum þessar tölur aðeins. Ef að 0,8 laxar sleppa fyrir hvert tonn, þá má gera ráð fyrir því að ríflega 37.000 frjóir, erfðabættir, norskir eldislaxar hafa sloppið út í íslenska náttúru árið 2021. Þessir laxar hafa sama eðli og þeir villtu, þ.e. þegar tíminn kemur leita þeir að á til að ganga upp í og hrygna með þeim villtu. Þetta er það sem mun þynna út erfðaefni villtra stofna og á endanum valda því að þeir deyja út. Villti laxinn í Noregi á válista yfir tegund í útrýmingarhættu, út af sjókvíaeldi Í Noregi er tæplega 67 % þeirra áa sem eru vaktaðar orðnar erfðablandaðar vegna strokulaxa úr sjókvíum. Villti laxinn í Noregi er nú kominn á válista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu. Nýjar rannsóknir sýna að það sama er upp á teningnum í Svíþjóð þrátt fyrir að árnar þar séu í órafjarlægð frá norskum sjókvíum. Jú það er nefnilega þannig að lax er með sporð, sama hvort hann er villtur eða alinn í sjókví. Núverandi stefna íslenskra stjórnvalda í sjókvíaeldi er ekkert annað en aðför að íslenskri náttúru og villtum stofnum. Látum ekki sefa okkur með fréttum af útflutningstekjum og dýrðardögum sjókvíaeldis. Stöndum vörð um náttúruna og villta laxinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar