Bóluefnapassar - feilspor á lokametrunum? Erling Óskar Kristjánsson skrifar 24. janúar 2022 11:31 Umræða um bóluefnapassa hefur dúkkað upp í samfélaginu nokkrum sinnum í faraldrinum. Í lok nóvember sl. birti ég grein ásamt prófessor í læknisfræði, þar sem við útskýrðum að ekki væru vísindaleg rök fyrir slíkri mismunun, heldur byggi hugmyndin öllu heldur á skilningsleysi. Undanfarið hefur enn og aftur borið á þessari umræðu. Talsmenn þessarar stefnu bera oft fyrir sig þau rök að önnur lönd hafi farið þessa leið, líkt og það réttlæti sömu aðgerð hérlendis. Tímasetning umræðunnar er hins vegar sérstaklega undarleg að sinni, því meðan sumir Íslendingar vilja taka upp bóluefnapassa vilja önnur lönd hætta notkun þeirra. Cyrille Cohen er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri við Bar Ilan háskóla í Ísrael, og meðlimur í ráðgjafarnefnd ríkisstjórnarinnar um bóluefni við kórónuveirunni. Í nýlegu viðtali útskýrði hann að þar sem bóluefnin veittu orðið litla vörn gegn smiti væri eini tilgangur bóluefnapassa að þrýsta á fólk að láta bólusetja sig. Hann vill hins vegar meina að bóluefnapassar eigi ekki lengur við í þessari Omicron bylgju og sér ekki tilgang í því að halda notkun þeirra áfram. Ástæðurnar eru meðal annars þær að bóluefnin veita minni vörn gegn Omicron en fyrri afbrigðum. Omicron veldur síður alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði. Þá er það svo smitandi að útskúfun lítils hóps úr samfélaginu mun hafa lítil áhrif á útbreiðslu veirunnar á þessari stundu. Að sama skapi telur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, forsendur til að mismuna óbolusettum ekki vera jafn sterkar og áður. Fjármálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, vinnur að því með öðrum að leggja niður bóluefnapassa. Hann segir að margir sérfræðingar séu sammála um að það séu hvorki læknisfræðileg né faraldsfræðileg rök fyrir passanum. Hann segir að passinn skaði atvinnulífið, daglega starfsemi og auk þess ýti hann undir ofsahræðslu meðal almennings. Á sama tíma virðast sumir Íslendingar halda að þessir passar muni hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Hvernig væri að horfa á reynslu annarra ríkja? Þeir sem vilja bjarga efnahaginum ættu kannski frekar að líta til Flórída, Texas og fleiri ríkja vestanhafs þar sem fólk er ekki heltekið af ótta, og ferðaþjónusta og efnahagslíf blómstra fyrir vikið. Írar hafa hætt flestöllum sóttvarnaraðgerðum, þ.m.t. framvísun bóluefnapassa á viðburðum innanhúss. Fjöldi annarra landa stefna að því að aflétta öllu. Þann 26. janúar ætla Bretar að fara sömu leið, og leggja þar með niður bóluefnapassann sem þeir tóku í notkun fyrir rúmum mánuði. Kostnaður og fyrirhöfn við að taka svona passa í notkun er gríðarlegur en þetta entist ekki lengi hjá Bretunum. Þjóðir hafa tekið upp bóluefnapassa í þeim tilgangi að þrýsta á fólk til að láta bólusetja sig. Þeir hafa verið teknir í notkun þegar stór hluti almennings var enn óbólusettur. Þá voru skæðari afbrigði í umferð, auk þess sem bóluefnin veittu meiri vörn gegn þeim afbrigðum en Omicron. Þótt erlendum stjórnvöldum hafi þótt ákvörðunin rökrétt á sínum tíma, þýðir það ekki að hún sé rétt fyrir Ísland í dag. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, telur að upp undir helmingur Evrópubúa muni smitast af Omicron á næstu vikum. Það mun stuðla vel að hjarðónæmi í samfélaginu. Hérlendis eru rúmlega 90% fullorðinna bólusettir. Hinir hafa nú þegar smitast eða munu gera það á næstu vikum, og verða því vel varðir gegn endursmiti. Jafnvel þótt bóluefnapassar gerðu gagn, tæki því ekki að taka þá upp á þessari stundu. Faraldurinn gæti vel verið á undanhaldi. Reynum að forðast feilspor á lokametrunum. Höfundur er BS í verkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um bóluefnapassa hefur dúkkað upp í samfélaginu nokkrum sinnum í faraldrinum. Í lok nóvember sl. birti ég grein ásamt prófessor í læknisfræði, þar sem við útskýrðum að ekki væru vísindaleg rök fyrir slíkri mismunun, heldur byggi hugmyndin öllu heldur á skilningsleysi. Undanfarið hefur enn og aftur borið á þessari umræðu. Talsmenn þessarar stefnu bera oft fyrir sig þau rök að önnur lönd hafi farið þessa leið, líkt og það réttlæti sömu aðgerð hérlendis. Tímasetning umræðunnar er hins vegar sérstaklega undarleg að sinni, því meðan sumir Íslendingar vilja taka upp bóluefnapassa vilja önnur lönd hætta notkun þeirra. Cyrille Cohen er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri við Bar Ilan háskóla í Ísrael, og meðlimur í ráðgjafarnefnd ríkisstjórnarinnar um bóluefni við kórónuveirunni. Í nýlegu viðtali útskýrði hann að þar sem bóluefnin veittu orðið litla vörn gegn smiti væri eini tilgangur bóluefnapassa að þrýsta á fólk að láta bólusetja sig. Hann vill hins vegar meina að bóluefnapassar eigi ekki lengur við í þessari Omicron bylgju og sér ekki tilgang í því að halda notkun þeirra áfram. Ástæðurnar eru meðal annars þær að bóluefnin veita minni vörn gegn Omicron en fyrri afbrigðum. Omicron veldur síður alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði. Þá er það svo smitandi að útskúfun lítils hóps úr samfélaginu mun hafa lítil áhrif á útbreiðslu veirunnar á þessari stundu. Að sama skapi telur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, forsendur til að mismuna óbolusettum ekki vera jafn sterkar og áður. Fjármálaráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, vinnur að því með öðrum að leggja niður bóluefnapassa. Hann segir að margir sérfræðingar séu sammála um að það séu hvorki læknisfræðileg né faraldsfræðileg rök fyrir passanum. Hann segir að passinn skaði atvinnulífið, daglega starfsemi og auk þess ýti hann undir ofsahræðslu meðal almennings. Á sama tíma virðast sumir Íslendingar halda að þessir passar muni hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið. Hvernig væri að horfa á reynslu annarra ríkja? Þeir sem vilja bjarga efnahaginum ættu kannski frekar að líta til Flórída, Texas og fleiri ríkja vestanhafs þar sem fólk er ekki heltekið af ótta, og ferðaþjónusta og efnahagslíf blómstra fyrir vikið. Írar hafa hætt flestöllum sóttvarnaraðgerðum, þ.m.t. framvísun bóluefnapassa á viðburðum innanhúss. Fjöldi annarra landa stefna að því að aflétta öllu. Þann 26. janúar ætla Bretar að fara sömu leið, og leggja þar með niður bóluefnapassann sem þeir tóku í notkun fyrir rúmum mánuði. Kostnaður og fyrirhöfn við að taka svona passa í notkun er gríðarlegur en þetta entist ekki lengi hjá Bretunum. Þjóðir hafa tekið upp bóluefnapassa í þeim tilgangi að þrýsta á fólk til að láta bólusetja sig. Þeir hafa verið teknir í notkun þegar stór hluti almennings var enn óbólusettur. Þá voru skæðari afbrigði í umferð, auk þess sem bóluefnin veittu meiri vörn gegn þeim afbrigðum en Omicron. Þótt erlendum stjórnvöldum hafi þótt ákvörðunin rökrétt á sínum tíma, þýðir það ekki að hún sé rétt fyrir Ísland í dag. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, telur að upp undir helmingur Evrópubúa muni smitast af Omicron á næstu vikum. Það mun stuðla vel að hjarðónæmi í samfélaginu. Hérlendis eru rúmlega 90% fullorðinna bólusettir. Hinir hafa nú þegar smitast eða munu gera það á næstu vikum, og verða því vel varðir gegn endursmiti. Jafnvel þótt bóluefnapassar gerðu gagn, tæki því ekki að taka þá upp á þessari stundu. Faraldurinn gæti vel verið á undanhaldi. Reynum að forðast feilspor á lokametrunum. Höfundur er BS í verkfræði.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun