„Ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með“ Atli Arason skrifar 24. janúar 2022 07:01 Björn Kristjánsson, leikmaður KR Bára Dröfn Björn Kristjánsson, leikmaður KR, var til tals í hlaðvarpinu Undir Körfunni sem kom út núna í morgun. Björn fer um víðan völl í viðtalinu en kemur meðal annars inn á brotthvarf Shawn Glover frá KR en Glover yfirgaf félagið rétt fyrir áramót. „Hann var með glugga í samningi sínum, frá 20. des til 31. des um að geta farið frá KR. Vonandi er ég ekki að tala af mér en hann vildi geta farið hvenær sem er, en þetta endaði með því að vera þessi smá gluggi,“ sagði Björn. „Umboðsmaður hans var að leita á fullu greinilega og það endaði með því að þetta tilboð frá Filippseyjum kom upp.“ Félagaskiptin til Filippseyja komu skyndilega upp og Glover varð að yfirgefa KR í flýti til að taka langa flugferð frá Íslandi til Filippseyja. „Maður frétti af skiptunum þegar þetta kom upp en þetta var samt svo lítill gluggi og svo var eitthvað vesen með atvinnuleyfi. Allt í einu klárast þetta um kvöldið 30. desember og hann var bara farinn 31. desember. Hann kvaddi engan og var allt í einu bara farinn.“ Glover fór til Blackwater Bossing í filippísku deildinni. Stuttu eftir komu Glover til Filippseyja fór allt í lás og meðal annars var allur körfubolti settur á ís vegna fjölda Covid-19 smita í landinu. Síðasta viðureign sem var leikin í deildinni var 26. desember 2021. Glover hefur því ekki enn þá fengið að spila síðan hann fór út. Sjálfir eiga KR-ingar leik í kvöld gegn Breiðablik en vegna mikið af frestunum hjá KR, verður þetta fyrsti leikur þeirra síðan KR vann Þór Akureyri þann 16. desember og fyrsti leikur KR-inga á þessu tímabili án Shawn Glover. Shawn Glover í baráttu við Reginald Keely, leikmann Þórs Akureyri, í síðasta leik Glover fyrir KR.Bára Dröfn „Peningalega séð var þetta skref upp á við fyrir hann. Það er mikill peningur í þessari deild og ég held að þessi deild henti honum ágætlega þar sem þeir þurfa Kana sem getur skorað og hann getur það.“ Shawn Glover lék með Tindastól á síðasta tímabili og var þá með svipaðan samning við Stólana, að geta yfirgefa félagið þegar hann vildi. Tindastóll vildi fá Glover til að skuldbinda sig við félagið út úrslitakeppnina sem Glover vildi ekki og því skipti Tindastóll um Kana. „Ég heyrði eitthvað af þessu, áður en hann kom hingað. Þetta var ekki neitt vandamál á honum. Hann var með þennan opna samning að hann gæti farið hvenær sem er. Svo fékk Tindastóll Flenard Whitfield til að tryggja sig á því að hafa Kana í úrslitakeppninni, ef Glover skildi fara. Ég heyrði svo að Tindastóll hafi ekkert látið Glover vita, allt í einu var bara einhver annar gaur mættur.“ „Þetta allt kemur ekkert á óvart. Hann vildi væntanlega ekkert vera hér. Svo er hann með einhvern opin samning og umboðsmaðurinn alltaf að leita. Það er ekkert geggjað fyrir liðin að vera með einhvern gaur sem er alltaf að leita af því að fara eitthvað annað. Það er lítið öryggisnet í því.“ „Þetta er ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með en alveg fínn gaur utan vallar,“ sagði Björn Kristjánsson um sinn fyrrum liðsfélaga, Shawn Glover. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild með því að smella hér. Subway-deild karla KR Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Hann var með glugga í samningi sínum, frá 20. des til 31. des um að geta farið frá KR. Vonandi er ég ekki að tala af mér en hann vildi geta farið hvenær sem er, en þetta endaði með því að vera þessi smá gluggi,“ sagði Björn. „Umboðsmaður hans var að leita á fullu greinilega og það endaði með því að þetta tilboð frá Filippseyjum kom upp.“ Félagaskiptin til Filippseyja komu skyndilega upp og Glover varð að yfirgefa KR í flýti til að taka langa flugferð frá Íslandi til Filippseyja. „Maður frétti af skiptunum þegar þetta kom upp en þetta var samt svo lítill gluggi og svo var eitthvað vesen með atvinnuleyfi. Allt í einu klárast þetta um kvöldið 30. desember og hann var bara farinn 31. desember. Hann kvaddi engan og var allt í einu bara farinn.“ Glover fór til Blackwater Bossing í filippísku deildinni. Stuttu eftir komu Glover til Filippseyja fór allt í lás og meðal annars var allur körfubolti settur á ís vegna fjölda Covid-19 smita í landinu. Síðasta viðureign sem var leikin í deildinni var 26. desember 2021. Glover hefur því ekki enn þá fengið að spila síðan hann fór út. Sjálfir eiga KR-ingar leik í kvöld gegn Breiðablik en vegna mikið af frestunum hjá KR, verður þetta fyrsti leikur þeirra síðan KR vann Þór Akureyri þann 16. desember og fyrsti leikur KR-inga á þessu tímabili án Shawn Glover. Shawn Glover í baráttu við Reginald Keely, leikmann Þórs Akureyri, í síðasta leik Glover fyrir KR.Bára Dröfn „Peningalega séð var þetta skref upp á við fyrir hann. Það er mikill peningur í þessari deild og ég held að þessi deild henti honum ágætlega þar sem þeir þurfa Kana sem getur skorað og hann getur það.“ Shawn Glover lék með Tindastól á síðasta tímabili og var þá með svipaðan samning við Stólana, að geta yfirgefa félagið þegar hann vildi. Tindastóll vildi fá Glover til að skuldbinda sig við félagið út úrslitakeppnina sem Glover vildi ekki og því skipti Tindastóll um Kana. „Ég heyrði eitthvað af þessu, áður en hann kom hingað. Þetta var ekki neitt vandamál á honum. Hann var með þennan opna samning að hann gæti farið hvenær sem er. Svo fékk Tindastóll Flenard Whitfield til að tryggja sig á því að hafa Kana í úrslitakeppninni, ef Glover skildi fara. Ég heyrði svo að Tindastóll hafi ekkert látið Glover vita, allt í einu var bara einhver annar gaur mættur.“ „Þetta allt kemur ekkert á óvart. Hann vildi væntanlega ekkert vera hér. Svo er hann með einhvern opin samning og umboðsmaðurinn alltaf að leita. Það er ekkert geggjað fyrir liðin að vera með einhvern gaur sem er alltaf að leita af því að fara eitthvað annað. Það er lítið öryggisnet í því.“ „Þetta er ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með en alveg fínn gaur utan vallar,“ sagði Björn Kristjánsson um sinn fyrrum liðsfélaga, Shawn Glover. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild með því að smella hér.
Subway-deild karla KR Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira