„Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur!“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2022 21:30 Björgvin Páll Gústavsson ætlar að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, stefnir á að tækla Covid-19 eins og hvern annan leik. Hann greindist með veiruna í dag ásamt tveimur öðrum leikmönnum liðsins. Fyrr í kvöld greindi Vísir frá því að Björgvin Páll, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson hefðu greinst með Covid-19. Þetta er mikið högg fyrir íslenska landsliðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína á EM. Björgvin Páll hefur sérstaklega notið sín og var hreint út sagt frábær þegar mest á reyndi gegn Ungverjalandi í síðasta leik. Hann ætlar þó að leyfa sér að dreyma að Ísland fari sem lengst á Evrópumótinu þó liðið verði án hans og hinna tveggja það sem eftir lifir móts. „Takk fyrir allar batakveðjurnar! Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur! Treysti hinum gaurunum í liðinu 100% fyrir framhaldinu án okkar þriggja sem vorum að greinast. Ætla að nota tímann næstu daga í að láta mig dreyma um að við náum langt á þessu móti og mun berjast fyrir því að komast eins hratt til baka og ég get,“ segir Björgvin Páll í færslu á Facebook-síðu sinni. Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Ef að heilsan leyfir þá mun ég leyfa ykkur að fylgjast með bataferlinu á mínum miðlum til þess að drepa tímann aðeins. Allt pepp, hugmyndir um hvernig ég sigrast á Covid-19 á 5 dögum, hvernig ég held geðheilsunni og fleira eru vel þegnar. Treysti því svo að þið öskrið úr ykkur lungum fyrir framan sjónvarpið á morgun þegar við spilum við Dani. Áfram gakk og áfram Ísland,“ bætti Björgvin Páll við. Ísland mætir heimsmeisturum Danmerkur í milliriðli annað kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi sem og farið verður yfir allt það helsta úr leiknum að honum loknum. Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Fyrr í kvöld greindi Vísir frá því að Björgvin Páll, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson hefðu greinst með Covid-19. Þetta er mikið högg fyrir íslenska landsliðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína á EM. Björgvin Páll hefur sérstaklega notið sín og var hreint út sagt frábær þegar mest á reyndi gegn Ungverjalandi í síðasta leik. Hann ætlar þó að leyfa sér að dreyma að Ísland fari sem lengst á Evrópumótinu þó liðið verði án hans og hinna tveggja það sem eftir lifir móts. „Takk fyrir allar batakveðjurnar! Þetta covid drasl verður tæklað eins og hver annar leikur! Treysti hinum gaurunum í liðinu 100% fyrir framhaldinu án okkar þriggja sem vorum að greinast. Ætla að nota tímann næstu daga í að láta mig dreyma um að við náum langt á þessu móti og mun berjast fyrir því að komast eins hratt til baka og ég get,“ segir Björgvin Páll í færslu á Facebook-síðu sinni. Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Ef að heilsan leyfir þá mun ég leyfa ykkur að fylgjast með bataferlinu á mínum miðlum til þess að drepa tímann aðeins. Allt pepp, hugmyndir um hvernig ég sigrast á Covid-19 á 5 dögum, hvernig ég held geðheilsunni og fleira eru vel þegnar. Treysti því svo að þið öskrið úr ykkur lungum fyrir framan sjónvarpið á morgun þegar við spilum við Dani. Áfram gakk og áfram Ísland,“ bætti Björgvin Páll við. Ísland mætir heimsmeisturum Danmerkur í milliriðli annað kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi sem og farið verður yfir allt það helsta úr leiknum að honum loknum.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita