Lífið

Selja handáburði í lopapeysum til styrktar Konukoti

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Konukot er opið frá 17 til 10 og þar geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig.
Konukot er opið frá 17 til 10 og þar geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Þessa dagana stendur yfir söfnun fyrir Konukot á vegum L’Occitane sem selur handáburði í lopapeysum til styrktar athvarfsins. Prjónasysturnar frá Eyrarbakka þær Ingibjörg Jóhannsdóttir og Sólrún Jóhannsdóttir eru í sjálfboðavinnu við að hanna og prjóna peysurnar. Það renna 1.500 krónur af hverjum seldum handáburði í lopapeysu til Konukots.

Handáburðirnir í lopapeysum.Aðsend.

Konukot er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík og er rekið af Rótinni samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Þar er grunnþörfum kvenna sem þangað leita sinnt og þeim útvegaður matur, húsnæði og aðstaða til hreinlætis. Þjónustan er gestum neyðarskýlisins að kostnaðarlausu og eru allar þær konur sem á þurfa að halda velkomnar.

Ef fólk kýs að styrkja Konukot með öðrum hætti er einnig hægt að gefa fatnað og snyrtivörur á markað Konukots. Þar að auki er hægt að gefa matvæli eða leggja inn á gjafareikning Konukots og eru þeir fjármunir notaðir til að bæta aðstöðu eða hag kvennanna sem þangað sækja.


Tengdar fréttir

Kostnaður vegna heimilislausra tvöfaldast frá 2019

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur tvöfaldast frá árinu 2019. Ákveðið hefur verið að bæta við styrkjum til Konukots þannig að heimilið þurfi ekki að reiða sig á sjálfboðaliða.

Hafa áhyggjur af vetrinum og auglýsa eftir hlýjum fatnaði og skóm

„Þetta hefur gengið mjög vel upp á síðkastið. Við höfum áhyggjur af vetrinum en það hefur ekki stoppað hurðin og síminn síðan ég setti þetta inn áðan,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, þegar Vísir ræddi við hana í gærmorgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.