Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2022 19:01 Kristrún Frostadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. einar árnason Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. Í hádegisfréttum Bylgjunnar kallaði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á samkomutakmörkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar þeim efnahagsaðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær samhliða hertum sóttvörnum en bendir á að sóttvarnaaðgerðir hafi verið harðar í töluverðan tíma. „Við fögnum því auðvitað að það komi einhverjar efnahagsaðgerðir samhliða hertum sóttvörnum en það hafa náttúrulega verið hertar sóttvarnaaðgerðir í svolítinn tíma. Við hefðum auðvitað viljað sjá til að mynda útfærslu á aðgerðum sem við samþykktum fjárheimild fyrir fyrir jól í fjárlaganefnd til veitingahúsageirans koma strax fram. Við höfum enn ekki séð neitt sérstakt fyrir menningargeirann, þannig að jú það er eitthvað þarna en okkur vantar fleiri smáatriði í tengslum við þetta og það eru auðvitað margir sem bíða í ofvæni eftir því hvað þau eru að fara að gera við sinn rekstur,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Harðar aðgerðir hafi varað lengi Þá varpar hún þeirri spurningu fram hvers vegna efnahagsaðgerðir séu boðaðar svo seint. „Það hefði kannski verið eðlilegra að hafa lengri aðdraganda til að mynda að efnahagsaðgerðunum því að við sjáum strax merki um það fyrir jól og svo kemur núna akút aðgerð.“ „Staðreyndin er þessi að það er að koma annar gjalddagi strax hjá veitingahúsageiranum og þjónustugeiranum og þess háttar í tryggingagjaldi og vaski strax á mánudaginn sem að Alþingi þarf að drífa að að leyfa frestun á. Við spyrjum okkur að því hvers vegna þetta komi svona seint? Gott og vel að þetta sé að koma en það þarf að svara ýmsum öðrum spurningum í millitíðinni.“ Saknar hlutabótaleiðarinnar Hún segir umhugsunarvert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal úrræða eins og sakir standa. „Við verðum að hafa það í huga að mikið af því fólki sem að starfar í þjónustugeiranum, sem að líða mest fyrir þessar aðgerðir, er fólk í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki hálaunafólk. Mikið til ungt fólk sem margt er ekki með sterkt bakland. Flestir af þessum stöðum, ef ekki allir, vilja reyna að halda sínu fólki í vinnu en eru bara búnir með púðrið í sinni tunnu eftir tvö ár í þessu ástandi.“ Þá finnst henni umhugsunarvert að stofnunin sem sóttvarnaaðgerðir snúa að því að verja sé ekki fullfjármagnaður. „Við sáum það núna í fjárlaganefnd fyrir jól að Landspítalinn er ekki fullfjármagnaður það er tveggja milljarða króna gat í rekstri Landspítalans. Við í minnihlutanum lögðum til að þetta yrði fullfjármagnað. Þetta er bagalegt ástand. Að þessi stofnun sem ber hitann og þungann og er í framlínunni sé ekki fullfjármagnaður undir núverandi kringumstæðum og það bitnar síðan á öðrum geirum fyrir vikið.“ Hvar er Bjarni? Þá veltir hún því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé? „Ég held að margir spyrji sig að því hvar fjármálaráðherra einfaldlega er þessa dagana? Það fór ekki mikið fyrir honum í fjárlagaumræðunni fyrir jól. Núna er verið að tilkynna mjög umfangsmiklar og íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið og fjármálaráðherra er hvergi til svara þannig að við lýsum eftir fjármálaráðherra eins og mjög margir aðrir til þess að bregðast við þessum aðstæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar kallaði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á samkomutakmörkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar þeim efnahagsaðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær samhliða hertum sóttvörnum en bendir á að sóttvarnaaðgerðir hafi verið harðar í töluverðan tíma. „Við fögnum því auðvitað að það komi einhverjar efnahagsaðgerðir samhliða hertum sóttvörnum en það hafa náttúrulega verið hertar sóttvarnaaðgerðir í svolítinn tíma. Við hefðum auðvitað viljað sjá til að mynda útfærslu á aðgerðum sem við samþykktum fjárheimild fyrir fyrir jól í fjárlaganefnd til veitingahúsageirans koma strax fram. Við höfum enn ekki séð neitt sérstakt fyrir menningargeirann, þannig að jú það er eitthvað þarna en okkur vantar fleiri smáatriði í tengslum við þetta og það eru auðvitað margir sem bíða í ofvæni eftir því hvað þau eru að fara að gera við sinn rekstur,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Harðar aðgerðir hafi varað lengi Þá varpar hún þeirri spurningu fram hvers vegna efnahagsaðgerðir séu boðaðar svo seint. „Það hefði kannski verið eðlilegra að hafa lengri aðdraganda til að mynda að efnahagsaðgerðunum því að við sjáum strax merki um það fyrir jól og svo kemur núna akút aðgerð.“ „Staðreyndin er þessi að það er að koma annar gjalddagi strax hjá veitingahúsageiranum og þjónustugeiranum og þess háttar í tryggingagjaldi og vaski strax á mánudaginn sem að Alþingi þarf að drífa að að leyfa frestun á. Við spyrjum okkur að því hvers vegna þetta komi svona seint? Gott og vel að þetta sé að koma en það þarf að svara ýmsum öðrum spurningum í millitíðinni.“ Saknar hlutabótaleiðarinnar Hún segir umhugsunarvert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal úrræða eins og sakir standa. „Við verðum að hafa það í huga að mikið af því fólki sem að starfar í þjónustugeiranum, sem að líða mest fyrir þessar aðgerðir, er fólk í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki hálaunafólk. Mikið til ungt fólk sem margt er ekki með sterkt bakland. Flestir af þessum stöðum, ef ekki allir, vilja reyna að halda sínu fólki í vinnu en eru bara búnir með púðrið í sinni tunnu eftir tvö ár í þessu ástandi.“ Þá finnst henni umhugsunarvert að stofnunin sem sóttvarnaaðgerðir snúa að því að verja sé ekki fullfjármagnaður. „Við sáum það núna í fjárlaganefnd fyrir jól að Landspítalinn er ekki fullfjármagnaður það er tveggja milljarða króna gat í rekstri Landspítalans. Við í minnihlutanum lögðum til að þetta yrði fullfjármagnað. Þetta er bagalegt ástand. Að þessi stofnun sem ber hitann og þungann og er í framlínunni sé ekki fullfjármagnaður undir núverandi kringumstæðum og það bitnar síðan á öðrum geirum fyrir vikið.“ Hvar er Bjarni? Þá veltir hún því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé? „Ég held að margir spyrji sig að því hvar fjármálaráðherra einfaldlega er þessa dagana? Það fór ekki mikið fyrir honum í fjárlagaumræðunni fyrir jól. Núna er verið að tilkynna mjög umfangsmiklar og íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið og fjármálaráðherra er hvergi til svara þannig að við lýsum eftir fjármálaráðherra eins og mjög margir aðrir til þess að bregðast við þessum aðstæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira