„Ef maður hættir að fá fiðring þá á maður bara að hætta þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. janúar 2022 19:15 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, kveðst vera spenntur fyrir fyrsta leik liðsins á morgun. Vísir EM í handbolta hófst formlega í dag en nú er sólarhringur í fyrsta leik íslenska liðsins. Strákarnir ættu að þekkja andstæðing morgundagsins vel, en það eru Portúgalir sem mæta Íslendingum í fyrsta leik. Henry Birgir Gunnarsson er staddur í Búdapest þar sem leikurinn fer fram og hann tók stöðuna á þjálfara liðsins, Guðmundi Guðmundssyni, sem og fyrirliða liðsins, Aroni Pálmarssyni. „Það tilheyrir þessu sko, það er hluti af pakkanum,“ sagði Guðmundur aðspurður að því hvort að fiðringur fyrir fyrsta leik væri farinn að myndast. „Ef maður hættir að fá fiðring þá á maður bara að hætta þessu.“ Eins og áður segir þekkja íslensku strákarnir portúgalska liðið vel, en Guðmundur segist ekki vilja gefa of mikið upp um leikskipulagið á morgun. Hann segir einnig að liðið hafi fleiri vopn en í seinustu leikjum gegn Portúgal. „Ég náttúrulega gef ekkert leikplanið upp þannig lagað. En við erum búnir að fara rosalega vel yfir þá og greina alla okkar leiki á móti þeim sem eru þrjú stykki á einu ári. Nú erum við bara með fleiri vopn, menn eru í betra formi. Menn sem voru ekki að nýtast okkur í fyrra eru hérna núna þannig að mér líður bara tiltölulega vel“ Klippa: Ísland hefur leik á EM á morgun „Við erum staðráðnir í að gera vel“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska liðsins, segir að nú sé tími til kominn að stimpla sig almennilega inn. Mikið hafi verið rætt um að koma íslenska liðinu í hóp bestu átta handboltaþjóða heims á seinustu árum, og nú sé komið að því að sýna hvað liðið getur. „Við ætlum held ég bara að stimpla okkur almennilega inn. Við erum búnir að tala mikið í þrjú eða fjögur ár núna og nú er þetta bara undir okkur komið að sýna hvað við getum,“ sagði Aron. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska liðsins.Vísir „Við erum bara fókuseraðir finnst mér. Við erum staðráðnir í að gera vel. Hópurinn er búinn að tala mikið saman og við finnum það bara að stemningin er allt önnur en bara á sáðasta móti, eða þar síðasta eða fyrir þremur árum,“ sagði Aron að lokum. Leikur Íslands gegn Portúgal hefst klukkan 19:30 annað kvöld og verður hægt að fylgjast mep beinni textalýsingu hér á Vísi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson er staddur í Búdapest þar sem leikurinn fer fram og hann tók stöðuna á þjálfara liðsins, Guðmundi Guðmundssyni, sem og fyrirliða liðsins, Aroni Pálmarssyni. „Það tilheyrir þessu sko, það er hluti af pakkanum,“ sagði Guðmundur aðspurður að því hvort að fiðringur fyrir fyrsta leik væri farinn að myndast. „Ef maður hættir að fá fiðring þá á maður bara að hætta þessu.“ Eins og áður segir þekkja íslensku strákarnir portúgalska liðið vel, en Guðmundur segist ekki vilja gefa of mikið upp um leikskipulagið á morgun. Hann segir einnig að liðið hafi fleiri vopn en í seinustu leikjum gegn Portúgal. „Ég náttúrulega gef ekkert leikplanið upp þannig lagað. En við erum búnir að fara rosalega vel yfir þá og greina alla okkar leiki á móti þeim sem eru þrjú stykki á einu ári. Nú erum við bara með fleiri vopn, menn eru í betra formi. Menn sem voru ekki að nýtast okkur í fyrra eru hérna núna þannig að mér líður bara tiltölulega vel“ Klippa: Ísland hefur leik á EM á morgun „Við erum staðráðnir í að gera vel“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska liðsins, segir að nú sé tími til kominn að stimpla sig almennilega inn. Mikið hafi verið rætt um að koma íslenska liðinu í hóp bestu átta handboltaþjóða heims á seinustu árum, og nú sé komið að því að sýna hvað liðið getur. „Við ætlum held ég bara að stimpla okkur almennilega inn. Við erum búnir að tala mikið í þrjú eða fjögur ár núna og nú er þetta bara undir okkur komið að sýna hvað við getum,“ sagði Aron. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska liðsins.Vísir „Við erum bara fókuseraðir finnst mér. Við erum staðráðnir í að gera vel. Hópurinn er búinn að tala mikið saman og við finnum það bara að stemningin er allt önnur en bara á sáðasta móti, eða þar síðasta eða fyrir þremur árum,“ sagði Aron að lokum. Leikur Íslands gegn Portúgal hefst klukkan 19:30 annað kvöld og verður hægt að fylgjast mep beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira