Handbolti

Strákarnir mátuðu sig í stóru keppnishöllinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Venju samkvæmt hituðu íslensku leikmennirnir upp í fótbolta. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, fékk að vera með.
Venju samkvæmt hituðu íslensku leikmennirnir upp í fótbolta. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, fékk að vera með. hsí

Strákarnir okkar fengu loksins að líta nýju, glæsilegu keppnishöllina í Búdapest augum í dag er þeir æfðu þar í fyrsta skipti.

Þetta er glænýtt mannvirki sem tekur rúmlega tuttugu þúsund manns í sæti og þar er hugsað fyrir öllu. Það ætti því ekki að fara illa um þá tæplega fimm hundruð Íslendinga sem mæta á mótið.

Allir leikmenn liðsins eru heilir heilsu og tóku þátt í æfingunni í dag. Vonandi verður engin breyting þar á. 

Alvaran hefst svo annað kvöld er strákarnir spila við Portúgal. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og honum verða gerð góð skil á Vísi.

Selfyssingarnir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon.hsí
Búningsklefarnir eru hinir glæsilegustu.hsí

Tengdar fréttir

Teitur: Enn nóg af þáttum á Netflix

„Það er góð stemning í hópnum og góður fílingur yfir þessu finnst mér,“ sagði stórskyttan Teitur Örn Einarsson sem er mættur með landsliðinu á EM.

Viggó vonast til að fá stórt hlutverk

„Hótelið er mjög fínt þó svo það sé aðeins minna um sóttvarnir hérna en í Egyptalandi í fyrra,“ segir skyttan Viggó Kristjánsson jákvæð á hóteli íslenska liðsins í gær.

Guð­mundur búinn að vera í ein­angrun síðan fyrir jól

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, skilur lítið í sóttvarnarreglum – eða skorti þar á – Evrópumótsins í handbolta. Guðmundur hefur svo gott sem verið í einangrun síðan fyrir jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×