Handbolti

Elvar segist sjaldan hafa verið í betra standi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elvar Örn er eins tilbúinn og hægt er í mótið.
Elvar Örn er eins tilbúinn og hægt er í mótið.

Miðjumaðurinn Elvar Örn Jónsson verður væntanlega í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM og hann er klár í verkefnið.

„Ég er gríðarlega spenntur að spila fyrsta leikinn. Við höfum ekki spilað saman síðan í maí þannig að við erum spenntur,“ sagði Elvar Örn á hóteli landsliðsins í gær en þar reyna leikmenn liðsins að einangra sig og forðast smit.

„Ég hef sjaldan verið betri og líkaminn í toppstandi. Mér líður mjög vel,“ segir Elvar en hefur hann sett sér einhver markmið fyrir mótið?

„Ég set alltaf markmið og pressu á sjálfan mig fyrir mót og mun reyna að ná þeim. Ég vil halda þeim fyrir sjálfan mig samt. Líður best þannig.“

Fyrsti leikur Íslands á mótinu er gegn Portúgal sem er með öflugt lið þó svo það vanti lykilmenn hjá þeim.

„Við höfum spilað oft á móti þeim síðustu tvö ár. Þetta er bara skák og þetta er auðvitað úrslitaleikur eins og allir leikir riðilsins.“

Klippa: Elvar Örn í toppstandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×