Handbolti

Viggó vonast til að fá stórt hlutverk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viggó Kristjánsson.
Viggó Kristjánsson.

„Hótelið er mjög fínt þó svo það sé aðeins minna um sóttvarnir hérna en í Egyptalandi í fyrra,“ segir skyttan Viggó Kristjánsson jákvæð á hóteli íslenska liðsins í gær.

Strákarnir eru búnir að vera saman í tíu daga í hálfgerðri einagrun en það er góður andi.

„Það kemur auðvitað smá þreyta inn á milli sem er eðlilegt en við erum komnir núna á nýtt hótel í nýju landi“

Viggó hefur verið sívaxandi á síðustu árum og verið í lykilhlutverki hjá landsliðinu.

„Ég er í fínu formi og hef alveg jafnað mig af meiðslunum. Það hefur gengið vel hjá mér eftir meiðslin og ég er búinn að ná síðustu tíu leikjum í Bundesligunni.

Ég er fullur sjálfstrausts og klár í mótið.“

Það eru fjórar örvhentar skyttur í hópnum og baráttan hörð. Viggó er staðráðinn í að skila sínu.

„Ég vona að ég fái stórt hlutverk og svo er það undir mér komið að standa mig. Samkeppnin er ágæt hægra megin og þetta mun örugglega dreifast eitthvað.“

Klippa: Viggó vill stórt hlutverk

Tengdar fréttir

Guð­mundur búinn að vera í ein­angrun síðan fyrir jól

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, skilur lítið í sóttvarnarreglum – eða skorti þar á – Evrópumótsins í handbolta. Guðmundur hefur svo gott sem verið í einangrun síðan fyrir jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×