229 sm NBA-stjarna er nú lamaður fyrir neðan mitti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2022 11:30 Shawn Bradley var lengi liðsfélagi þeirra Steve Nash og Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. EPA/TOM TREICK Shawn Bradley er einn af hávöxnustu leikmönnunum í sögu NBA en þessi 229 sentimetra leikmaður spilaði í deildinni í fjórtán ár. Hjólslys fyrir ári síðan breytti lífi hans en hann hefur síðan verið lamaður fyrir neðan mitti. Bradley sagði Sports Illustrated frá því hvað kom fyrir hann í janúar 2021. Bradley var úti að hjóla og að fara út úr hringtorgi nálægt heimili sínu í St. George í Utah þegar Dodge smárúta keyrði á hann. Við stýrið var ökumaður sem var að drífa sig að ná í barnið sitt úr skóla. Brian Burnsed skrifaði greinina um Shawn Bradley og fékk að vita meira um slysið. Hann sagði frá því að Bradley flaug yfir bílinn og lenti með höfuðið fyrst á malbikinu. Hjálmurinn hans brotnaði undan þunganum en hinn 229 sentimetra maður var meira en 136 kíló. Konan sem keyrði á hann var aldrei kærð og hélt því fram að hún hafi gefið Bradley nægt rými þegar hún fór framhjá honum. Bradley lá í jörðinni á eftir og gat hvorki hreyft hendur né fætur. Hann gat ekki sest upp og átti í erfiðleikum með að anda. Hann var fluttur á sjúkrahús og eyddi þremur vikum á gjörgæsludeild áður en hann var fluttur á sérstaka deild fyrr fólk með samskonar meiðsli. Bradley er lamaður fyrir neðan mitti og fer um í hjólastól. Þetta er sérstakur hjólastóll sem vegur 226 kíló og það tók þrjá mánuði að útbúa hann sérstaklega fyrir Bradley. Hann treystir nú á hjólastólinn, eiginkonuna Carrie og börnin þeirra þrjú. Shawn Bradley var valinn númer tvö í nýliðavalinu árið 1994. Á ferlinum var hann með 8,1 stig, 6,3 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Bradley sagði Sports Illustrated frá því hvað kom fyrir hann í janúar 2021. Bradley var úti að hjóla og að fara út úr hringtorgi nálægt heimili sínu í St. George í Utah þegar Dodge smárúta keyrði á hann. Við stýrið var ökumaður sem var að drífa sig að ná í barnið sitt úr skóla. Brian Burnsed skrifaði greinina um Shawn Bradley og fékk að vita meira um slysið. Hann sagði frá því að Bradley flaug yfir bílinn og lenti með höfuðið fyrst á malbikinu. Hjálmurinn hans brotnaði undan þunganum en hinn 229 sentimetra maður var meira en 136 kíló. Konan sem keyrði á hann var aldrei kærð og hélt því fram að hún hafi gefið Bradley nægt rými þegar hún fór framhjá honum. Bradley lá í jörðinni á eftir og gat hvorki hreyft hendur né fætur. Hann gat ekki sest upp og átti í erfiðleikum með að anda. Hann var fluttur á sjúkrahús og eyddi þremur vikum á gjörgæsludeild áður en hann var fluttur á sérstaka deild fyrr fólk með samskonar meiðsli. Bradley er lamaður fyrir neðan mitti og fer um í hjólastól. Þetta er sérstakur hjólastóll sem vegur 226 kíló og það tók þrjá mánuði að útbúa hann sérstaklega fyrir Bradley. Hann treystir nú á hjólastólinn, eiginkonuna Carrie og börnin þeirra þrjú. Shawn Bradley var valinn númer tvö í nýliðavalinu árið 1994. Á ferlinum var hann með 8,1 stig, 6,3 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira