Karlmenn sem eiga erfitt með umræðuna Margrét Bjarnadóttir skrifar 10. janúar 2022 22:02 Reiðin sem blossaði upp innra með mér eftir fréttir fimmtudagsins er nátengd reiðinni sem ég fann fyrir jól eftir að hafa farið á bar með vinkonum mínum þar sem stór hópur karlmanna, um og yfir fimmtugt, var þegar staddur. Klukkan var átta þegar við gengum inn á staðinn, allar með grímur. Við vorum rétt komnar inn úr dyrunum þegar ókunnugur karlmaður gengur upp að vinkonu minni, dregur niður grímuna hennar og strýkur henni í framan. Hún bandar honum frá sér og okkur er vísað til borðs sem við áttum frátekið, á góðum stað, út af fyrir okkur, með útsýni yfir Austurvöll. Vinkona mín fer á barinn til að panta sér drykk og þar sem hún bíður eftir afgreiðslu kemur maður upp að henni og byrjar að pota í hana og vinur hans að káfa á henni. Hún gengur í burtu án þess að ná að panta sér drykk. Við fáum þá að panta drykki frá borðinu okkar þannig að við þurfum ekki að standa við barinn. Við vorum búnar að vera inni á staðnum í þrjár mínútur og þremur karlmönnum hafði tekist að sýna þessa hegðun á þeim mettíma. Og einmitt, þetta voru bara svona efnaðir, „flottir“ karlar um fimmtugt. Og klukkan var átta. En þetta var náttúrlega ekkert ný eða framandi reynsla, þetta hefur alltaf verið svona og maður á óteljandi svona sögur en kannski af því að ég var ekki að drekka áfengi þetta kvöld og maður hafði ekki farið á barinn lengi og önnur metoo bylgjan hefur verið í gangi, þá var þetta svo ótrúlega skýrt og þolið gagnvart þessu í sögulegu lágmarki. Eins og einhver illa skrifuð metoo–sýnidæmi. Ekkert frumlegt. Og allar þessar bar-senur í gegnum tíðina fóru að rifjast upp, allt óumbeðna káfið, óumbeðnu samtölin og óumbeðnu „af hverju brosirðu ekki? þú ert fallegri þannig“-kommentin og hvað þetta var allt fullkomlega glatað – og er. Og hvað það er ótrúlega skrítið að þetta hafi ekkert breyst eftir alla umræðuna síðustu ár og mánuði. Breytingin virðist allavega ekki hafa ratað á barina. Að minnsta kosti ekki á barina sem miðaldra karlarnir sækja. Ég velti því fyrir mér hvort þessi kynslóð karlmanna eigi sérstaklega erfitt með umræðuna og breytingarnar sem nú er kallað eftir? Þeir eru ekki ungir – en heldur ekki orðnir gamlir. Þeir eru í hringiðunni, í áhrifastöðum, yfirmenn, stjórnendur fyrirtækja … Þetta er einmitt sú kynslóð karlmanna sem þyrfti að vera sérstaklega meðvituð um kúltúrinn sem hefur fengið að viðgangast og hegðunar- og viðhorfsbreytingarnar sem þurfa að eiga sér stað. Annars munu þeir úreldast mjög fljótt. En ég hef á tilfinningunni að margir nenni lítið að setja sig inn í þetta. Finnst þeir kannski vera þokkalega menntaðir og civiliseraðir og að þetta snerti þá ekkert sérstaklega. Finnst þetta bara vesen, óþægilegt og þreytandi. Þeir eru kannski meðvitaðir um umræðuna en ég hef á tilfinningunni að upplýsinga-upptakan hjá sumum sé mjög grunn og stutt í óþolið – en ef maður hlustar bara með egóinu sínu eða í vörn, þá meðtekur maður ekki neitt. Sumir geta því aldrei fyllilega skilið hvað þarf að breytast. Taka það ekki raunverulega til sín. Þeir geta jafnvel virst meðvitaðir og upplýstir í orði en eru fljótir að missa tökin á borði. Þeim finnst kannski eins og verið sé að taka eitthvað frá þeim. Nú sé þeirra tími. En hvað er raunverulega verið að taka frá þeim? Ég tek það fram að þegar ég tala um „þá“ og heila kynslóð þá er ég að sjálfsögðu bara að tala um suma – ég veit að margir karlmenn hafa tekið umræðuna mjög alvarlega og lagt sig fram um að hlusta en oft er það þannig að þeir hlusta af mestu athyglinni sem þurfa kannski síst að taka hlutina til sín. Reyndar held ég að við þurfum öll að taka umræðuna til okkar og hlusta vandlega vegna þess að þetta snýst ekki bara um að breyta hegðun og viðhorfi, heldur einfaldlega að vera vakandi fyrir henni í samfélaginu og okkar nánasta umhverfi – og fordæma þegar við verðum vitni að þessari gömlu og úreltu hegðun – eða komum auga á hana hjá okkur sjálfum. En ég leyfi mér áfram að tala um „þá“, þessa karlmenn. Það er eins og þeir skilji ekki hvað er raunverulega átt við þegar talað er um tilkallið sem þeir virðast sjálfkrafa telja sig hafa. Tilkall til líkama annarra, tilkall til samtals, tilkall til athygli, tilkall til aðeins meiri virðingar en konan – bara pínu meiri virðingar. Eins og það sé sjálfsagt og eðlilegt. Þetta tilkall getur verið ótrúlega lúmskt og sumir gera sér jafnvel ekki grein fyrir því að þeim finnist þeir innst inni hafa þetta tilkall. Og svo virðast hlutirnir geta brenglast rækilega í krafti aldurs, stöðu, peninga og valds. Eins og afhjúpaðist svo skýrt nú í lok vikunnar. Áður en þeir vita af eru þeir allsberir í heitum potti með þremur félögum sínum að setja fingur upp í endaþarm ungrar konu sem er jafngömul börnunum þeirra. Þið megið lesa síðustu setningu aftur. Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Reiðin sem blossaði upp innra með mér eftir fréttir fimmtudagsins er nátengd reiðinni sem ég fann fyrir jól eftir að hafa farið á bar með vinkonum mínum þar sem stór hópur karlmanna, um og yfir fimmtugt, var þegar staddur. Klukkan var átta þegar við gengum inn á staðinn, allar með grímur. Við vorum rétt komnar inn úr dyrunum þegar ókunnugur karlmaður gengur upp að vinkonu minni, dregur niður grímuna hennar og strýkur henni í framan. Hún bandar honum frá sér og okkur er vísað til borðs sem við áttum frátekið, á góðum stað, út af fyrir okkur, með útsýni yfir Austurvöll. Vinkona mín fer á barinn til að panta sér drykk og þar sem hún bíður eftir afgreiðslu kemur maður upp að henni og byrjar að pota í hana og vinur hans að káfa á henni. Hún gengur í burtu án þess að ná að panta sér drykk. Við fáum þá að panta drykki frá borðinu okkar þannig að við þurfum ekki að standa við barinn. Við vorum búnar að vera inni á staðnum í þrjár mínútur og þremur karlmönnum hafði tekist að sýna þessa hegðun á þeim mettíma. Og einmitt, þetta voru bara svona efnaðir, „flottir“ karlar um fimmtugt. Og klukkan var átta. En þetta var náttúrlega ekkert ný eða framandi reynsla, þetta hefur alltaf verið svona og maður á óteljandi svona sögur en kannski af því að ég var ekki að drekka áfengi þetta kvöld og maður hafði ekki farið á barinn lengi og önnur metoo bylgjan hefur verið í gangi, þá var þetta svo ótrúlega skýrt og þolið gagnvart þessu í sögulegu lágmarki. Eins og einhver illa skrifuð metoo–sýnidæmi. Ekkert frumlegt. Og allar þessar bar-senur í gegnum tíðina fóru að rifjast upp, allt óumbeðna káfið, óumbeðnu samtölin og óumbeðnu „af hverju brosirðu ekki? þú ert fallegri þannig“-kommentin og hvað þetta var allt fullkomlega glatað – og er. Og hvað það er ótrúlega skrítið að þetta hafi ekkert breyst eftir alla umræðuna síðustu ár og mánuði. Breytingin virðist allavega ekki hafa ratað á barina. Að minnsta kosti ekki á barina sem miðaldra karlarnir sækja. Ég velti því fyrir mér hvort þessi kynslóð karlmanna eigi sérstaklega erfitt með umræðuna og breytingarnar sem nú er kallað eftir? Þeir eru ekki ungir – en heldur ekki orðnir gamlir. Þeir eru í hringiðunni, í áhrifastöðum, yfirmenn, stjórnendur fyrirtækja … Þetta er einmitt sú kynslóð karlmanna sem þyrfti að vera sérstaklega meðvituð um kúltúrinn sem hefur fengið að viðgangast og hegðunar- og viðhorfsbreytingarnar sem þurfa að eiga sér stað. Annars munu þeir úreldast mjög fljótt. En ég hef á tilfinningunni að margir nenni lítið að setja sig inn í þetta. Finnst þeir kannski vera þokkalega menntaðir og civiliseraðir og að þetta snerti þá ekkert sérstaklega. Finnst þetta bara vesen, óþægilegt og þreytandi. Þeir eru kannski meðvitaðir um umræðuna en ég hef á tilfinningunni að upplýsinga-upptakan hjá sumum sé mjög grunn og stutt í óþolið – en ef maður hlustar bara með egóinu sínu eða í vörn, þá meðtekur maður ekki neitt. Sumir geta því aldrei fyllilega skilið hvað þarf að breytast. Taka það ekki raunverulega til sín. Þeir geta jafnvel virst meðvitaðir og upplýstir í orði en eru fljótir að missa tökin á borði. Þeim finnst kannski eins og verið sé að taka eitthvað frá þeim. Nú sé þeirra tími. En hvað er raunverulega verið að taka frá þeim? Ég tek það fram að þegar ég tala um „þá“ og heila kynslóð þá er ég að sjálfsögðu bara að tala um suma – ég veit að margir karlmenn hafa tekið umræðuna mjög alvarlega og lagt sig fram um að hlusta en oft er það þannig að þeir hlusta af mestu athyglinni sem þurfa kannski síst að taka hlutina til sín. Reyndar held ég að við þurfum öll að taka umræðuna til okkar og hlusta vandlega vegna þess að þetta snýst ekki bara um að breyta hegðun og viðhorfi, heldur einfaldlega að vera vakandi fyrir henni í samfélaginu og okkar nánasta umhverfi – og fordæma þegar við verðum vitni að þessari gömlu og úreltu hegðun – eða komum auga á hana hjá okkur sjálfum. En ég leyfi mér áfram að tala um „þá“, þessa karlmenn. Það er eins og þeir skilji ekki hvað er raunverulega átt við þegar talað er um tilkallið sem þeir virðast sjálfkrafa telja sig hafa. Tilkall til líkama annarra, tilkall til samtals, tilkall til athygli, tilkall til aðeins meiri virðingar en konan – bara pínu meiri virðingar. Eins og það sé sjálfsagt og eðlilegt. Þetta tilkall getur verið ótrúlega lúmskt og sumir gera sér jafnvel ekki grein fyrir því að þeim finnist þeir innst inni hafa þetta tilkall. Og svo virðast hlutirnir geta brenglast rækilega í krafti aldurs, stöðu, peninga og valds. Eins og afhjúpaðist svo skýrt nú í lok vikunnar. Áður en þeir vita af eru þeir allsberir í heitum potti með þremur félögum sínum að setja fingur upp í endaþarm ungrar konu sem er jafngömul börnunum þeirra. Þið megið lesa síðustu setningu aftur. Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ. Höfundur er listamaður.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar