Körfubolti

Þórsarar tolleruðu þjálfarann eftir fyrsta sigurinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, í loftköstum eftir leikinn gegn Grindavík.
Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, í loftköstum eftir leikinn gegn Grindavík. stöð 2 sport

Þórsarar frá Akureyri unnu sinn fyrsta sigur í Subway-deild karla í körfubolta í gær og fögnuðu honum vel og innilega.

Þór bar sigurorð af Grindavík, 82-80, í eina leik gærdagsins í Subway-deildinni. Þetta var fyrsti sigur Þórsara í deildinni en þeir töpuðu fyrstu ellefu leikjum sínum.

Þórsarar voru mjög kátir eftir þennan langþráða sigur og ákváðu að tollera þjálfarann sinn, Bjarka Ármann Oddsson. Hann átti einnig afmæli í gær. Myndband af flugferðinni sem hann fékk má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Tolleruðu þjálfarann eftir fyrsta sigurinn

Óheppnin hefur elt Þórsara á röndum í vetur en þrír erlendir leikmenn hafa þurft að halda heim á leið eftir að hafa meiðst alvarlega. Þeir hafa þó ekki týnt gleðinni eins og sást bersýnilega í leikslok í gær.

Þór fær tækifæri til að fylgja sigrinum góða á Grindavík eftir þegar liðið fær Tindastól í heimsókn á mánudaginn.

Þrátt fyrir sigurinn er Þór enn í tólfta og neðsta sæti deildarinnar með tvö stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.