Samstarf eða sameining? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. janúar 2022 13:01 Nær hálft kjörtímabilið sem nú er að líða hefur verið undir áhrifum heimsfaraldurs, sem hefur snert alla starfsemi sveitarfélaga. Framlínufólk í félagsþjónustu og leik- og grunnskólum hefur unnið þrekvirki með því að halda okkar mikilvægustu þjónustu gangandi og tryggja öryggi þeirra sem ekki geta án hennar verið. Við höfum sammælst um að halda samfélaginu í eins föstum skorðum og mögulegt er. Það hefur vissulega reynt á og krafist aukinnar vinnu allra sem að þessari mikilvægu grunnþjónustu koma. Við erum flest á þeirri skoðun að okkur hafi tekist vel til að stýra málum þrátt fyrir alla óvissuna og uppákomurnar sem heimsfaraldur býður upp á. En hvernig fórum við að þessu? Hver er lykillinn að því að sveitarfélögin standa þetta gríðarlega rask af sér, sum laskaðri en önnur en samt upprétt, gefast ekki upp og halda samfélaginu gangandi? Á höfuðborgarsvæðinu er svarið augljóst: Samvinna sveitarfélaga. Með henni hefur nærþjónusta haldist órofin, þar sem sveitarfélögin hafa staðið þétt saman og haldið utan um aðgerðir og útfærslur sem hafa oft verið flóknar og afar krefjandi. Allt til þess gert að skapa íbúum eins eðlilegt daglegt líf og kostur er. Í skólunum, bæði leik- og grunnskólum, er búið að ná góðum tökum á hólfaskiptingum og meiriháttar umbreytingu kennslu með fjarkennslu. Innan félagsþjónustunnar hefur hverri áætlun á eftir annarri verið komið á laggirnar til að tryggja að einstaklingar, sem komast ekki af án þjónustu, geti haldið áfram sínu daglega lífi eins og kostur er. Hér er allt undir, skipulag, útsjónarsemi og faglegur styrkur, samstarf þar sem allir hafa lagst á eitt og ómetanlegt vinnuframlag allra sem að koma í þágu samfélagsins. Það verður seint þakkað að fullu. Undanfarin misseri hafa leitt okkur fyrir sjónir hversu hratt og vel við getum unnið saman, þegar mikið liggur við. Sú staðreynd hlýtur að vera okkur veganesti inn í verkefni sveitarfélaganna næstu misserin. Við eigum að efla samstarfið áfram, setja íbúana og þjónustuna við þá í fyrsta sætið og láta ekki bæjar- eða valdmörk koma í veg fyrir möguleikana á enn betri og öflugri þjónustu. Við þekkjum vel til samstarfs frá fyrri tíð, til dæmis í sorphirðu og almenningssamgöngum og höfum hafið samstarf um stafræna umbreytingu stjórnsýslunnar. Það er risavaxið verkefni sem nær vonandi að nýta reynslu, einfalda kerfi, deila kostnaði og nýta betur skattfé. Við getum hugsað stórt og það eigum við að gera áfram. Húsnæðisuppbygging er enn eitt verkefnið sem sveitarfélögin ættu að tryggja enn frekara samstarf um og deila ábyrgð í uppbyggingu þannig að öllum sé gert kleift að velja sér búsetu óháð efnahag. Aukin samvinna kallar óneitanlega á vangaveltur um annan kost, sem er hugsanleg sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Heimsfaraldurinn hefur kennt okkur að saman erum við sterkari. Við verðum að hafa þá reynslu í huga, nú þegar við höldum í vonina um að fá til baka frelsið okkar. Gerum betur og gerum það saman. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Nær hálft kjörtímabilið sem nú er að líða hefur verið undir áhrifum heimsfaraldurs, sem hefur snert alla starfsemi sveitarfélaga. Framlínufólk í félagsþjónustu og leik- og grunnskólum hefur unnið þrekvirki með því að halda okkar mikilvægustu þjónustu gangandi og tryggja öryggi þeirra sem ekki geta án hennar verið. Við höfum sammælst um að halda samfélaginu í eins föstum skorðum og mögulegt er. Það hefur vissulega reynt á og krafist aukinnar vinnu allra sem að þessari mikilvægu grunnþjónustu koma. Við erum flest á þeirri skoðun að okkur hafi tekist vel til að stýra málum þrátt fyrir alla óvissuna og uppákomurnar sem heimsfaraldur býður upp á. En hvernig fórum við að þessu? Hver er lykillinn að því að sveitarfélögin standa þetta gríðarlega rask af sér, sum laskaðri en önnur en samt upprétt, gefast ekki upp og halda samfélaginu gangandi? Á höfuðborgarsvæðinu er svarið augljóst: Samvinna sveitarfélaga. Með henni hefur nærþjónusta haldist órofin, þar sem sveitarfélögin hafa staðið þétt saman og haldið utan um aðgerðir og útfærslur sem hafa oft verið flóknar og afar krefjandi. Allt til þess gert að skapa íbúum eins eðlilegt daglegt líf og kostur er. Í skólunum, bæði leik- og grunnskólum, er búið að ná góðum tökum á hólfaskiptingum og meiriháttar umbreytingu kennslu með fjarkennslu. Innan félagsþjónustunnar hefur hverri áætlun á eftir annarri verið komið á laggirnar til að tryggja að einstaklingar, sem komast ekki af án þjónustu, geti haldið áfram sínu daglega lífi eins og kostur er. Hér er allt undir, skipulag, útsjónarsemi og faglegur styrkur, samstarf þar sem allir hafa lagst á eitt og ómetanlegt vinnuframlag allra sem að koma í þágu samfélagsins. Það verður seint þakkað að fullu. Undanfarin misseri hafa leitt okkur fyrir sjónir hversu hratt og vel við getum unnið saman, þegar mikið liggur við. Sú staðreynd hlýtur að vera okkur veganesti inn í verkefni sveitarfélaganna næstu misserin. Við eigum að efla samstarfið áfram, setja íbúana og þjónustuna við þá í fyrsta sætið og láta ekki bæjar- eða valdmörk koma í veg fyrir möguleikana á enn betri og öflugri þjónustu. Við þekkjum vel til samstarfs frá fyrri tíð, til dæmis í sorphirðu og almenningssamgöngum og höfum hafið samstarf um stafræna umbreytingu stjórnsýslunnar. Það er risavaxið verkefni sem nær vonandi að nýta reynslu, einfalda kerfi, deila kostnaði og nýta betur skattfé. Við getum hugsað stórt og það eigum við að gera áfram. Húsnæðisuppbygging er enn eitt verkefnið sem sveitarfélögin ættu að tryggja enn frekara samstarf um og deila ábyrgð í uppbyggingu þannig að öllum sé gert kleift að velja sér búsetu óháð efnahag. Aukin samvinna kallar óneitanlega á vangaveltur um annan kost, sem er hugsanleg sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Heimsfaraldurinn hefur kennt okkur að saman erum við sterkari. Við verðum að hafa þá reynslu í huga, nú þegar við höldum í vonina um að fá til baka frelsið okkar. Gerum betur og gerum það saman. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun