Körfubolti

Tindastóll fær liðsstyrk frá Króatíu | Massamba heldur heim á leið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Zoran Vrkic mun leika með Tindastól í Subway-deildinni.
Zoran Vrkic mun leika með Tindastól í Subway-deildinni. Ales Fevzer/Euroleague Basketball via Getty Images

Tindastóll hefur samið við króatíska leikmanninn Zoran Vrkic um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway-deild karla í körfubolta.

Frá þessu varr greint á samfélagsmiðlum Tindastóls fyrr í dag, en Vrkic lék síðast fyrir Alkar í heimalandinu. Áður hefur hann leikið í efstu deild bæði á Spáni og Grikklandi.

Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að bakvörðurinn Thomas Massamba haldi heim á leið. Massamba hefur leikið tíu leiki fyrir Tindastól á tímabilinu og er að meðaltali með níu stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar í leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.