Afnám ívilnuna tengiltvinnbíla er skref afturábak og slæm áhrif til framtíðar. Jóhannes Jóhannesson skrifar 26. desember 2021 16:30 Í ítarlegum svörum fjármála – og efnahagsráðuneytisins við umsögnum um virðisaukaskatt er settar fram röksemdafærslur sem Bílgreinasambandið gerir athugasemdir við og er margan hátt mikil einföldun og áhrif afnáms ívilnana á þessum tímapunkti er verulega vanmetnar af stjórnvöldum. Það er ljóst að hraðvirkar lausnir eru nauðsynlegar í loftlagsmálum og samgöngur á landi eru einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á koltvísýringslosun þó hann sé ekki sá eini. Það var hins vegar ljóst að aðgerðir til orkuskipta hvað varðar fólksbíla væru nokkuð einfaldar miðað við aðra kosti (þungaflutninga, skip og flugvélar) Tekin voru afgerandi skref í þá átt árið 2011 með breytingum á vörugjaldakerfinu með áherslur á koltvísýringslosun og síðar virðisaukaskattsívilnun rafbíla og tengiltvinnbíla hafði lítil sem engin áhrif fyrstu árin enda framboð tengiltvinn- og rafmagnsbíla lítið sem ekkert. Frá 2016 eykst úrval tengiltvinnbíla en það er síðan ekki fyrr en árið 2019 sem úrval hreinna rafbíla fer að aukast og þá fyrst taka orkukskiptin á flug á sama tíma. Það má því segja að þær ívilnanir sem stjórnvöld fóru af stað með 2011 hafa í raun ekki haft nein teljandi áhrif fyrr en árið 2019 og eins og bersýnilegt má sjá í grafi um hlutfall nýskráðra fólksbíla eftir orkugjöfum. Það er mjög sérstakt að sjá þá fordóma sem afhjúpast í umsögn ráðuneytisins varðandi skráningar tengiltvinnbíla og rafbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi og virðist vera gefið í skyn að þar séu efnameiri kaupendur að nýta sér ívilnun án þess að keyra síðan á rafmagni. Þetta er mjög gölluð nálgun og ekki tekið neitt tilliti til íbúafjölda og fjölda bíla á hverju svæði né til uppbyggingu hleðsluinnviða. Þegar horft er á hlutdeild tengiltvinnbíla (PHEV) þá er hlutfall þeirra langhæst á Vestfjörðum og Norðurlandi miðað við landsmeðaltal enda strjálbýlt og vegalengdir miklar. Austurland er með aðeins lægra hlutfall en það skýrist af sérstaklega háu hlutfalli hefðbundinna bensín – og dísel bíla. Þeir landshlutar sem eru næst höfuðborgarsvæðinu, Suðurland og Vesturland ásamt höfuðborgarsvæðinu sjálfu eru síðan með hæst hlutfall hreinna rafbíla sem skýrist auðveldlega með að drægni dugar fyrir þær vegalengdir sem verið er að keyra og veikir hleðsluinnviðir hafa þá síður áhrif. Í umsögn ráðuneytis að nú sé rétti tíminn til að afnema ívilnanir vegna tengiltvinnbíla og með því velji fleiri að kaupa nýjan rafmagnsbíl og horft sé til Noregs sem „fyrirheitna landið“ í þeim efnum er gríðarleg einföldun á stöðunni og hreinlega röng og alfarið litið fram hjá þeirri staðreynd að hleðsluinnviðir eru langt frá því að vera nægir til að réttlæta þessa ákvörðun enda erum við mörgum árum á eftir Noregi í þeim efnum. Það er einnig mjög undarlegt að sjá að metnaðarfull markmið í loftlagsmálum eru hvergi tekin inn í þessa umræðu sem og þær afleiðingar í formi peninga og álitshnekkis sem af hlytist ef Ísland uppfyllir ekki loforð sín í þeim efnum. Eins og sjá má í dæmum hér að neðan þar sem bornar eru saman 5 algengar tegundir þá mengar hefðbundinn bensín og/eða dísel bíll á bilinu 3 -5 sinnum meira en tengiltvinnbíll. Hvers vegna er ekki horft til þeirrar staðreyndar sætir furðu en það er einfalt að horfa einungis á fjárhagslegu hlið málsins og líta algjörlega framhjá loftlagsmálum Bláa súlan sýnir hefðbundinn bensín/dísel bíl og græna súlan tengiltvinnbíll sömu gerðar. Rauða súlan sýnir mismun losunar á ársgrundvelli. Niðurstaðan af þeirri leið er stjórnvöld völdu að fara í sinni vegferð að hraða orkuskiptum sem mest var og er augljós og er hraði orkuskiptanna miklu meiri en ella hefði orðið. Hins vegar er ljóst að enn er langt í land ef markmið eiga að nást enda eru hreinir rafbílar einungis 4,6% af heildarflota skráðra fólksbíla og tengiltvinnbílar 6,7% eða samanlagt 11,2% og því eru aðrar gerðir orkugjafa enn 88,8% af heildarfjölda fólksbíla. Afnám ívilnana á þessum tímapunkti mun hægja stórlega á hraða orkuskipta. Bílgreinasambandið telur að afnám ívilnana á nú sé stórt skref afturábak og muni hægja á orkuskiptum og áhrif þess muni setja markmið stjórnvalda um kolefnislaust Ísland 2040 í uppnám og til að tryggja að hraði í orkuskiptum verði í það minnsta sá sami og verið hefur síðastliðin 2 ár þá þarf að framlengja ívilnunum og styðja með því enn frekar við orkuskiptin. Höfundur er staðgengill framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í ítarlegum svörum fjármála – og efnahagsráðuneytisins við umsögnum um virðisaukaskatt er settar fram röksemdafærslur sem Bílgreinasambandið gerir athugasemdir við og er margan hátt mikil einföldun og áhrif afnáms ívilnana á þessum tímapunkti er verulega vanmetnar af stjórnvöldum. Það er ljóst að hraðvirkar lausnir eru nauðsynlegar í loftlagsmálum og samgöngur á landi eru einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á koltvísýringslosun þó hann sé ekki sá eini. Það var hins vegar ljóst að aðgerðir til orkuskipta hvað varðar fólksbíla væru nokkuð einfaldar miðað við aðra kosti (þungaflutninga, skip og flugvélar) Tekin voru afgerandi skref í þá átt árið 2011 með breytingum á vörugjaldakerfinu með áherslur á koltvísýringslosun og síðar virðisaukaskattsívilnun rafbíla og tengiltvinnbíla hafði lítil sem engin áhrif fyrstu árin enda framboð tengiltvinn- og rafmagnsbíla lítið sem ekkert. Frá 2016 eykst úrval tengiltvinnbíla en það er síðan ekki fyrr en árið 2019 sem úrval hreinna rafbíla fer að aukast og þá fyrst taka orkukskiptin á flug á sama tíma. Það má því segja að þær ívilnanir sem stjórnvöld fóru af stað með 2011 hafa í raun ekki haft nein teljandi áhrif fyrr en árið 2019 og eins og bersýnilegt má sjá í grafi um hlutfall nýskráðra fólksbíla eftir orkugjöfum. Það er mjög sérstakt að sjá þá fordóma sem afhjúpast í umsögn ráðuneytisins varðandi skráningar tengiltvinnbíla og rafbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi og virðist vera gefið í skyn að þar séu efnameiri kaupendur að nýta sér ívilnun án þess að keyra síðan á rafmagni. Þetta er mjög gölluð nálgun og ekki tekið neitt tilliti til íbúafjölda og fjölda bíla á hverju svæði né til uppbyggingu hleðsluinnviða. Þegar horft er á hlutdeild tengiltvinnbíla (PHEV) þá er hlutfall þeirra langhæst á Vestfjörðum og Norðurlandi miðað við landsmeðaltal enda strjálbýlt og vegalengdir miklar. Austurland er með aðeins lægra hlutfall en það skýrist af sérstaklega háu hlutfalli hefðbundinna bensín – og dísel bíla. Þeir landshlutar sem eru næst höfuðborgarsvæðinu, Suðurland og Vesturland ásamt höfuðborgarsvæðinu sjálfu eru síðan með hæst hlutfall hreinna rafbíla sem skýrist auðveldlega með að drægni dugar fyrir þær vegalengdir sem verið er að keyra og veikir hleðsluinnviðir hafa þá síður áhrif. Í umsögn ráðuneytis að nú sé rétti tíminn til að afnema ívilnanir vegna tengiltvinnbíla og með því velji fleiri að kaupa nýjan rafmagnsbíl og horft sé til Noregs sem „fyrirheitna landið“ í þeim efnum er gríðarleg einföldun á stöðunni og hreinlega röng og alfarið litið fram hjá þeirri staðreynd að hleðsluinnviðir eru langt frá því að vera nægir til að réttlæta þessa ákvörðun enda erum við mörgum árum á eftir Noregi í þeim efnum. Það er einnig mjög undarlegt að sjá að metnaðarfull markmið í loftlagsmálum eru hvergi tekin inn í þessa umræðu sem og þær afleiðingar í formi peninga og álitshnekkis sem af hlytist ef Ísland uppfyllir ekki loforð sín í þeim efnum. Eins og sjá má í dæmum hér að neðan þar sem bornar eru saman 5 algengar tegundir þá mengar hefðbundinn bensín og/eða dísel bíll á bilinu 3 -5 sinnum meira en tengiltvinnbíll. Hvers vegna er ekki horft til þeirrar staðreyndar sætir furðu en það er einfalt að horfa einungis á fjárhagslegu hlið málsins og líta algjörlega framhjá loftlagsmálum Bláa súlan sýnir hefðbundinn bensín/dísel bíl og græna súlan tengiltvinnbíll sömu gerðar. Rauða súlan sýnir mismun losunar á ársgrundvelli. Niðurstaðan af þeirri leið er stjórnvöld völdu að fara í sinni vegferð að hraða orkuskiptum sem mest var og er augljós og er hraði orkuskiptanna miklu meiri en ella hefði orðið. Hins vegar er ljóst að enn er langt í land ef markmið eiga að nást enda eru hreinir rafbílar einungis 4,6% af heildarflota skráðra fólksbíla og tengiltvinnbílar 6,7% eða samanlagt 11,2% og því eru aðrar gerðir orkugjafa enn 88,8% af heildarfjölda fólksbíla. Afnám ívilnana á þessum tímapunkti mun hægja stórlega á hraða orkuskipta. Bílgreinasambandið telur að afnám ívilnana á nú sé stórt skref afturábak og muni hægja á orkuskiptum og áhrif þess muni setja markmið stjórnvalda um kolefnislaust Ísland 2040 í uppnám og til að tryggja að hraði í orkuskiptum verði í það minnsta sá sami og verið hefur síðastliðin 2 ár þá þarf að framlengja ívilnunum og styðja með því enn frekar við orkuskiptin. Höfundur er staðgengill framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun