Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. desember 2021 10:01 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið í stafni í baráttunni við Covid-19. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 443 greindust smitaðir innanlands í gær og 51 á landamærum. Kári á von á að stærstur hluti sé með ómíkronafbrigði veirunnar en raðgreining liggur ekki fyrir. „Þetta er bara það sem mátti búast við. Þetta hefur verið að vaxa í veldisvexti undanfarna daga og þetta er að haga sér samkvæmt því sem mátti búast við,“ segir Kári. Hann á von á að álagið á heilbrigðiskerfið muni aukast hratt. „Ég hugsa að þetta þýði að eftir viku verði kominn ansi stór hópur inn á spítala.“ Þá telur hann að tölurnar muni halda áfram að hækka næstu daga en engu að síður er hann sannfærður um að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við álagið. „Við komust í gegnum þetta. Þetta heilbrigðiskerfi okkar er miklu betra en menn gefa því kredit fyrir.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra gerði byrjendamistök að sögn Kára.Vísir/Vilhelm Kári telur að þær undanþágur sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi veitt veitingamönnum í gær hafi verið mistök. Tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í dag og veitti ráðherrann, í framhaldi til undanþága tveggja tónleikahaldara, veitingastöðum undanþágu frá þeim á einum stærsta degi ársins hjá þeim. „Þetta eru ansi stór mistök. Mistök í þessari stöðu eru býsna alvarlegri heldur en þegar menn eru fótboltaþjálfarar,“ segir Kári. Willum Þór er fyrrverandi knattspyrnuþjálfari. Kári á von á að ráðherrann átti sig á því að undanþágurnar hafi ekki verið skynsamlegar. „Ég held að þetta séu byrjunarmistök hjá góðum manni sem er allt í einu orðinn heilbrigðisráðherra. Það var ekkert verra hægt að gera heldur en að gefa undanþágu fyrir vínveitingastaði í dag. Þetta er akkurat sá dagur sem menn safnast saman.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á sjötta hundrað greindust með Covid-19 í gær Rúmlega fimm hundruð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu til raðgreiningar í morgun. Þetta segir Kári Stefánsson í samtali við Vísi. 23. desember 2021 09:38 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
443 greindust smitaðir innanlands í gær og 51 á landamærum. Kári á von á að stærstur hluti sé með ómíkronafbrigði veirunnar en raðgreining liggur ekki fyrir. „Þetta er bara það sem mátti búast við. Þetta hefur verið að vaxa í veldisvexti undanfarna daga og þetta er að haga sér samkvæmt því sem mátti búast við,“ segir Kári. Hann á von á að álagið á heilbrigðiskerfið muni aukast hratt. „Ég hugsa að þetta þýði að eftir viku verði kominn ansi stór hópur inn á spítala.“ Þá telur hann að tölurnar muni halda áfram að hækka næstu daga en engu að síður er hann sannfærður um að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við álagið. „Við komust í gegnum þetta. Þetta heilbrigðiskerfi okkar er miklu betra en menn gefa því kredit fyrir.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra gerði byrjendamistök að sögn Kára.Vísir/Vilhelm Kári telur að þær undanþágur sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi veitt veitingamönnum í gær hafi verið mistök. Tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í dag og veitti ráðherrann, í framhaldi til undanþága tveggja tónleikahaldara, veitingastöðum undanþágu frá þeim á einum stærsta degi ársins hjá þeim. „Þetta eru ansi stór mistök. Mistök í þessari stöðu eru býsna alvarlegri heldur en þegar menn eru fótboltaþjálfarar,“ segir Kári. Willum Þór er fyrrverandi knattspyrnuþjálfari. Kári á von á að ráðherrann átti sig á því að undanþágurnar hafi ekki verið skynsamlegar. „Ég held að þetta séu byrjunarmistök hjá góðum manni sem er allt í einu orðinn heilbrigðisráðherra. Það var ekkert verra hægt að gera heldur en að gefa undanþágu fyrir vínveitingastaði í dag. Þetta er akkurat sá dagur sem menn safnast saman.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á sjötta hundrað greindust með Covid-19 í gær Rúmlega fimm hundruð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu til raðgreiningar í morgun. Þetta segir Kári Stefánsson í samtali við Vísi. 23. desember 2021 09:38 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Á sjötta hundrað greindust með Covid-19 í gær Rúmlega fimm hundruð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu til raðgreiningar í morgun. Þetta segir Kári Stefánsson í samtali við Vísi. 23. desember 2021 09:38