Skammdegið - þú veist Martha Árnadóttir skrifar 15. desember 2021 12:00 Hitti gamla skólasystur um daginn. Hún var döpur “skammdegið þú veist”, sagði hún. Talið barst að ýmsu og meðal annars að hjólreiðunum mínum og ég sagði henni að allt mitt hreyfinga brölt héldi minni geðheilsu fyrir ofan frostmark á þessum árstíma - mér liði aldrei betur en eftir góða æfingu. Svarið hennar kom mér í opna skjöldu, hún sagði “það er allt öðruvísi með þig, þú ert alltaf á fullu og kannt þetta allt saman”. Ég faðmaði hana (þrátt fyrir Covid) af því ég veit hvað það er auðvelt að lenda á þessum stað að upplifa að hafa misst af öllu, allt einhvern veginn orðið of seint og tilhugsunin um að hefjast handa er bugandi. Eina ástæðan fyrir því að fjölmargir stunda reglulega líkamsrækt af einhverju tagi er að þeim þykir það skemmtilegt en kannski enn frekar vegna þess að þeim líður einfaldlega betur á sál og líkama eftir góða æfingu. Sálartetrið fær hressilega sturtu ef svo má segja. Samt eru tengslin milli hreyfingar og andlegrar heilsu ekki alltaf augljós því andleg vanlíðan og ónot geta bæði verið orsök og afleiðing hreyfingarleysis. Þú ert döpur og nennir ekki á æfingu, Netflixið og Nóakroppið verða ofaná, sem kallar á enn meiri depurð og þú nennir alls ekki á æfingu og svona koll af kolli safnast upp depurðin þar til í óefni er komið. Þó tengslin séu ekki alltaf augljós milli reglulegrar hreyfingar og andlegrar heilsu þá er allavega vitað að regluleg hreyfing bætir svefn, losar spennu og hleður upp nýrri orku. Hún dregur hugann frá neikvæðum hugsunum og er uppspretta tækifæra til að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki. Regluleg hreyfing veitir útrás fyrir alls konar íþyngjandi tilfinningar; gremju, reiði og pirring - listinn er endalaus yfir kosti reglulegrar hreyfingar. Eru einhverjir gallar við reglulega hreyfingu? Ég hef allavega aldrei heyrt þá nefnda. Ef regluleg hreyfing er ekki nú þegar hluti af þinn rútínu og þú ert að velta fyrir þér hversu mikið þú þarft að hreyfa þig til að bústa upp góða líðan, þá eru góðu fréttirnar þær að hreyfingin þarf ekki að vera erfið eða taka langan tíma - þarf ekki að fara flikk flakk, heljarstökk eða crossfit 4 tíma á dag. Fjölmargar rannsóknir sýna að hófleg hreyfing er nóg. Það jafngildir nokkurn veginn því að ganga rösklega, en að geta talað við einhvern á sama tíma eða sungið t.d. “Sigga litla systir mín” fyrirhafnarlaust. Varðandi tíma þá benda rannsóknir einnig til þess að 30 mínútna hreyfing, að minnsta kosti fimm daga vikunnar, geti skipt sköpum og haft góð áhrif á daglega líðan. Það getur verið einn 30 mínútna tími í ræktinni eða röskur göngutúr, skokk eða hjól. Nokkrar styttri 10–15 mínútna lotur geta líka komið að góðu gagni þegar andlega heilsan er annars vegar. Það er nú varla hægt að hugsa sér skemmtilegri lausn á depurðinni. Komdu með út að leika. Höfundur er framkvæmdastjóri og eigandi Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets, einkaþjálfari og forfallin áhugakona um hjólreiðar og líkamsrækt almennt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Hitti gamla skólasystur um daginn. Hún var döpur “skammdegið þú veist”, sagði hún. Talið barst að ýmsu og meðal annars að hjólreiðunum mínum og ég sagði henni að allt mitt hreyfinga brölt héldi minni geðheilsu fyrir ofan frostmark á þessum árstíma - mér liði aldrei betur en eftir góða æfingu. Svarið hennar kom mér í opna skjöldu, hún sagði “það er allt öðruvísi með þig, þú ert alltaf á fullu og kannt þetta allt saman”. Ég faðmaði hana (þrátt fyrir Covid) af því ég veit hvað það er auðvelt að lenda á þessum stað að upplifa að hafa misst af öllu, allt einhvern veginn orðið of seint og tilhugsunin um að hefjast handa er bugandi. Eina ástæðan fyrir því að fjölmargir stunda reglulega líkamsrækt af einhverju tagi er að þeim þykir það skemmtilegt en kannski enn frekar vegna þess að þeim líður einfaldlega betur á sál og líkama eftir góða æfingu. Sálartetrið fær hressilega sturtu ef svo má segja. Samt eru tengslin milli hreyfingar og andlegrar heilsu ekki alltaf augljós því andleg vanlíðan og ónot geta bæði verið orsök og afleiðing hreyfingarleysis. Þú ert döpur og nennir ekki á æfingu, Netflixið og Nóakroppið verða ofaná, sem kallar á enn meiri depurð og þú nennir alls ekki á æfingu og svona koll af kolli safnast upp depurðin þar til í óefni er komið. Þó tengslin séu ekki alltaf augljós milli reglulegrar hreyfingar og andlegrar heilsu þá er allavega vitað að regluleg hreyfing bætir svefn, losar spennu og hleður upp nýrri orku. Hún dregur hugann frá neikvæðum hugsunum og er uppspretta tækifæra til að prófa eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki. Regluleg hreyfing veitir útrás fyrir alls konar íþyngjandi tilfinningar; gremju, reiði og pirring - listinn er endalaus yfir kosti reglulegrar hreyfingar. Eru einhverjir gallar við reglulega hreyfingu? Ég hef allavega aldrei heyrt þá nefnda. Ef regluleg hreyfing er ekki nú þegar hluti af þinn rútínu og þú ert að velta fyrir þér hversu mikið þú þarft að hreyfa þig til að bústa upp góða líðan, þá eru góðu fréttirnar þær að hreyfingin þarf ekki að vera erfið eða taka langan tíma - þarf ekki að fara flikk flakk, heljarstökk eða crossfit 4 tíma á dag. Fjölmargar rannsóknir sýna að hófleg hreyfing er nóg. Það jafngildir nokkurn veginn því að ganga rösklega, en að geta talað við einhvern á sama tíma eða sungið t.d. “Sigga litla systir mín” fyrirhafnarlaust. Varðandi tíma þá benda rannsóknir einnig til þess að 30 mínútna hreyfing, að minnsta kosti fimm daga vikunnar, geti skipt sköpum og haft góð áhrif á daglega líðan. Það getur verið einn 30 mínútna tími í ræktinni eða röskur göngutúr, skokk eða hjól. Nokkrar styttri 10–15 mínútna lotur geta líka komið að góðu gagni þegar andlega heilsan er annars vegar. Það er nú varla hægt að hugsa sér skemmtilegri lausn á depurðinni. Komdu með út að leika. Höfundur er framkvæmdastjóri og eigandi Dokkunnar, þekkingar- og tengslanets, einkaþjálfari og forfallin áhugakona um hjólreiðar og líkamsrækt almennt.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar