Kynferðisbrotalaust Ísland? María Rún Bjarnadóttir skrifar 14. desember 2021 15:00 Aldamótamarkmiðin um Fíkniefnalaust Ísland og Frið árið 2000 náðust ekki. Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé mikill skaðvaldur í íslensku samfélagi hefur ekki verið ráðist í herferðina um kynferðisbrotalaust Ísland. Að ná þannig markmiði myndi þó fela í sér verulegan ábata, bæði fyrir einstaklinga og samfélag og almennt má telja víðtækan stuðning við markmiðið þótt einhverja greini á um leiðirnar að því. Skráðum kynferðisbrotum gegn börnum og tilkynningum vegna barnaníðsefnis fjölgaði árið 2020 samkvæmt nýlegri samantekt Ríkislögreglustjóra. Af þeim tilkynningum sem lögreglu hafa borist það sem af er þessu ári um kynferðisbrot eru um 61% þolenda börn. Þá er ljóst að með tæknivæðingunni eiga kynferðisbrot sér stað stafrænt í auknum mæli. Stjórnvöld fólu Ríkislögreglustjóra að vinna gegn stafrænum birtingarmyndum ofbeldis gegn börnum og ráðast meðal annars í forvarnir og fræðslu um efnið. Aðgerðin er í samræmi við aðgerðaráætlun um bætta meðferð kynferðisbrota 2018-2022. Frjáls félagasamtök á Íslandi hafa til margra ára verið í lykilhlutverki forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Nefna má Barnaheill sem starfrækir ábendingalínu í samvinnu við Ríkislögreglustjóra, Stígamót og verkefni þeirra Sjúk ást og SAFT sem fræðir börn um stafrænt öryggi. Í ljósi þessa hefur Ríkislögreglustjóri átt gott samstarf við félagasamtök við undirbúning yfirstandandi fræðsluverkefnis, en einnig verkefnisstjórn um framkvæmd þingsályktunar um samstillta og heildstæða nálgun á forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá hefur embættið notið liðsinnis lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra við að heimsækja nemendur í 8. bekkjum grunnskóla samhliða dreifingu stafrænna upplýsingapakka til allra 8. bekkinga á landinu. Lögreglumenn hafa heimsótt rúmlega 700 nemendur í 8. bekkjum grunnskóla það sem af er þessu ári, en verkefninu verður haldið áfram eftir áramót. Í 8. bekk eru nemendur almennt orðnir 13 ára og því nógu gamlir til þess að nota samfélagsmiðla. Niðurstöður rannsóknamiðstöðvarinnar Rannsókna og greiningar benda til þess að þegar komið er í 9. bekk verði veruleg aukning í klámneyslu drengja og þrýstingur aukist á stelpur að deila kynferðislegu myndefni. Þá leiddi nýleg könnun Fjölmiðlanefndar í ljós að u.þ.b. ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 15-17 ára hefur verið þvinguð til myndsendinga og tæp 18% hafa lent í myndbirtingu gegn vilja sínum. Því er lagt upp með að fræða unglinga áður en þau byrja í 9. bekk og styrkja varnir þeirra áður en rannsóknir sýna að ytri þættir fari að reyna á þeirra mörk. Í fræðslunni er áhersla lögð á að samþykki sé kjarninn í öllum kynferðislegum samskiptum, hvort sem þau eru stafræn eða ekki. Frætt er um öryggi í stafrænum samskiptum og þá eru nemendur og aðstandendur þeirra hvattir til þess að hlaða niður nýlega endurbætti 112 appi Neyðarlínunnar sem einfaldar tilkynningar um hvers kyns brot gegn börnum. Neyðarverðir koma skilaboðum áfram til lögreglu eða barnaverndaryfirvalda eftir atvikum. Forvarnir og fræðsla fyrir unglinga hafa best áhrif ef aðstandendur barna styðja við skilaboðin sem þeim eru send. Því munu lögreglulið á fyrrgreindum svæðum bjóða upp á svæðisbundna stafræna foreldrafundi eftir því sem fræðslunni vindur áfram fyrir unglinga. Þá hefur vefsíðan 112.is verið uppfærð og þar má finna ríkulegar upplýsingar um ofbeldi gegn börnum, öryggi á netinu, stafrænar birtingarmyndir ofbeldis, ráð og leiðbeiningarfyrir brotaþola og aðstandendur þeirra og uppýsingar um úrræði fyrir gerendur. Að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum krefst margþættrar aðkomu. Foreldrar, skólasamfélagið, þau sem standa að félags- og tómstundastarfi og ýmsar stofnanir samfélagsins gegna þar stóru hlutverki, en stjórnvöld bera einnig ákveðnar skyldur til þess að bregðst við og berjast gegn kynferðisofbeldi. Það má vel vera að það verði erfitt að ná markmiði um kynferðisbrotalaust Ísland. Það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að við höldum áfram að reyna. Höfundur er verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rún Bjarnadóttir Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Lögreglan Klám Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aldamótamarkmiðin um Fíkniefnalaust Ísland og Frið árið 2000 náðust ekki. Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé mikill skaðvaldur í íslensku samfélagi hefur ekki verið ráðist í herferðina um kynferðisbrotalaust Ísland. Að ná þannig markmiði myndi þó fela í sér verulegan ábata, bæði fyrir einstaklinga og samfélag og almennt má telja víðtækan stuðning við markmiðið þótt einhverja greini á um leiðirnar að því. Skráðum kynferðisbrotum gegn börnum og tilkynningum vegna barnaníðsefnis fjölgaði árið 2020 samkvæmt nýlegri samantekt Ríkislögreglustjóra. Af þeim tilkynningum sem lögreglu hafa borist það sem af er þessu ári um kynferðisbrot eru um 61% þolenda börn. Þá er ljóst að með tæknivæðingunni eiga kynferðisbrot sér stað stafrænt í auknum mæli. Stjórnvöld fólu Ríkislögreglustjóra að vinna gegn stafrænum birtingarmyndum ofbeldis gegn börnum og ráðast meðal annars í forvarnir og fræðslu um efnið. Aðgerðin er í samræmi við aðgerðaráætlun um bætta meðferð kynferðisbrota 2018-2022. Frjáls félagasamtök á Íslandi hafa til margra ára verið í lykilhlutverki forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Nefna má Barnaheill sem starfrækir ábendingalínu í samvinnu við Ríkislögreglustjóra, Stígamót og verkefni þeirra Sjúk ást og SAFT sem fræðir börn um stafrænt öryggi. Í ljósi þessa hefur Ríkislögreglustjóri átt gott samstarf við félagasamtök við undirbúning yfirstandandi fræðsluverkefnis, en einnig verkefnisstjórn um framkvæmd þingsályktunar um samstillta og heildstæða nálgun á forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá hefur embættið notið liðsinnis lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra við að heimsækja nemendur í 8. bekkjum grunnskóla samhliða dreifingu stafrænna upplýsingapakka til allra 8. bekkinga á landinu. Lögreglumenn hafa heimsótt rúmlega 700 nemendur í 8. bekkjum grunnskóla það sem af er þessu ári, en verkefninu verður haldið áfram eftir áramót. Í 8. bekk eru nemendur almennt orðnir 13 ára og því nógu gamlir til þess að nota samfélagsmiðla. Niðurstöður rannsóknamiðstöðvarinnar Rannsókna og greiningar benda til þess að þegar komið er í 9. bekk verði veruleg aukning í klámneyslu drengja og þrýstingur aukist á stelpur að deila kynferðislegu myndefni. Þá leiddi nýleg könnun Fjölmiðlanefndar í ljós að u.þ.b. ein af hverjum fjórum stúlkum á aldrinum 15-17 ára hefur verið þvinguð til myndsendinga og tæp 18% hafa lent í myndbirtingu gegn vilja sínum. Því er lagt upp með að fræða unglinga áður en þau byrja í 9. bekk og styrkja varnir þeirra áður en rannsóknir sýna að ytri þættir fari að reyna á þeirra mörk. Í fræðslunni er áhersla lögð á að samþykki sé kjarninn í öllum kynferðislegum samskiptum, hvort sem þau eru stafræn eða ekki. Frætt er um öryggi í stafrænum samskiptum og þá eru nemendur og aðstandendur þeirra hvattir til þess að hlaða niður nýlega endurbætti 112 appi Neyðarlínunnar sem einfaldar tilkynningar um hvers kyns brot gegn börnum. Neyðarverðir koma skilaboðum áfram til lögreglu eða barnaverndaryfirvalda eftir atvikum. Forvarnir og fræðsla fyrir unglinga hafa best áhrif ef aðstandendur barna styðja við skilaboðin sem þeim eru send. Því munu lögreglulið á fyrrgreindum svæðum bjóða upp á svæðisbundna stafræna foreldrafundi eftir því sem fræðslunni vindur áfram fyrir unglinga. Þá hefur vefsíðan 112.is verið uppfærð og þar má finna ríkulegar upplýsingar um ofbeldi gegn börnum, öryggi á netinu, stafrænar birtingarmyndir ofbeldis, ráð og leiðbeiningarfyrir brotaþola og aðstandendur þeirra og uppýsingar um úrræði fyrir gerendur. Að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum krefst margþættrar aðkomu. Foreldrar, skólasamfélagið, þau sem standa að félags- og tómstundastarfi og ýmsar stofnanir samfélagsins gegna þar stóru hlutverki, en stjórnvöld bera einnig ákveðnar skyldur til þess að bregðst við og berjast gegn kynferðisofbeldi. Það má vel vera að það verði erfitt að ná markmiði um kynferðisbrotalaust Ísland. Það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að við höldum áfram að reyna. Höfundur er verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar