Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2021 14:00 Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. Það kemur þess vegna á óvart að heyra af fyrirætlunum stærstu samtaka hestamanna; Landssambands hestamanna (LH), fyrir næsta sumar. Ekki er hægt að segja að þær fyrirætlanir samræmist þeirri vegferð sem hestasamfélagið hefur verið á varðandi aukna velferð hesta. 280 km á fjórum dögum LH stefnir á að standa fyrir þolreiðarkeppni um suðurhálendið þar sem leggja á mun harðar að hestum en venjulegt er, í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landsteinana. Keppnin ber yfirskriftina Survive Iceland og er markhópurinn erlendir knapar. Þolreiðakeppnir erlendis hafa verið umdeildar út frá sjónarmiði velferðar vegna þess hversu langar vegalengdir hestar eru látnir bera knapa, í þágu ævintýramennsku keppenda. Forsendur Survive Iceland eru að keppendur fari ríðandi um 280 km leið á fjórum dögum. Dagleiðin verður því um 60-70 km. Hver keppandi mun fá þrjá þjálfaða hesta til afnota og notar tvo hesta á dag til reiðar með reglulegum áningum. Vegið gróflega að velferð hesta Í Survive Iceland verður því gert ráð fyrir að keppendur ríði einum hesti um 30-35 km á dag. Þetta er gríðarlega löng vegalengd fyrir hest að bera knapa á einum degi. Þar að auki er um að ræða keppni í tíma og því munu keppendur fara röskt áfram í þeim tilgangi að sigra. Sá hestur sem ekki verður notaður yfir daginn verður ekið á milli staða. Hestarnir fá einn frídag í keppninni, þ.e. tveir þeirra notaðir til reiðar í þrjá daga og einn í tvo daga. Í hestaferðum hérlendis er yfirleitt er miðað við 7-14 km dagleið á hest í reið. Þetta er hefð sem hefur myndast út frá sanngirni gagnvart hestum, enda mikið álag fyrir stoðkerfi þeirra að bera um 1/3 líkamsþyngdar sinnar í lengri tíma. Í lengri ferðum hafa menn að auki fleiri hesta til reiðar, en hestar sem ekki eru notaðir hlaupa þá yfirleitt með. Í hefðbundnum hestaferðum er venjulega farið um 30-40 km leið yfir daginn og skipt reglulega um reiðskjóta. Í þessum ferðum er ætlunin að njóta náttúru Íslands með hestunum og hraði ferðarinnar í samræmi við það, séu menn að huga vel að hestum sínum. Um verður að ræða illa meðferð á hestum Dýralæknir mun meta hestana eftir hvern legg í Survive Iceland, taka púls og skoða líkamlegt ástand. Hinsvegar getur dýralæknir ekki metið líðan hestanna eða áhrifin á stoðkerfi þeirra að bera knapa svo lengi. Vert er að taka fram að erlendar rannsóknir hafa sýnt að hestar þurfi líklega um 2-3 daga hvíld til að endurhlaða orkubirgðir vöðvanna eftir mikið líkamlegt álag. Við megum ekki gleyma því að íslenski hesturinn er einn harðgerðasti hestur heims, sem þýðir að hann harkar meira af sér en önnur hestakyn myndu gera í sömu aðstæðum. Það þýðir hinsvegar ekki að við eigum að ofbjóða honum. Að ætlast til þess að láta hesta bera knapa svona langa dagleið er ekkert annað en pynting og ill meðferð á hestum. Þess má geta að LH framkvæmdi sambærilega prufukeppni síðastliðið sumar þar sem hestar frá hestaleigufyrirtækjum voru látnir fara þessar dagleiðir með knapa. Áskorun til LH og ÍSÍ Það er sannarlega undarlegt að stærstu samtök hestamanna ætli sér að standa fyrir svona meðferð á hestum í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landið. Það er alvarlegt mál að samtökin ætli sér í þessari kynningarherferð á íslenska hestinum að vega svo gróflega að velferð hans. Samtökin munu einnig með þessu setja fordæmi fyrir hestamenn í landinu og fara af þeirri leið sem hestasamfélagið hefur verið á hvað varðar aukna velferð hesta. LH er er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ). Hér með er skorað á LH að breyta áformum sínum um lengd dagleiða á hest í þolreiðakeppninni Survive Iceland, þannig að ekki sé lagt meira á hesta en hefðbundið er í ferðum hér á landi og hestum sé ekki ofboðið. Sömuleiðis er skorað á ÍSÍ að ganga á eftir því að LH stuðli að velferð hesta í sínu starfi í hvívetna og komi í veg fyrir þessa meðferð alfarið. Höfundur er hestafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýraheilbrigði Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. Það kemur þess vegna á óvart að heyra af fyrirætlunum stærstu samtaka hestamanna; Landssambands hestamanna (LH), fyrir næsta sumar. Ekki er hægt að segja að þær fyrirætlanir samræmist þeirri vegferð sem hestasamfélagið hefur verið á varðandi aukna velferð hesta. 280 km á fjórum dögum LH stefnir á að standa fyrir þolreiðarkeppni um suðurhálendið þar sem leggja á mun harðar að hestum en venjulegt er, í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landsteinana. Keppnin ber yfirskriftina Survive Iceland og er markhópurinn erlendir knapar. Þolreiðakeppnir erlendis hafa verið umdeildar út frá sjónarmiði velferðar vegna þess hversu langar vegalengdir hestar eru látnir bera knapa, í þágu ævintýramennsku keppenda. Forsendur Survive Iceland eru að keppendur fari ríðandi um 280 km leið á fjórum dögum. Dagleiðin verður því um 60-70 km. Hver keppandi mun fá þrjá þjálfaða hesta til afnota og notar tvo hesta á dag til reiðar með reglulegum áningum. Vegið gróflega að velferð hesta Í Survive Iceland verður því gert ráð fyrir að keppendur ríði einum hesti um 30-35 km á dag. Þetta er gríðarlega löng vegalengd fyrir hest að bera knapa á einum degi. Þar að auki er um að ræða keppni í tíma og því munu keppendur fara röskt áfram í þeim tilgangi að sigra. Sá hestur sem ekki verður notaður yfir daginn verður ekið á milli staða. Hestarnir fá einn frídag í keppninni, þ.e. tveir þeirra notaðir til reiðar í þrjá daga og einn í tvo daga. Í hestaferðum hérlendis er yfirleitt er miðað við 7-14 km dagleið á hest í reið. Þetta er hefð sem hefur myndast út frá sanngirni gagnvart hestum, enda mikið álag fyrir stoðkerfi þeirra að bera um 1/3 líkamsþyngdar sinnar í lengri tíma. Í lengri ferðum hafa menn að auki fleiri hesta til reiðar, en hestar sem ekki eru notaðir hlaupa þá yfirleitt með. Í hefðbundnum hestaferðum er venjulega farið um 30-40 km leið yfir daginn og skipt reglulega um reiðskjóta. Í þessum ferðum er ætlunin að njóta náttúru Íslands með hestunum og hraði ferðarinnar í samræmi við það, séu menn að huga vel að hestum sínum. Um verður að ræða illa meðferð á hestum Dýralæknir mun meta hestana eftir hvern legg í Survive Iceland, taka púls og skoða líkamlegt ástand. Hinsvegar getur dýralæknir ekki metið líðan hestanna eða áhrifin á stoðkerfi þeirra að bera knapa svo lengi. Vert er að taka fram að erlendar rannsóknir hafa sýnt að hestar þurfi líklega um 2-3 daga hvíld til að endurhlaða orkubirgðir vöðvanna eftir mikið líkamlegt álag. Við megum ekki gleyma því að íslenski hesturinn er einn harðgerðasti hestur heims, sem þýðir að hann harkar meira af sér en önnur hestakyn myndu gera í sömu aðstæðum. Það þýðir hinsvegar ekki að við eigum að ofbjóða honum. Að ætlast til þess að láta hesta bera knapa svona langa dagleið er ekkert annað en pynting og ill meðferð á hestum. Þess má geta að LH framkvæmdi sambærilega prufukeppni síðastliðið sumar þar sem hestar frá hestaleigufyrirtækjum voru látnir fara þessar dagleiðir með knapa. Áskorun til LH og ÍSÍ Það er sannarlega undarlegt að stærstu samtök hestamanna ætli sér að standa fyrir svona meðferð á hestum í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landið. Það er alvarlegt mál að samtökin ætli sér í þessari kynningarherferð á íslenska hestinum að vega svo gróflega að velferð hans. Samtökin munu einnig með þessu setja fordæmi fyrir hestamenn í landinu og fara af þeirri leið sem hestasamfélagið hefur verið á hvað varðar aukna velferð hesta. LH er er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ). Hér með er skorað á LH að breyta áformum sínum um lengd dagleiða á hest í þolreiðakeppninni Survive Iceland, þannig að ekki sé lagt meira á hesta en hefðbundið er í ferðum hér á landi og hestum sé ekki ofboðið. Sömuleiðis er skorað á ÍSÍ að ganga á eftir því að LH stuðli að velferð hesta í sínu starfi í hvívetna og komi í veg fyrir þessa meðferð alfarið. Höfundur er hestafræðingur.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar