Varaformaður Kennarasambands Íslands: Staðgengill eða eitthvað meira? Simon Cramer Larsen skrifar 11. desember 2021 18:00 Að fara með samningsrétt um kjör og kaup félagsmanna sambandsins er eitt af helstu hlutverkum KÍ. Formanni og varaformanni ber að bjóða aðildarfélögum aðstoð og sérfræðiþekkingu hvað kjara- og réttindamál varðar en þeir þurfa að virða sjálfstæði aðildarfélaganna því samkvæmt lögum er það hlutverk aðildarfélaganna að gera og semja um kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna. Vissulega getur stjórn KÍ ályktað um kjaramál ef þörf er á og hér geta formaður og varaformaður komið með innlegg í umræðuna. Formaður og varaformaður KÍ koma þess vegna ekki beinlínis að kjarasamningagerð einstakra aðildarfélaga nema það sé sérstaklega kallað eftir því. Enn fremur kemur fram í 21. grein laga Kennarasambandsins að „varaformaður KÍ er staðgengill formanns“. Ein spurning sem ég hef fengið nýlega er „hvað gerir varaformaður í rauninni, ef hann er skilgreindur sem staðgengill samkvæmt lögum KÍ?“ „Varaformaður er ekki aðeins staðgengill formanns.“ Varaformaður KÍ er formaður skólamálaráðs og hefur yfirumsjón með stefnumörkun KÍ á sviði skólamála. Á sama tíma sér hann um að sinna samskiptum við skólasamfélagið, ráðuneyti, sveitarfélögin, og ýmsar stofnanir auk þess að annast tengsl við erlend systursamtök í Evrópu. Einnig er varaformaður rödd kennara í ýmsum nefndum og starfshópum. Hér eru aðeins nokkur dæmi en þau lýsa því hversu víðtæk aðkoma varaformanns að málefnum kennara er; hann er til dæmis fulltrúi KÍ í starfshópi um menntun nemenda með annað móðurmál en íslensku, hann er rödd kennara í samráðshópi KÍ, BHM og BSRB, hann er einnig fulltrúi kennara í Kennararáði, og hann veitir líka ráðgjöf í ráðgjafanefnd um fjölgun kennara. „Hlutverk varaformanns er þýðingarmikið fyrir hagsmuni kennara á öllum skólastigum og því má það ekki takmarkast við að vera aðeins staðgengill, það er svo miklu meira.“ Það er verkefni varaformannsins að sækjast eftir tækifærum og að koma af stað verkefnum sem hafa áhrif og efla skóla- og menntamál stéttarinnar. Hann þarf að hlúa vel að skóla- og menntamálum með grasrótina sér að baki, núna og til framtíðar, því þannig komum við sem stétt til með að vera framsækin næstu árin. Einnig er það verkefni hans að ýta undir aukið samstarf félaganna innan Kennarasambandsins og að vera sáttasemjari sem sér til þess að mál séu til lykta leidd. Fyrir utan að vera atvinna varaformanns eiga skóla- og menntamál að vera helstu áhugamál hans. Sá sem kemur til með að vera varaformaður KÍ þarf að hafa brennandi áhuga á því að valdefla kennarastéttina, tryggja að á rödd allra kennara sé hlustað og að ákvarðanir er varða mál stéttarinnar séu teknar með kennara í ráðum. Viðkomandi þarf að hafa vellíðan kennara að leiðarljósi og hugsa í lausnum. Samstarf varaformanns við aðildarfélögin verður að vera náið þar sem í því felast lausnir sem eru öllum kennurum til bóta. Til þess að skólasamfélagið nái árangri er ekki nóg að hlustað verði á það, það þarf að ráðast í markvissar og lausnamiðaðar aðgerðir. Sérfræðingar kennarastéttarinnar – kennarar – verða að vera hlutaðeigandi aðilar í þessum aðgerðum með varaformann í fremstu röð. „Ég vil ekki vera varaformaður sem er aðeins staðgengill.“ Fái ég umboð og traust félagsfólks þá ætla ég að vinna hörðum höndum að valdeflingu stéttarinnar. Ég vil vinna markvisst að því að halda skólamálum okkar í brennidepli, ná áheyrn stjórnvalda, tryggja að „skólamál séu alltaf okkar mál“ og að engin umræða um málefni kennara fari fram án aðkomu okkar. Ég mun leggja til að við sem komum að mennta- og skólamálum tökum þetta mikilvæga samtal um hvernig við getum mótað að nýju samfélagssáttmála um menntun á Íslandi. Mennta- og skólamál verða í nánustu framtíð tvískipt milli ráðuneyta – þess vegna er mikilvægt að við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. Ég hef svo mikla trú á Kennarasambandinu og kennarastéttinni á Íslandi. Þess vegna vil ég setja krafta mína í vinnu í þágu allra kennara og stjórnenda og í nánu samstarfi með nýjum formanni vinna að málefnum okkar – núna og til framtíðar. Með von um stuðning. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar FF og frambjóðandi til embættis varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Að fara með samningsrétt um kjör og kaup félagsmanna sambandsins er eitt af helstu hlutverkum KÍ. Formanni og varaformanni ber að bjóða aðildarfélögum aðstoð og sérfræðiþekkingu hvað kjara- og réttindamál varðar en þeir þurfa að virða sjálfstæði aðildarfélaganna því samkvæmt lögum er það hlutverk aðildarfélaganna að gera og semja um kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna. Vissulega getur stjórn KÍ ályktað um kjaramál ef þörf er á og hér geta formaður og varaformaður komið með innlegg í umræðuna. Formaður og varaformaður KÍ koma þess vegna ekki beinlínis að kjarasamningagerð einstakra aðildarfélaga nema það sé sérstaklega kallað eftir því. Enn fremur kemur fram í 21. grein laga Kennarasambandsins að „varaformaður KÍ er staðgengill formanns“. Ein spurning sem ég hef fengið nýlega er „hvað gerir varaformaður í rauninni, ef hann er skilgreindur sem staðgengill samkvæmt lögum KÍ?“ „Varaformaður er ekki aðeins staðgengill formanns.“ Varaformaður KÍ er formaður skólamálaráðs og hefur yfirumsjón með stefnumörkun KÍ á sviði skólamála. Á sama tíma sér hann um að sinna samskiptum við skólasamfélagið, ráðuneyti, sveitarfélögin, og ýmsar stofnanir auk þess að annast tengsl við erlend systursamtök í Evrópu. Einnig er varaformaður rödd kennara í ýmsum nefndum og starfshópum. Hér eru aðeins nokkur dæmi en þau lýsa því hversu víðtæk aðkoma varaformanns að málefnum kennara er; hann er til dæmis fulltrúi KÍ í starfshópi um menntun nemenda með annað móðurmál en íslensku, hann er rödd kennara í samráðshópi KÍ, BHM og BSRB, hann er einnig fulltrúi kennara í Kennararáði, og hann veitir líka ráðgjöf í ráðgjafanefnd um fjölgun kennara. „Hlutverk varaformanns er þýðingarmikið fyrir hagsmuni kennara á öllum skólastigum og því má það ekki takmarkast við að vera aðeins staðgengill, það er svo miklu meira.“ Það er verkefni varaformannsins að sækjast eftir tækifærum og að koma af stað verkefnum sem hafa áhrif og efla skóla- og menntamál stéttarinnar. Hann þarf að hlúa vel að skóla- og menntamálum með grasrótina sér að baki, núna og til framtíðar, því þannig komum við sem stétt til með að vera framsækin næstu árin. Einnig er það verkefni hans að ýta undir aukið samstarf félaganna innan Kennarasambandsins og að vera sáttasemjari sem sér til þess að mál séu til lykta leidd. Fyrir utan að vera atvinna varaformanns eiga skóla- og menntamál að vera helstu áhugamál hans. Sá sem kemur til með að vera varaformaður KÍ þarf að hafa brennandi áhuga á því að valdefla kennarastéttina, tryggja að á rödd allra kennara sé hlustað og að ákvarðanir er varða mál stéttarinnar séu teknar með kennara í ráðum. Viðkomandi þarf að hafa vellíðan kennara að leiðarljósi og hugsa í lausnum. Samstarf varaformanns við aðildarfélögin verður að vera náið þar sem í því felast lausnir sem eru öllum kennurum til bóta. Til þess að skólasamfélagið nái árangri er ekki nóg að hlustað verði á það, það þarf að ráðast í markvissar og lausnamiðaðar aðgerðir. Sérfræðingar kennarastéttarinnar – kennarar – verða að vera hlutaðeigandi aðilar í þessum aðgerðum með varaformann í fremstu röð. „Ég vil ekki vera varaformaður sem er aðeins staðgengill.“ Fái ég umboð og traust félagsfólks þá ætla ég að vinna hörðum höndum að valdeflingu stéttarinnar. Ég vil vinna markvisst að því að halda skólamálum okkar í brennidepli, ná áheyrn stjórnvalda, tryggja að „skólamál séu alltaf okkar mál“ og að engin umræða um málefni kennara fari fram án aðkomu okkar. Ég mun leggja til að við sem komum að mennta- og skólamálum tökum þetta mikilvæga samtal um hvernig við getum mótað að nýju samfélagssáttmála um menntun á Íslandi. Mennta- og skólamál verða í nánustu framtíð tvískipt milli ráðuneyta – þess vegna er mikilvægt að við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. Ég hef svo mikla trú á Kennarasambandinu og kennarastéttinni á Íslandi. Þess vegna vil ég setja krafta mína í vinnu í þágu allra kennara og stjórnenda og í nánu samstarfi með nýjum formanni vinna að málefnum okkar – núna og til framtíðar. Með von um stuðning. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar FF og frambjóðandi til embættis varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar