Fékk ekki að miða tekjutapið í ræktinni við fyrstu vikuna í faraldrinum Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2021 15:00 Yfirskattanefnd taldi kæranda þó ekki hafa sýnt fram á að samanburður við tekjuöflun á svo stuttu tímabili gæfi betri mynd af tekjufalli félagsins. Vísir/Vilhelm Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu rekstraraðila heilsuræktarstöðvar, sem loka þurfti í upphafi heimsfaraldursins, um að við mat tekjufallsstyrkjum skyldi miða við tekjur félagsins við einnar viku tímabil, í stað mánaðanna fyrir lokun líkt og almennt var miðað við. Í úrskurði yfirskattanefndar segir að kærandinn hafi hafið reksturinn síðla árs 2019, en þurfti að loka stöðinni um vorið 2020 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Maðurinn sótti um tekjufallsstyrki af því tilefni og taldi að við mat á tekjufalli bæri að miða við tekjur félagsins á tímabilinu 26. febrúar til 5. mars 2020. Ríkiskattstjóri hafði áður hafnað kröfum mannsins og ákvað hann þá að kæra málið til yfirskattanefndar. Yfirskattanefnd taldi kæranda þó ekki hafa sýnt fram á að samanburður við tekjuöflun á svo stuttu tímabili gæfi betri mynd af tekjufalli félagsins en samanburður við tímabilið frá því að starfsemin hófst 1. nóvember 2019 og til loka mars 2020. Í úrskurði kom fram að almennt yrði ekki talið að sú aðstaða, að tíma gæti tekið að koma rekstri og tekjuöflun nýrra fyrirtækja á skrið, gæti talist til sérstakra aðstæðna í skilningi laga. Því hafi kröfum mannsins verið hafnað. Sjö mánuðir Í lögum um tekjufallsstyrki kom fram að skilyrði fyrir greiðslu slíkra styrkja sé að tekjur rekstraraðila á tímabilinu 1. apríl til 31. október 2020 hafi verið að minnsta kosti 40 prósent lægri en meðaltekjur hans á sjö mánaða tímabili 2019 og að tekjufallið megi rekja til heimsfaraldurs kórónuveiru eða ráðstafana stjórnvalda til að verjast útbreiðslu hennar. Hafi rekstraraðili hafið starfsemi eftir 1. apríl 2019 hafi átt að bera tekjur hans saman við tekjur fyrstu sjö heilu almanaksmánuði sem hann starfaði. „Hafi hann starfað skemur en sjö heila almanaksmánuði í lok mars 2020 skal umreikna tekjur þann tíma sem hann starfaði til loka mars 2020 í 214 daga viðmiðunartekjur. Við sérstakar ástæður má nota annað tímabil til viðmiðunar sýni rekstraraðili fram á að það gefi betri mynd af tekjufalli hans en viðmiðunartímabili samkvæmt 1.-3. málsl. ákvæðisins,“ segir í úrskurðinum, en mat nefndin það sem svo að rök kæranda ættu ekki við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Upphrópanir um bónusa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Í úrskurði yfirskattanefndar segir að kærandinn hafi hafið reksturinn síðla árs 2019, en þurfti að loka stöðinni um vorið 2020 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Maðurinn sótti um tekjufallsstyrki af því tilefni og taldi að við mat á tekjufalli bæri að miða við tekjur félagsins á tímabilinu 26. febrúar til 5. mars 2020. Ríkiskattstjóri hafði áður hafnað kröfum mannsins og ákvað hann þá að kæra málið til yfirskattanefndar. Yfirskattanefnd taldi kæranda þó ekki hafa sýnt fram á að samanburður við tekjuöflun á svo stuttu tímabili gæfi betri mynd af tekjufalli félagsins en samanburður við tímabilið frá því að starfsemin hófst 1. nóvember 2019 og til loka mars 2020. Í úrskurði kom fram að almennt yrði ekki talið að sú aðstaða, að tíma gæti tekið að koma rekstri og tekjuöflun nýrra fyrirtækja á skrið, gæti talist til sérstakra aðstæðna í skilningi laga. Því hafi kröfum mannsins verið hafnað. Sjö mánuðir Í lögum um tekjufallsstyrki kom fram að skilyrði fyrir greiðslu slíkra styrkja sé að tekjur rekstraraðila á tímabilinu 1. apríl til 31. október 2020 hafi verið að minnsta kosti 40 prósent lægri en meðaltekjur hans á sjö mánaða tímabili 2019 og að tekjufallið megi rekja til heimsfaraldurs kórónuveiru eða ráðstafana stjórnvalda til að verjast útbreiðslu hennar. Hafi rekstraraðili hafið starfsemi eftir 1. apríl 2019 hafi átt að bera tekjur hans saman við tekjur fyrstu sjö heilu almanaksmánuði sem hann starfaði. „Hafi hann starfað skemur en sjö heila almanaksmánuði í lok mars 2020 skal umreikna tekjur þann tíma sem hann starfaði til loka mars 2020 í 214 daga viðmiðunartekjur. Við sérstakar ástæður má nota annað tímabil til viðmiðunar sýni rekstraraðili fram á að það gefi betri mynd af tekjufalli hans en viðmiðunartímabili samkvæmt 1.-3. málsl. ákvæðisins,“ segir í úrskurðinum, en mat nefndin það sem svo að rök kæranda ættu ekki við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Upphrópanir um bónusa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira