Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2025 14:58 Tæknifyrirtækið Vélfag á Norðurlandi sætir þvingunaraðgerðum vegna ætlaðra tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem er talið koma nálægt skuggaflota Rússa. Vélfag Utanríkisráðherra synjaði beiðni norðlenska fyrirtækisins Vélfags um framlengingu á tímabundinni undanþágu frá þvingunaraðgerðum gegn félaginu. Þvingununum var beitt vegna grunsemda um tengsl fyrirtækisins við Rússa sem sæta refsiaðgerðum vegna stríðsins í Úkraínu. Fyrirtækið greinir sjálft frá ákvörðun ráðherrans í harðrorðri Facebook-færslu. Ráðherrann er þar sakaður um að brjóta gegn grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu, meðalhófs og réttlátrar málsmeðferðar. Utanríkisráðuneytið er sagt byggja ákvörðun sína á sömu grunsemdum og Arion banki vísaði til í sumar um tengsl Vélfags við Norebo JSC, rússneskt félag sem er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa en hann nota þeir til þess að komast hjá viðskiptaþvingunum sem stunda spellvirki í Evrópu. Vélfag segir þessar grunsemdir órökstuddar og „afsannaðar“. Heldur Vélfag því fram að ákvörðun ráðherra þvingi fyrirtækið í gjaldþrot vegna þeirra hamlandi takmarkana sem þvinganirnar leggi á það. Utanríkisráðuneytið veitti Vélagi tímabundna undanþágu frá frystingu fjármuna í sumar. Sala rétt fyrir þvinganir talin til málamynda Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Norebo átti Vélfag en var selt aðeins þremur dögum áður en félagið lenti á þvingunarlistanum. Arion banki og ráðuneytið hafa talið að núverandi eigandi Vélfags hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því að viðskiptin hafi ekki verið málamyndagjörningur. Vélfag stefndi íslenska ríkinu í september. Í yfirlýsingu sinni í dag segir það dóms að vænta í Héraðsdómi Reykjavíkur innan viku. Utanríkisráðherra reyni nú að koma félaginu í þrot „áður en réttlætið nær fram að ganga“. Utanríkismál Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðskiptaþvinganir Tengdar fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. 3. nóvember 2025 13:19 Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27 Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28. ágúst 2025 07:49 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Fyrirtækið greinir sjálft frá ákvörðun ráðherrans í harðrorðri Facebook-færslu. Ráðherrann er þar sakaður um að brjóta gegn grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu, meðalhófs og réttlátrar málsmeðferðar. Utanríkisráðuneytið er sagt byggja ákvörðun sína á sömu grunsemdum og Arion banki vísaði til í sumar um tengsl Vélfags við Norebo JSC, rússneskt félag sem er talið tengjast svonefndum skuggaflota Rússa en hann nota þeir til þess að komast hjá viðskiptaþvingunum sem stunda spellvirki í Evrópu. Vélfag segir þessar grunsemdir órökstuddar og „afsannaðar“. Heldur Vélfag því fram að ákvörðun ráðherra þvingi fyrirtækið í gjaldþrot vegna þeirra hamlandi takmarkana sem þvinganirnar leggi á það. Utanríkisráðuneytið veitti Vélagi tímabundna undanþágu frá frystingu fjármuna í sumar. Sala rétt fyrir þvinganir talin til málamynda Viðskiptaþvinganirnar sem Vélfag sætir eru hluti af aðgerðum Íslands, Noregs og Evrópusambandsins gegn rúsneskum fyrirtækjum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Norebo átti Vélfag en var selt aðeins þremur dögum áður en félagið lenti á þvingunarlistanum. Arion banki og ráðuneytið hafa talið að núverandi eigandi Vélfags hafi ekki lagt fram fullnægjandi sannanir fyrir því að viðskiptin hafi ekki verið málamyndagjörningur. Vélfag stefndi íslenska ríkinu í september. Í yfirlýsingu sinni í dag segir það dóms að vænta í Héraðsdómi Reykjavíkur innan viku. Utanríkisráðherra reyni nú að koma félaginu í þrot „áður en réttlætið nær fram að ganga“.
Utanríkismál Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðskiptaþvinganir Tengdar fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. 3. nóvember 2025 13:19 Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27 Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28. ágúst 2025 07:49 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Vélfag ehf. hefur lagt fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, með beiðni um hraðaða brotamálsmeðferð gegn íslenska ríkinu. Kvörtunin er unnin af Dr. iur. Lauru Melusine Baudenbacher og föður hennar Prof. Dr. Dr. h.c. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur verið ráðinn lögmaður félagsins. 3. nóvember 2025 13:19
Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Trausti Árnason hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri og þá hefur níu starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp. 29. ágúst 2025 06:27
Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28. ágúst 2025 07:49